Sautján ríki stefna ríkisstjórn Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júní 2018 06:35 Ríkin sautján segja í kærunni að engin breyting hafi orðið í málaflokknum þrátt fyrir undirritun forsetatilskipunarinnar fyrir viku. Vísir/Getty Sautján ríki Bandaríkjanna hafa kært ríkisstjórn Donalds Trumps vegna aðskilnaðar foreldra, sem koma ólöglega til landsins, frá börnum sínum. Ríkin sautján lúta flest stjórn Demókrataflokksins en í hópi þeirra sem standa að lögsókninni eru Washington, New York og Kalifornía. Kæra ríkjanna er á vef breska ríkisútvarpsins sögð vera fyrsta formlega tilraunin til að hnekkja hinni umdeildu aðskilnaðarstefnu bandarískra stjórnvalda fyrir dómstólum landsins. Stefnan hefur verið harðlega gagnrýnd á undanförnum vikum. Varð gagnrýnin meðal annars til þess að Bandaríkjaforseti undirritaði tilskipun sem kvað á um að aðskilnaðinum yrði hætt. Í kæru ríkjanna sautján segir hins vegar að ekkert hafi breyst við undirritunina. Vissulega hefur aðskilnaðinum verið tímabundið skotið á frest en það sé einfaldlega vegna húsnæðisskorts, eins og Vísir greindi frá á mánudag. Aðskilnaðarstefnunni hefur víða verið mótmælt, til að mynda fyrir utan Hvíta húsið í Washington DC.Vísir/gettyEnn sé verið að neita fólki um réttláta málsmeðferð, sem og réttinum á því að sækja um hæli. Í kæru ríkjanna er stefnu Bandaríkjastjórnar lýst sem „illri og ólölegri“ og að hún gangi í berhögg við það markmið ríkjanna að standa vörð um velferð barna. „Stefnan, sem og framganga ríkísstjórnarinnar, hefur valdið ríkjunum og íbúum þeirra miklum og beinum skaða,“ segir meðal annars í kærunni. Dómarar í San Diego í Kaliforníu úrskurðaði á dögunum að börn þyrftu aftur að vera komin í umsjá foreldra sinna innan 30 daga frá aðskilnaði. Þar að auki þyrftu stjórnvöld að koma börnum sem ekki hafa náð 5 ára aldri í hendur foreldra sinna innan tveggja vikna. Ríkin sem standa að stefnunni eru fyrrnefnd Washinton, New York og Kalifornía, ásamt Massachusetts, Delaware, Iowa, Illinois, Maryland, Minnesota, New Jersey, New Mexico, North Carolina, Oregon, Pennsylvania, Rhode Island, Vermont, Virginia sem og District of Columbia. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
Sautján ríki Bandaríkjanna hafa kært ríkisstjórn Donalds Trumps vegna aðskilnaðar foreldra, sem koma ólöglega til landsins, frá börnum sínum. Ríkin sautján lúta flest stjórn Demókrataflokksins en í hópi þeirra sem standa að lögsókninni eru Washington, New York og Kalifornía. Kæra ríkjanna er á vef breska ríkisútvarpsins sögð vera fyrsta formlega tilraunin til að hnekkja hinni umdeildu aðskilnaðarstefnu bandarískra stjórnvalda fyrir dómstólum landsins. Stefnan hefur verið harðlega gagnrýnd á undanförnum vikum. Varð gagnrýnin meðal annars til þess að Bandaríkjaforseti undirritaði tilskipun sem kvað á um að aðskilnaðinum yrði hætt. Í kæru ríkjanna sautján segir hins vegar að ekkert hafi breyst við undirritunina. Vissulega hefur aðskilnaðinum verið tímabundið skotið á frest en það sé einfaldlega vegna húsnæðisskorts, eins og Vísir greindi frá á mánudag. Aðskilnaðarstefnunni hefur víða verið mótmælt, til að mynda fyrir utan Hvíta húsið í Washington DC.Vísir/gettyEnn sé verið að neita fólki um réttláta málsmeðferð, sem og réttinum á því að sækja um hæli. Í kæru ríkjanna er stefnu Bandaríkjastjórnar lýst sem „illri og ólölegri“ og að hún gangi í berhögg við það markmið ríkjanna að standa vörð um velferð barna. „Stefnan, sem og framganga ríkísstjórnarinnar, hefur valdið ríkjunum og íbúum þeirra miklum og beinum skaða,“ segir meðal annars í kærunni. Dómarar í San Diego í Kaliforníu úrskurðaði á dögunum að börn þyrftu aftur að vera komin í umsjá foreldra sinna innan 30 daga frá aðskilnaði. Þar að auki þyrftu stjórnvöld að koma börnum sem ekki hafa náð 5 ára aldri í hendur foreldra sinna innan tveggja vikna. Ríkin sem standa að stefnunni eru fyrrnefnd Washinton, New York og Kalifornía, ásamt Massachusetts, Delaware, Iowa, Illinois, Maryland, Minnesota, New Jersey, New Mexico, North Carolina, Oregon, Pennsylvania, Rhode Island, Vermont, Virginia sem og District of Columbia.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05
Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26
Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35