Segja foringja í her Myanmar seka um glæpi gegn mannkyninu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júní 2018 10:15 Í skýrslunni, sem ber heitið "Við munum eyðileggja allt,“ kemur fram að hermenn hafi ofsótt Róhingja í þorpum þeirra, nauðgað þeim, pyntað og drepið. vísir/getty Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að sækja eigi foringja í her Myanmar til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu. Samtökin hafa gefið út skýrslu sem þau segja sanna glæpi hersins gegn minnihlutahópi Róhingja í Myanmar. Í skýrslunni, sem ber heitið „Við munum eyðileggja allt,“ kemur fram að hermenn hafi ofsótt Róhingja í þorpum þeirra, nauðgað þeim, pyntað og drepið. „Þjóðernishreinsunum á Róhingjum var náð með stöðugri og skipulagðri aðför að þeim þar sem her Myanmar tóku þúsundir Róhingja af lífi án dóms og laga, þar á meðal ung börn,“ segir í skýrslu Amnesty. Víðtæk og skipulögð árás gegn Róhingjum Herinn hafi beitt kynferðisofbeldi, pyntingum og brennt markaði og ræktarlönd svo Róhingjar neyddust til að flýja heimkynni sín. „Þessir glæpir jafngilda glæpum gegn mannkyninu samkvæmt alþjóðalögum, þar sem glæpirnir voru framdir sem hluti af víðtækri og skipulagðri árás gegn Róhingjum.“ Herinn í Myanmar hefur ekki brugðist við skýrslunni enn sem komið, að því er segir í frétt BBC, en hefur hingað til alltaf neitað ásökunum um þjóðernishreinsanir og að hafa beitt miklu herafli gegn Róhingjum. Um 700 þúsund Róhingjar hafa flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum.vísir/getty 700 þúsund Róhingjar flúið til Bangladess Forsaga málsins er sú að í ágúst 2017 réðust uppreisnarmenn Róhingja á nokkrar lögreglustöðvar í Rakhine-héraðinu í Myanmar. Her landsins svaraði þessum árásum af mikilli hörku í aðgerðum sem sagt var að beint væri gegn uppreisnarmönnunum. Aðgerðir hersins urðu til að þúsundir Róhingja þurftu að flýja heimili sín þar sem þorp þeirra voru brennd til grunna. Um 700 þúsund Róhingjar hafa flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum. Amnesty International segja að þau geti sannað að herinn í Myanmar hafi verið byrjaður að undirbúa árásir gegn Róhingjum áður en uppreisnarmennirnir gerðu árásir á lögregluna í ágúst í fyrra.vísir/getty Tóku meira en 400 viðtöl við gerð skýrslunnar Amnesty International segja að þau geti sannað að herinn í Myanmar hafi verið byrjaður að undirbúa árásir gegn Róhingjum áður en uppreisnarmennirnir gerðu árásir á lögregluna í ágúst í fyrra. Skýrslan er byggð á meira en 400 viðtölum sem tekin voru í Myanmar og Bangladess, gervihnattamyndum, réttarmeinafræðilegum greiningum og leynilegum herskjölum. Róhingjar eru minnihlutahópur í Myanmar og er stærsti hópur múslima í landinu. Stjórnvöld í Myanmar sjá þá sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og neita þeim um ríkisborgararétt í landinu. Þá er fyrirlitning í garð Róhingja útbreidd á meðal almennings í Myanmar. Áður en ofsóknir gegn þeim hófust bjuggu um milljón Róhingjar í Myanmar, flestir í Rakhine-héraði. Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00 Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25 Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að sækja eigi foringja í her Myanmar til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu. Samtökin hafa gefið út skýrslu sem þau segja sanna glæpi hersins gegn minnihlutahópi Róhingja í Myanmar. Í skýrslunni, sem ber heitið „Við munum eyðileggja allt,“ kemur fram að hermenn hafi ofsótt Róhingja í þorpum þeirra, nauðgað þeim, pyntað og drepið. „Þjóðernishreinsunum á Róhingjum var náð með stöðugri og skipulagðri aðför að þeim þar sem her Myanmar tóku þúsundir Róhingja af lífi án dóms og laga, þar á meðal ung börn,“ segir í skýrslu Amnesty. Víðtæk og skipulögð árás gegn Róhingjum Herinn hafi beitt kynferðisofbeldi, pyntingum og brennt markaði og ræktarlönd svo Róhingjar neyddust til að flýja heimkynni sín. „Þessir glæpir jafngilda glæpum gegn mannkyninu samkvæmt alþjóðalögum, þar sem glæpirnir voru framdir sem hluti af víðtækri og skipulagðri árás gegn Róhingjum.“ Herinn í Myanmar hefur ekki brugðist við skýrslunni enn sem komið, að því er segir í frétt BBC, en hefur hingað til alltaf neitað ásökunum um þjóðernishreinsanir og að hafa beitt miklu herafli gegn Róhingjum. Um 700 þúsund Róhingjar hafa flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum.vísir/getty 700 þúsund Róhingjar flúið til Bangladess Forsaga málsins er sú að í ágúst 2017 réðust uppreisnarmenn Róhingja á nokkrar lögreglustöðvar í Rakhine-héraðinu í Myanmar. Her landsins svaraði þessum árásum af mikilli hörku í aðgerðum sem sagt var að beint væri gegn uppreisnarmönnunum. Aðgerðir hersins urðu til að þúsundir Róhingja þurftu að flýja heimili sín þar sem þorp þeirra voru brennd til grunna. Um 700 þúsund Róhingjar hafa flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum. Amnesty International segja að þau geti sannað að herinn í Myanmar hafi verið byrjaður að undirbúa árásir gegn Róhingjum áður en uppreisnarmennirnir gerðu árásir á lögregluna í ágúst í fyrra.vísir/getty Tóku meira en 400 viðtöl við gerð skýrslunnar Amnesty International segja að þau geti sannað að herinn í Myanmar hafi verið byrjaður að undirbúa árásir gegn Róhingjum áður en uppreisnarmennirnir gerðu árásir á lögregluna í ágúst í fyrra. Skýrslan er byggð á meira en 400 viðtölum sem tekin voru í Myanmar og Bangladess, gervihnattamyndum, réttarmeinafræðilegum greiningum og leynilegum herskjölum. Róhingjar eru minnihlutahópur í Myanmar og er stærsti hópur múslima í landinu. Stjórnvöld í Myanmar sjá þá sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og neita þeim um ríkisborgararétt í landinu. Þá er fyrirlitning í garð Róhingja útbreidd á meðal almennings í Myanmar. Áður en ofsóknir gegn þeim hófust bjuggu um milljón Róhingjar í Myanmar, flestir í Rakhine-héraði.
Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00 Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25 Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00
Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25
Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28