Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ingvar Þór Björnsson skrifar 8. apríl 2018 16:25 Úr flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess. Vísir/AFP Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. Reuters greinir frá. Nærri 700.000 Róhingjar hafa flúið Rakhine-hérað Mjanmar frá því að þjóðernishreinsanir mjanmarska hersins á þeim hófust í ágúst á síðasta ári. Flestir hafa farið til Bangladess en stjórnvöld í Mjanmar og Bangladess náðu samkomulagi í nóvember um að Róhingjar á flótta myndu snúa aftur til heimkynna sinna í Mjanmar innan tveggja ára. Stjórnvöld í Mjanmar segja að þeim sé nú óhætt að snúa til baka en staðan hefur ekki batnað að mati Sameinuðu þjóðanna. Enn hefur enginn snúið heim. Barn í Thyangkhali-flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess.Vísir/AFP Mueller, sem lauk nýverið sex daga ferðalagi um Mjanmar, segir að Róhingjar hafi ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu, lifi við mikið óöryggi og að ótækt sé fyrir fólkið að snúa aftur við núverandi aðstæður. Þá bendir hún á að eitt helsta vandamálið sé að mjanmarski stjórnarherinn hafi lagt að minnsta kosti 55 þorp þeirra í rúst. „Ég sá svæði þar sem þorp höfðu verið brennd niður og lögð í rúst. Ég hef hvorki séð né heyrt eitthvað sem bendir til þess að fólkið geti snúið til síns heima,“ sagði Mueller. Stjórnvöld í Mjanmar segja að þorpin hafi verið jöfnuð við jörðu til að rýma fyrir flóttamannabúðum. Ríkisstjórn Mjanmar hefur hafnað því að þjóðflokkurinn kallist Róhingjar og kallar þá þess í stað Bengala. Þarlend stjórnvöld líta svo á að Róhingjar séu ólöglegir innflytjendur frá Bangladess. Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. Reuters greinir frá. Nærri 700.000 Róhingjar hafa flúið Rakhine-hérað Mjanmar frá því að þjóðernishreinsanir mjanmarska hersins á þeim hófust í ágúst á síðasta ári. Flestir hafa farið til Bangladess en stjórnvöld í Mjanmar og Bangladess náðu samkomulagi í nóvember um að Róhingjar á flótta myndu snúa aftur til heimkynna sinna í Mjanmar innan tveggja ára. Stjórnvöld í Mjanmar segja að þeim sé nú óhætt að snúa til baka en staðan hefur ekki batnað að mati Sameinuðu þjóðanna. Enn hefur enginn snúið heim. Barn í Thyangkhali-flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess.Vísir/AFP Mueller, sem lauk nýverið sex daga ferðalagi um Mjanmar, segir að Róhingjar hafi ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu, lifi við mikið óöryggi og að ótækt sé fyrir fólkið að snúa aftur við núverandi aðstæður. Þá bendir hún á að eitt helsta vandamálið sé að mjanmarski stjórnarherinn hafi lagt að minnsta kosti 55 þorp þeirra í rúst. „Ég sá svæði þar sem þorp höfðu verið brennd niður og lögð í rúst. Ég hef hvorki séð né heyrt eitthvað sem bendir til þess að fólkið geti snúið til síns heima,“ sagði Mueller. Stjórnvöld í Mjanmar segja að þorpin hafi verið jöfnuð við jörðu til að rýma fyrir flóttamannabúðum. Ríkisstjórn Mjanmar hefur hafnað því að þjóðflokkurinn kallist Róhingjar og kallar þá þess í stað Bengala. Þarlend stjórnvöld líta svo á að Róhingjar séu ólöglegir innflytjendur frá Bangladess.
Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00
Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00
Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00