Erlent

Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð

Birgir Olgeirsson skrifar
Kim Jong Un þegar hann kom til Singapúr fyrr í dag.
Kim Jong Un þegar hann kom til Singapúr fyrr í dag. Vísir/Getty
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mætti til Singapúr fyrr í dag til að vera viðstaddur fund með leiðtoga Norður Kóreu, Kim Jong Un. Er vonast til að fundur þessara tveggja leiðtoga muni leiða til þess að spenna muni minnka á milli þessara ríkja og að Norður Kórea muni taka breytingum sem ríki.

Trump vonast til þess að ná samkomulagi við Kim Jon Un þess efnis að Norður Kóreumenn láti af afvopnist öllum kjarnorkuvopnum. Trump var nýkominn af fundi leiðtoga G7 ríkjanna sem fór ekki betur en svo að tolladeilur þessara ríkja hörðnuðu enn frekar.

Donald Trump þegar hann steig út úr forsetaflugvélinni í Singapúr í dag.Vísir/Getty
Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum.

Bandaríkjamenn og Norður Kóreumenn hafa varið svarnir óvinir frá miðri síðust öld, eða eftir Kóreustríðið á árunum 1950 til 1953. Leiðtogar þessara ríkja hafa aldrei hist né talast við í gegnum síma.

Eftirhermur Donald Trump og Kim Jong Un bregða á leik.Vísir/EPA


Ríkisfjölmiðill Norður Kóreu segir að leiðtogarnir muni ræða úrræði sem geta viðhaldið friði á Kóreuskaga um ókomna tíð. Fjölmiðill segir að kjarnaorkuvopn á Kóreuskaga verði rædd ásamt öðrum málefnum.

Utanríkisráðherra Norður Kóreu, Ro Yong Ho, varnarmálaráðherra ríkisins No Kwang Chol og systir Kim Jong Un, Kim Yo Jong, eru í för með leiðtoga Norður Kóreu í Singapúr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×