Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júní 2018 12:38 Mike Pompeo er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. vísir/getty Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. Þetta segir Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en yfirlýsing hans kemur rúmlega hálfum sólarhring áður en þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hittast á sögulegum fundi í Singapúr á þriðjudag. Fundurinn hefst klukkan níu að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Á vef Guardian segir að Pompeo hafi ekki farið nánar út í það hvað gæti falist í þeim griðasamningi sem Trump myndi bjóða Kim en sagði þó ljóst að samkomulagið myndi ganga lengra en loforð sem Bandaríkin gáfu Norður-Kóreu árið 2005. „Við erum tilbúnir til að gefa Norður-Kóreumönnum ákveðin loforð svo þeir geti hafið afkjarnorkuvæðingu. Vð erum tilbúnir til að fara í aðgerðir sem munu veita þeim fullvissu um að þeir geti farið í kjarnorkuafvopnun áhyggjulausir um að hún muni ekki enda illa fyrir þá,“ sagði Pompeo við blaðamenn fyrr í dag og bætti við að Bandaríkin væru tilbúin að gefa Norður-Kóreu loforð sem væru öðruvísi en áður hefði verið gert. Yfirvöld í Pyongyang sjá kjarnorkuafvopnun sem ferli sem tekið er skref fyrir skref þar sem bæði Bandaríkin og Norður-Kórea taki skref í átt að því fjarlæga lokamarkmiði sem væri alger kjarnorkuafvopnun. Trump hefur áður lýst því yfir að hann krefjist algjörrar kjarnorkuafvopnunar Norður-Kóreu þar sem yfirvöldum í Pyongyang yrði umbunað með tryggingum í öryggismálum fari þau í einhliða aðgerðir með kjarnorkuafvopnun að markmiði. Eftir því sem nær hefur dregið fundi þeirra Kim hefur forsetinn hins vegar ekki tekið jafn djúpt í árinni og gefið því undir fótinn að viðræðurnar gætu verið opnar í annan endann með fleiri samningaviðræðum í framtíðinni. Á Twitter í dag sagði Pompeo síðan að Bandaríkin stæðu föst á því að Norður-Kórea skuli fara í algjöra kjarnorkuafvopnun. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim mættur til Singapúr Trump mun lenda í Singapúr seinna í dag en fundur þeirra mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 10. júní 2018 08:48 Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53 Segist geta lesið Kim eins og opna bók á innan við einni mínútu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann muni vita innan einnar mínútu frá upphafi leiðtogafundarins með Kim Jong-un í næstu viku hvort fundurinn beri árangur. 9. júní 2018 16:17 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. Þetta segir Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en yfirlýsing hans kemur rúmlega hálfum sólarhring áður en þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hittast á sögulegum fundi í Singapúr á þriðjudag. Fundurinn hefst klukkan níu að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Á vef Guardian segir að Pompeo hafi ekki farið nánar út í það hvað gæti falist í þeim griðasamningi sem Trump myndi bjóða Kim en sagði þó ljóst að samkomulagið myndi ganga lengra en loforð sem Bandaríkin gáfu Norður-Kóreu árið 2005. „Við erum tilbúnir til að gefa Norður-Kóreumönnum ákveðin loforð svo þeir geti hafið afkjarnorkuvæðingu. Vð erum tilbúnir til að fara í aðgerðir sem munu veita þeim fullvissu um að þeir geti farið í kjarnorkuafvopnun áhyggjulausir um að hún muni ekki enda illa fyrir þá,“ sagði Pompeo við blaðamenn fyrr í dag og bætti við að Bandaríkin væru tilbúin að gefa Norður-Kóreu loforð sem væru öðruvísi en áður hefði verið gert. Yfirvöld í Pyongyang sjá kjarnorkuafvopnun sem ferli sem tekið er skref fyrir skref þar sem bæði Bandaríkin og Norður-Kórea taki skref í átt að því fjarlæga lokamarkmiði sem væri alger kjarnorkuafvopnun. Trump hefur áður lýst því yfir að hann krefjist algjörrar kjarnorkuafvopnunar Norður-Kóreu þar sem yfirvöldum í Pyongyang yrði umbunað með tryggingum í öryggismálum fari þau í einhliða aðgerðir með kjarnorkuafvopnun að markmiði. Eftir því sem nær hefur dregið fundi þeirra Kim hefur forsetinn hins vegar ekki tekið jafn djúpt í árinni og gefið því undir fótinn að viðræðurnar gætu verið opnar í annan endann með fleiri samningaviðræðum í framtíðinni. Á Twitter í dag sagði Pompeo síðan að Bandaríkin stæðu föst á því að Norður-Kórea skuli fara í algjöra kjarnorkuafvopnun.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim mættur til Singapúr Trump mun lenda í Singapúr seinna í dag en fundur þeirra mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 10. júní 2018 08:48 Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53 Segist geta lesið Kim eins og opna bók á innan við einni mínútu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann muni vita innan einnar mínútu frá upphafi leiðtogafundarins með Kim Jong-un í næstu viku hvort fundurinn beri árangur. 9. júní 2018 16:17 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Kim mættur til Singapúr Trump mun lenda í Singapúr seinna í dag en fundur þeirra mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 10. júní 2018 08:48
Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53
Segist geta lesið Kim eins og opna bók á innan við einni mínútu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann muni vita innan einnar mínútu frá upphafi leiðtogafundarins með Kim Jong-un í næstu viku hvort fundurinn beri árangur. 9. júní 2018 16:17