Íslenski boltinn

Ískalt í toppsæti Pepsi deildar karla í fótbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fagna Valsmenn í Eyjum í kvöld?
Fagna Valsmenn í Eyjum í kvöld? vísir/anton

Valsmenn komust í efsta sæti Pepsi-deildar karla í síðustu umferð og heimsækja Eyjamenn í kvöld þegar 9. umferðina fer af stað. Þá kemur í ljós hvort Hlíðarendapiltar ná að breyta skelfilegu gengi toppliðanna í síðustu umferðum.

Topplið Pepsi-deildar karla í fótbolta hafa verið allt annað en sannfærandi í síðustu umferðum og engin breyting var á því í áttundu umferðinni.

Grindvíkingar töpuðu þá á heimavelli á móti Breiðabliki og misstu toppsætið frá sér.

Þetta var jafnframt þriðja umferðin í röð þar sem topplið deildarinnar tapar og fimmta umferð deildarinnar í röð þar sem toppliðið nær ekki að vinna sinn leik.

Toppliðin eru þar með aðeins búin að ná í tvö stig samtals í síðustu fimm umferðum.

Síðasta topplið til að standa undir nafni og vinna sinn leik var lið Breiðabliks sem vann 1-0 sigur á Keflavík í 3. umferð.

Blikar náðu góðu forskoti með sigri í fyrstu þremur umferðunum og héldu síðan toppsætinu þrátt fyrir að ná aðeins í tvö stig í næstu þremur umferðum. Þeir misstu toppsætið loksins til Grindvíkinga en hefndu fyrir það með sigri í Grindavík í næsta leik á eftir.

Leikur ÍBV og Vals hefst klukkan 18.00 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum en Breiðabliks fær síðan Fylki í heimsókn klukkan 19.15.


Gengi toppliðanna í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar:

9. umferð (topplið eftir 8. umferð)
Valur - mætir ÍBV á útivelli í kvöld

8. umferð (topplið eftir 7. umferð)
Grindavík - tap á heimavelli (2-0 á móti Breiðabliki)  0 STIG

7. umferð (topplið eftir eftir 6. umferð)
Breiðablik - tap á heimavelli (1-0 á móti Stjörnunni)  0 STIG

6. umferð (topplið eftir eftir 5. umferð)
Breiðablik - tap á útivelli (2-1 á móti Val)  0 STIG

5. umferð (topplið eftir eftir 4. umferð)
Breiðablik - jafntefli á heimavelli (0-0 á móti Víkingi)  1 STIG

4. umferð (topplið eftir eftir 3. umferð)
Breiðablik - jafntefli á heimavelli (1-1 á móti KR)  1 STIG

3. umferð (topplið eftir eftir 2. umferð)
Breiðablik - sigur á heimavelli (1-0 sigur á Keflavík)  3 STIG

2. umferð (topplið eftir eftir 1. umferð)
Breiðablik - sigur á útivelli (3-1 sigur á FH)  3 STIGAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.