Enski boltinn

Martial vill yfirgefa United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Anthony Martial vill fara frá þeim rauðklæddu.
Anthony Martial vill fara frá þeim rauðklæddu. vísir/getty

Anthony Martial, framherji Manchester United, hefur ákveðið það að hann vilji yfirgefa félagið en þetta kemur fram í máli umboðsmanns Frakkans.

Philippe Lamboley, umboðsmaður Frakkans, hefur tjáð frönskum miðlum að United vilji ekki sleppa Martial en United og Martial hafa þó ekki náð saman um nýjan samning.

Tottenham er sagt hafa mikinn áhuga á að klófesta hinn fljóta Martial en Lamboley tekur það skýrt fram að United þurfi að gefa Martial leyfi á að fara.

„Eftir að hafa hugsað út í alla hugsanlega möguleika þá vill Anthony yfirgefa United. Anthony mun útskýra það betur síðar,” sagi umbinn.

„Man. Utd vill framlengja við Martial og vill ekki leyfa honum að fara en við höfum ekki komist að samkomulagi og viðræðurnar hafa staðið yfir í nokkra mánuði.”

„Ég held að þegar lið eins og United á í hlut, eitt stærsta félag í heimi, og það er ekki komist að samkomulagi í átta mánuði þá er það vegna þess að þeim finnst hann ekki mikilvægur í liðinu og því er þetta okkar niðurstaða.”Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.