Erlent

Vopnahlé í Níkaragva

Andri Eysteinsson skrifar
Mótmælendum hefur verið skipað að leggja niður vopn.
Mótmælendum hefur verið skipað að leggja niður vopn. Vísir/EPA
Ríkisstjórn Níkaragva hefur samið um vopnahlé við stríðandi fylkingar í landinu en frá þessu greinir BBC.Átök hafa geisað í Mið-Ameríkuríkinu Níkaragva síðan að ríkisstjórn Daniels Ortega setti fram í apríl, tillögur um að skerða eftirlaun og minnka framlög til velferðarmála í landinu. Þrátt fyrir að tillögurnar hafi verið dregnar til baka hefur ríkisstjórninni verið harðlega mótmælt.Mótmælin þróuðust í átök milli mótmælenda og lögreglu og hafa nú 170 manns látist í mótmælunum á undanförnum vikum. Rómversk-kaþólska kirkjan hafði því milligöngu um að friða hinar stríðandi fylkingar og kom af stað samningaviðræðum sem nú hafa borið árangur.Í yfirlýsingu segja fulltrúar ríkisstjórnarinnar, mótmælenda og biskupar kaþólsku kirkjunnar að vopnahlé skuli tafarlaust taka gildi og að öll dauðsföll undanfarinnar vikna verði rannsökuð. Skrifað var undir samkomulag þess efnis í höfuðborg ríkisins, Managua.Aðgerðasinnar og verkalýðsleiðtogar hafa sakað Ortega um að kúga þjóð sína og hafa kallað eftir afsögn hans.Mannúðarsamtökin IACHR, sendu fulltrúa sína til að fylgjast með mótmælum í landinu og skýrslu þeirra greina þeir frá harðræði lögreglumanna og fleiri brotum á mannréttindum.Utanríkisráðuneyti Níkaragva hafnar niðurstöðum skýrslunnar og segir skýrsluna vera hlutdræga. 

Sakaður um einræðistilburði

Daniel Ortega sem hefur verið forseti síðan 2007 var einn af þeim sem áttu hlut í því þegar einræðisherranum Anastasio Somoza var steypt af stóli árið 1979 hefur enn sem komið er ekki sýnt nokkurn áhuga á að stíga til hliðar vegna málsins. Andstæðingar forsetans hafa sakað hann og varaforseta hans, Rosario Murillo sem einnig er eiginkona Ortega um að sýna einræðistilburði.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.