Íranir ætla að auka getuna til að auðga úran Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2018 07:45 Æjatolla Khamenei þvertekur fyrir að semja um eldflaugaáætlun Írans eins og Bandaríkjastjórn vill. Hann hefur skipað fyrir um frekari þróun kjarnorku. Vísir/EPA Stjórnvöld í Teheran ætla að tilkynna kjarnorkueftirlitsstofnun Sameinuðu þjóðanna í dag að þau ætli að auka getu sína til að auðga úran ef kjarnorkusamningur þeirra og heimsveldanna fellur um sjálfan sig. Örlög kjarnorkusamningsins sem gerður var árið 2015 er óljós eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró land sitt út úr honum í síðasta mánuði. Evrópskir leiðtogar reyndu að fá Bandaríkjaforseta ofan af þeirri ákvörðun án árangurs en ekki er ljóst hvort að þeir geti einir haldið lífi í samningnum. Markmið samningsins var að koma í veg fyrir að írönsk stjórnvöld þróuðu kjarnavopn. Á móti afléttu heimsveldin refsiaðgerðum sem höfðu sligað efnahag Írans um árabil. Bandaríkin tilkynntu að þau myndu aftur leggja refsiaðgerðir á Íran eftir að Trump sagði skilið við samninginn.Breska ríkisútvarpið BBC segir að æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hafi skipað fyrir um að undirbúningur fyrir auðgun úrans verði hafinn ef samningurinn fer algerlega út um þúfur. Kjarnorkustofun Írans mun afhenda Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni bréf í dag þar sem henni er tilkynnt um að Íranir ætli að framleiða úranhexaflúor sem er nauðsynlegt fyrir auðgunina. Írönsk stjórnvöld eru sögð krefjast þess að Evrópuríkin verji olíuútflutning sinn fyrir refsiaðgerðum Bandaríkjanna, evrópskir bankar verji viðskipti við Íran og að Bretar, Frakkar og Þjóðverjir reyni ekki að semja um eldflaugaáætlun Írana og umsvif þeirra í heimshlutanum eins og bandarísk stjórnvöld vilja. Tengdar fréttir Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. 14. maí 2018 06:22 Hótar að bregðast tífalt við öllum árásum Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, segir að ríkið muni aldrei hætta eldflaugaþróun sinni. 4. júní 2018 16:45 Pompeo boðar aðgerðir gegn Íran Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði í ræðu sinni aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn Íran. 21. maí 2018 14:30 Rússar og Kínverjar stórgræða á viðskiptaþvingunum gegn Íran Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. 15. maí 2018 08:04 Æðsti leiðtogi Írans hótar að endurvekja kjarnorkuáætlun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hefur lagt fram skilyrði fyrir því að viðhalda samningi um kjarnorkuáætlun landsins. 24. maí 2018 09:44 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Stjórnvöld í Teheran ætla að tilkynna kjarnorkueftirlitsstofnun Sameinuðu þjóðanna í dag að þau ætli að auka getu sína til að auðga úran ef kjarnorkusamningur þeirra og heimsveldanna fellur um sjálfan sig. Örlög kjarnorkusamningsins sem gerður var árið 2015 er óljós eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró land sitt út úr honum í síðasta mánuði. Evrópskir leiðtogar reyndu að fá Bandaríkjaforseta ofan af þeirri ákvörðun án árangurs en ekki er ljóst hvort að þeir geti einir haldið lífi í samningnum. Markmið samningsins var að koma í veg fyrir að írönsk stjórnvöld þróuðu kjarnavopn. Á móti afléttu heimsveldin refsiaðgerðum sem höfðu sligað efnahag Írans um árabil. Bandaríkin tilkynntu að þau myndu aftur leggja refsiaðgerðir á Íran eftir að Trump sagði skilið við samninginn.Breska ríkisútvarpið BBC segir að æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hafi skipað fyrir um að undirbúningur fyrir auðgun úrans verði hafinn ef samningurinn fer algerlega út um þúfur. Kjarnorkustofun Írans mun afhenda Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni bréf í dag þar sem henni er tilkynnt um að Íranir ætli að framleiða úranhexaflúor sem er nauðsynlegt fyrir auðgunina. Írönsk stjórnvöld eru sögð krefjast þess að Evrópuríkin verji olíuútflutning sinn fyrir refsiaðgerðum Bandaríkjanna, evrópskir bankar verji viðskipti við Íran og að Bretar, Frakkar og Þjóðverjir reyni ekki að semja um eldflaugaáætlun Írana og umsvif þeirra í heimshlutanum eins og bandarísk stjórnvöld vilja.
Tengdar fréttir Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. 14. maí 2018 06:22 Hótar að bregðast tífalt við öllum árásum Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, segir að ríkið muni aldrei hætta eldflaugaþróun sinni. 4. júní 2018 16:45 Pompeo boðar aðgerðir gegn Íran Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði í ræðu sinni aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn Íran. 21. maí 2018 14:30 Rússar og Kínverjar stórgræða á viðskiptaþvingunum gegn Íran Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. 15. maí 2018 08:04 Æðsti leiðtogi Írans hótar að endurvekja kjarnorkuáætlun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hefur lagt fram skilyrði fyrir því að viðhalda samningi um kjarnorkuáætlun landsins. 24. maí 2018 09:44 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. 14. maí 2018 06:22
Hótar að bregðast tífalt við öllum árásum Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, segir að ríkið muni aldrei hætta eldflaugaþróun sinni. 4. júní 2018 16:45
Pompeo boðar aðgerðir gegn Íran Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði í ræðu sinni aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn Íran. 21. maí 2018 14:30
Rússar og Kínverjar stórgræða á viðskiptaþvingunum gegn Íran Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. 15. maí 2018 08:04
Æðsti leiðtogi Írans hótar að endurvekja kjarnorkuáætlun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hefur lagt fram skilyrði fyrir því að viðhalda samningi um kjarnorkuáætlun landsins. 24. maí 2018 09:44
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent