Erlent

Íranir ætla að auka getuna til að auðga úran

Kjartan Kjartansson skrifar
Æjatolla Khamenei þvertekur fyrir að semja um eldflaugaáætlun Írans eins og Bandaríkjastjórn vill. Hann hefur skipað fyrir um frekari þróun kjarnorku.
Æjatolla Khamenei þvertekur fyrir að semja um eldflaugaáætlun Írans eins og Bandaríkjastjórn vill. Hann hefur skipað fyrir um frekari þróun kjarnorku. Vísir/EPA
Stjórnvöld í Teheran ætla að tilkynna kjarnorkueftirlitsstofnun Sameinuðu þjóðanna í dag að þau ætli að auka getu sína til að auðga úran ef kjarnorkusamningur þeirra og heimsveldanna fellur um sjálfan sig.Örlög kjarnorkusamningsins sem gerður var árið 2015 er óljós eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró land sitt út úr honum í síðasta mánuði. Evrópskir leiðtogar reyndu að fá Bandaríkjaforseta ofan af þeirri ákvörðun án árangurs en ekki er ljóst hvort að þeir geti einir haldið lífi í samningnum.Markmið samningsins var að koma í veg fyrir að írönsk stjórnvöld þróuðu kjarnavopn. Á móti afléttu heimsveldin refsiaðgerðum sem höfðu sligað efnahag Írans um árabil. Bandaríkin tilkynntu að þau myndu aftur leggja refsiaðgerðir á Íran eftir að Trump sagði skilið við samninginn.Breska ríkisútvarpið BBC segir að æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hafi skipað fyrir um að undirbúningur fyrir auðgun úrans verði hafinn ef samningurinn fer algerlega út um þúfur. Kjarnorkustofun Írans mun afhenda Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni bréf í dag þar sem henni er tilkynnt um að Íranir ætli að framleiða úranhexaflúor sem er nauðsynlegt fyrir auðgunina.Írönsk stjórnvöld eru sögð krefjast þess að Evrópuríkin verji olíuútflutning sinn fyrir refsiaðgerðum Bandaríkjanna, evrópskir bankar verji viðskipti við Íran og að Bretar, Frakkar og Þjóðverjir reyni ekki að semja um eldflaugaáætlun Írana og umsvif þeirra í heimshlutanum eins og bandarísk stjórnvöld vilja.


Tengdar fréttir

Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum

Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið.

Pompeo boðar aðgerðir gegn Íran

Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði í ræðu sinni aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn Íran.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.