Íranir ætla að auka getuna til að auðga úran Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2018 07:45 Æjatolla Khamenei þvertekur fyrir að semja um eldflaugaáætlun Írans eins og Bandaríkjastjórn vill. Hann hefur skipað fyrir um frekari þróun kjarnorku. Vísir/EPA Stjórnvöld í Teheran ætla að tilkynna kjarnorkueftirlitsstofnun Sameinuðu þjóðanna í dag að þau ætli að auka getu sína til að auðga úran ef kjarnorkusamningur þeirra og heimsveldanna fellur um sjálfan sig. Örlög kjarnorkusamningsins sem gerður var árið 2015 er óljós eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró land sitt út úr honum í síðasta mánuði. Evrópskir leiðtogar reyndu að fá Bandaríkjaforseta ofan af þeirri ákvörðun án árangurs en ekki er ljóst hvort að þeir geti einir haldið lífi í samningnum. Markmið samningsins var að koma í veg fyrir að írönsk stjórnvöld þróuðu kjarnavopn. Á móti afléttu heimsveldin refsiaðgerðum sem höfðu sligað efnahag Írans um árabil. Bandaríkin tilkynntu að þau myndu aftur leggja refsiaðgerðir á Íran eftir að Trump sagði skilið við samninginn.Breska ríkisútvarpið BBC segir að æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hafi skipað fyrir um að undirbúningur fyrir auðgun úrans verði hafinn ef samningurinn fer algerlega út um þúfur. Kjarnorkustofun Írans mun afhenda Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni bréf í dag þar sem henni er tilkynnt um að Íranir ætli að framleiða úranhexaflúor sem er nauðsynlegt fyrir auðgunina. Írönsk stjórnvöld eru sögð krefjast þess að Evrópuríkin verji olíuútflutning sinn fyrir refsiaðgerðum Bandaríkjanna, evrópskir bankar verji viðskipti við Íran og að Bretar, Frakkar og Þjóðverjir reyni ekki að semja um eldflaugaáætlun Írana og umsvif þeirra í heimshlutanum eins og bandarísk stjórnvöld vilja. Tengdar fréttir Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. 14. maí 2018 06:22 Hótar að bregðast tífalt við öllum árásum Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, segir að ríkið muni aldrei hætta eldflaugaþróun sinni. 4. júní 2018 16:45 Pompeo boðar aðgerðir gegn Íran Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði í ræðu sinni aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn Íran. 21. maí 2018 14:30 Rússar og Kínverjar stórgræða á viðskiptaþvingunum gegn Íran Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. 15. maí 2018 08:04 Æðsti leiðtogi Írans hótar að endurvekja kjarnorkuáætlun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hefur lagt fram skilyrði fyrir því að viðhalda samningi um kjarnorkuáætlun landsins. 24. maí 2018 09:44 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fleiri fréttir Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Sjá meira
Stjórnvöld í Teheran ætla að tilkynna kjarnorkueftirlitsstofnun Sameinuðu þjóðanna í dag að þau ætli að auka getu sína til að auðga úran ef kjarnorkusamningur þeirra og heimsveldanna fellur um sjálfan sig. Örlög kjarnorkusamningsins sem gerður var árið 2015 er óljós eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró land sitt út úr honum í síðasta mánuði. Evrópskir leiðtogar reyndu að fá Bandaríkjaforseta ofan af þeirri ákvörðun án árangurs en ekki er ljóst hvort að þeir geti einir haldið lífi í samningnum. Markmið samningsins var að koma í veg fyrir að írönsk stjórnvöld þróuðu kjarnavopn. Á móti afléttu heimsveldin refsiaðgerðum sem höfðu sligað efnahag Írans um árabil. Bandaríkin tilkynntu að þau myndu aftur leggja refsiaðgerðir á Íran eftir að Trump sagði skilið við samninginn.Breska ríkisútvarpið BBC segir að æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hafi skipað fyrir um að undirbúningur fyrir auðgun úrans verði hafinn ef samningurinn fer algerlega út um þúfur. Kjarnorkustofun Írans mun afhenda Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni bréf í dag þar sem henni er tilkynnt um að Íranir ætli að framleiða úranhexaflúor sem er nauðsynlegt fyrir auðgunina. Írönsk stjórnvöld eru sögð krefjast þess að Evrópuríkin verji olíuútflutning sinn fyrir refsiaðgerðum Bandaríkjanna, evrópskir bankar verji viðskipti við Íran og að Bretar, Frakkar og Þjóðverjir reyni ekki að semja um eldflaugaáætlun Írana og umsvif þeirra í heimshlutanum eins og bandarísk stjórnvöld vilja.
Tengdar fréttir Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. 14. maí 2018 06:22 Hótar að bregðast tífalt við öllum árásum Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, segir að ríkið muni aldrei hætta eldflaugaþróun sinni. 4. júní 2018 16:45 Pompeo boðar aðgerðir gegn Íran Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði í ræðu sinni aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn Íran. 21. maí 2018 14:30 Rússar og Kínverjar stórgræða á viðskiptaþvingunum gegn Íran Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. 15. maí 2018 08:04 Æðsti leiðtogi Írans hótar að endurvekja kjarnorkuáætlun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hefur lagt fram skilyrði fyrir því að viðhalda samningi um kjarnorkuáætlun landsins. 24. maí 2018 09:44 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fleiri fréttir Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Sjá meira
Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. 14. maí 2018 06:22
Hótar að bregðast tífalt við öllum árásum Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, segir að ríkið muni aldrei hætta eldflaugaþróun sinni. 4. júní 2018 16:45
Pompeo boðar aðgerðir gegn Íran Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði í ræðu sinni aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn Íran. 21. maí 2018 14:30
Rússar og Kínverjar stórgræða á viðskiptaþvingunum gegn Íran Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. 15. maí 2018 08:04
Æðsti leiðtogi Írans hótar að endurvekja kjarnorkuáætlun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hefur lagt fram skilyrði fyrir því að viðhalda samningi um kjarnorkuáætlun landsins. 24. maí 2018 09:44