Erlent

Æðsti leiðtogi Írans hótar að endurvekja kjarnorkuáætlun

Ayatollah Ali Khamenei er æðsti leiðtogi Írans og trúarlegur leiðtogi milljóna sjía-múslima
Ayatollah Ali Khamenei er æðsti leiðtogi Írans og trúarlegur leiðtogi milljóna sjía-múslima

Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hefur lagt fram skilyrði fyrir því að viðhalda samningi um kjarnorkuáætlun landsins. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar hafa lagt ríka áherslu á að samningurinn haldi gildi sínu þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi neitað að virða hann.

Í yfirlýsingu sem Khamenei sendi frá sér í gærkvöld sagðist hann ekki vilja efna til átaka við Evrópuríkin en hann treysti þeim heldur ekki. Hann krefst þess að ekki verði gerðar neinar breytingar á orðalagi samkomulagsins hvað varðar eldflaugaáætlun Írans og íhlutun þeirra í átök í Miðausturlöndum.

Þá verði Evrópuríkin að tryggja Írönum aðgengi að alþjóðamörkuðum og kaupa meiri olíu til að bæta upp fyrir viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna. Að öðrum kosti muni Íran endurvekja kjarnorkuáætlun sína.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.