Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2018 06:22 John Bolton hefur talaði opinskátt um áhuga sinn á því að ráðast inn í Íran. Vísir/Getty Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að stunda viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. Helstu ráðgjafar Bandaríkjaforseta hafa gefið í skyn að stjórnvöld í Washington muni halda áfram að þrýsta á bandamenn sína um að fylgja sér úr samningnum. Öll fastaríki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og Evrópusambandið, komu að samkomulaginu um kjarnorkuáætlun Írans sem var undirritað fyrir þremur árum. Samkvæmt því átti að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því að Íranir sýndu og sönnuðu að þeir hygðust ekki þróa kjarnavopn.Fjölmörg evrópsk stórfyrirtæki hafa gert samninga fyrir tugmilljarða bandaríkjadala í Íran frá því að viðskiptaþvingununum var aflétt árið 2015. Má þar meðal annars nefna flugvélaframleiðandann Airbus, olíurisann Total og bílaframleiðendurna Renault, Peugeot og Volkswagen. John Bolton, helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í öryggismálum, áætlaði í samtali við bandaríska fjölmiðla í gærkvöld að Evrópumenn muni „fljótlega átta sig á því að það er þeim fyrir bestu að fylgja okkur.“Sjá einnig: Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við ÍranAðspurður hvort að orð hans þýddu að ríkisstjórn Trump íhugaði að setja viðskiptaþvinganir á þessi evrópsku fyrirtæki svaraði Bolton: „Það er mögulegt. Það ræðst af framgöngu annarra stjórnvalda.“ Viðskiptaþvinganirnar sem Bandaríkin settu á Íran eftir að þau sögðu sig úr kjarnorkusamningnum í síðustu viku eru víðtækar. Til að mynda geta bandarísk fyrirtæki ekki lengur stundað viðskipti í Íran og þá hefur þarlendum fyrirtækjum verið meinaður aðgangur að gjörvöllu fjármálakerfi Bandaríkjanna. Utanríkisráðherrann Mike Pompeo sagði að sama skapi í samtali við fjölmiðla í gær að kjarnorkusamningurinn hafi gert Írönum kleift að fjármagna „hættulega starfsemi“ sína á undanförnum árum. Það er sama orðalag og Steve Mnuchin fjármálaráðherra notaði þegar hann kynnti nýju viðskiptaþvinganirnar á föstudag. Pompeo, rétt eins og Bolton, neitaði að útiloka viðskiptaþvinganir gegn evrópskum fyrirtækjum. Leiðtogar í Evrópu hafa gagnrýnt útgöngu Bandaríkjanna úr samningnum harðlega á síðustu dögum og hafa jafnframt heitið því að standa við skuldbindingar sínar. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að stunda viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. Helstu ráðgjafar Bandaríkjaforseta hafa gefið í skyn að stjórnvöld í Washington muni halda áfram að þrýsta á bandamenn sína um að fylgja sér úr samningnum. Öll fastaríki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og Evrópusambandið, komu að samkomulaginu um kjarnorkuáætlun Írans sem var undirritað fyrir þremur árum. Samkvæmt því átti að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því að Íranir sýndu og sönnuðu að þeir hygðust ekki þróa kjarnavopn.Fjölmörg evrópsk stórfyrirtæki hafa gert samninga fyrir tugmilljarða bandaríkjadala í Íran frá því að viðskiptaþvingununum var aflétt árið 2015. Má þar meðal annars nefna flugvélaframleiðandann Airbus, olíurisann Total og bílaframleiðendurna Renault, Peugeot og Volkswagen. John Bolton, helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í öryggismálum, áætlaði í samtali við bandaríska fjölmiðla í gærkvöld að Evrópumenn muni „fljótlega átta sig á því að það er þeim fyrir bestu að fylgja okkur.“Sjá einnig: Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við ÍranAðspurður hvort að orð hans þýddu að ríkisstjórn Trump íhugaði að setja viðskiptaþvinganir á þessi evrópsku fyrirtæki svaraði Bolton: „Það er mögulegt. Það ræðst af framgöngu annarra stjórnvalda.“ Viðskiptaþvinganirnar sem Bandaríkin settu á Íran eftir að þau sögðu sig úr kjarnorkusamningnum í síðustu viku eru víðtækar. Til að mynda geta bandarísk fyrirtæki ekki lengur stundað viðskipti í Íran og þá hefur þarlendum fyrirtækjum verið meinaður aðgangur að gjörvöllu fjármálakerfi Bandaríkjanna. Utanríkisráðherrann Mike Pompeo sagði að sama skapi í samtali við fjölmiðla í gær að kjarnorkusamningurinn hafi gert Írönum kleift að fjármagna „hættulega starfsemi“ sína á undanförnum árum. Það er sama orðalag og Steve Mnuchin fjármálaráðherra notaði þegar hann kynnti nýju viðskiptaþvinganirnar á föstudag. Pompeo, rétt eins og Bolton, neitaði að útiloka viðskiptaþvinganir gegn evrópskum fyrirtækjum. Leiðtogar í Evrópu hafa gagnrýnt útgöngu Bandaríkjanna úr samningnum harðlega á síðustu dögum og hafa jafnframt heitið því að standa við skuldbindingar sínar.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29
Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06
Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54