Ráðuneytið stendur við bakið á umdeildum sendiherra Samúel Karl Ólason skrifar 6. júní 2018 12:00 Heather Nauert, talskona Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Vísir/GETTY Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir nýjan og umdeildan sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hafa rétt á málfrelsi. Richard Grenell, sem skipaður var í embætti sitt af Donald Trump, forseta, í maí, sagði í viðtali við Breitbart nýverið að hann vildi efla hægri sinnaðar andófshreyfingar í Þýskalandi og í Evrópu. Ummæli hans féllu í grýttan jarðveg í Þýskalandi og hafa yfirvöld þar beðið ríkisstjórn Bandaríkjanna um að útskýra ummælin. Þá hafa þýskir þingmenn kallað eftir því að honum verði vikið úr starfi. Heather Nauert, talskona Utanríkisráðuneytisins, segir þó að sendiherrar hafi rétt á því að tjá skoðanir sínar. „Höfum við, sem Bandaríkjamenn, ekki rétt til málfrelsis?“ er haft eftir henni á vef Reuters.Í áðurnefndu viðtali sagði Grenell að hann vildi „algerlega efla aðra íhaldsmenn í Evrópu, aðra leiðtoga. Ég held að undiralda íhaldsstefna sé að ná fótfestu vegna misheppnaðra stefnumála vinstrisins.Þá sagði hann þetta vera spennandi tíma fyrir sig sjálfan.Sjá einnig: Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að efla íhaldsmenn í EvrópuGrenell sagði á Twitter að hann ætlaði sér ekki að styðja ákveðin stjórnmálaöfl í Evrópu. Hann stæði þó við það ummæli sín að hinn þögli meirihluti, sem hafnaði elítum og þeim bólum sem þeir lifa í, væri að vakna til lífsins í Evrópu og sagði hann að Donald Trump leiddi þann þögla meirihluta.Þegar Nauert var spurð hvort það væri stefna Utanríkisráðuneytisins að hygla máltað tiltekinna stjórnmálaflokka segði hún sendiherra mega tjá skoðanir sínar og þeir væru fulltrúar Hvíta hússins. Þá vísaði hún til tísts Grenell og sagði hann eingöngu hafa verið að benda á að tilteknum hreyfingum væri að ganga vel í Evrópu. Andreas Nick, háttsettur þýskur þingmaður í flokki Angelu Merkel, sagði Deutsche Welle að orð Grenell minntu á umræðuna í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar og sagði að Grenell þyrfti að endurskoða hlutverk sitt sem sendiherra.Nick var spurður hvort að Þýskaland ætti að vísa Grenell á brott en hann vildi ekki taka svo djúpt í árina. Það væri yfirvalda Bandaríkjanna að tilnefna sendiherra en Grenell ætti á hættu að verða algerlega áhrifalaus í Þýskalandi ef hann breytti ekki hegðun sinni. „Ef hann er ekki hér til að vera hefðbundinn sendiherra heldur til þess að vera almannatengill hins hægrisins, munum við eiga í vandræðum,“ sagði Nick. Bandaríkin Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir nýjan og umdeildan sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hafa rétt á málfrelsi. Richard Grenell, sem skipaður var í embætti sitt af Donald Trump, forseta, í maí, sagði í viðtali við Breitbart nýverið að hann vildi efla hægri sinnaðar andófshreyfingar í Þýskalandi og í Evrópu. Ummæli hans féllu í grýttan jarðveg í Þýskalandi og hafa yfirvöld þar beðið ríkisstjórn Bandaríkjanna um að útskýra ummælin. Þá hafa þýskir þingmenn kallað eftir því að honum verði vikið úr starfi. Heather Nauert, talskona Utanríkisráðuneytisins, segir þó að sendiherrar hafi rétt á því að tjá skoðanir sínar. „Höfum við, sem Bandaríkjamenn, ekki rétt til málfrelsis?“ er haft eftir henni á vef Reuters.Í áðurnefndu viðtali sagði Grenell að hann vildi „algerlega efla aðra íhaldsmenn í Evrópu, aðra leiðtoga. Ég held að undiralda íhaldsstefna sé að ná fótfestu vegna misheppnaðra stefnumála vinstrisins.Þá sagði hann þetta vera spennandi tíma fyrir sig sjálfan.Sjá einnig: Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að efla íhaldsmenn í EvrópuGrenell sagði á Twitter að hann ætlaði sér ekki að styðja ákveðin stjórnmálaöfl í Evrópu. Hann stæði þó við það ummæli sín að hinn þögli meirihluti, sem hafnaði elítum og þeim bólum sem þeir lifa í, væri að vakna til lífsins í Evrópu og sagði hann að Donald Trump leiddi þann þögla meirihluta.Þegar Nauert var spurð hvort það væri stefna Utanríkisráðuneytisins að hygla máltað tiltekinna stjórnmálaflokka segði hún sendiherra mega tjá skoðanir sínar og þeir væru fulltrúar Hvíta hússins. Þá vísaði hún til tísts Grenell og sagði hann eingöngu hafa verið að benda á að tilteknum hreyfingum væri að ganga vel í Evrópu. Andreas Nick, háttsettur þýskur þingmaður í flokki Angelu Merkel, sagði Deutsche Welle að orð Grenell minntu á umræðuna í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar og sagði að Grenell þyrfti að endurskoða hlutverk sitt sem sendiherra.Nick var spurður hvort að Þýskaland ætti að vísa Grenell á brott en hann vildi ekki taka svo djúpt í árina. Það væri yfirvalda Bandaríkjanna að tilnefna sendiherra en Grenell ætti á hættu að verða algerlega áhrifalaus í Þýskalandi ef hann breytti ekki hegðun sinni. „Ef hann er ekki hér til að vera hefðbundinn sendiherra heldur til þess að vera almannatengill hins hægrisins, munum við eiga í vandræðum,“ sagði Nick.
Bandaríkin Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira