Íslenski boltinn

Selfyssingur gafst upp og fór sjálfviljugur af velli í miðjum leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar þurfti að gera skiptingu vegna þess að einn af hans leikmönnum gekk einfaldlega útaf í miðjum liek.
Gunnar þurfti að gera skiptingu vegna þess að einn af hans leikmönnum gekk einfaldlega útaf í miðjum liek. vísir/vilhelm

Athyglisvert atvik átti sér stað í leik Hauka og Selfyssinga í Inkasso-deild karla í knattspyrnu en þegar þetta er skrifað eru Haukarnir 4-0 yfir.

Haukarnir komust yfir með marki frá Gunnari Gunnarssyni á 20. mínútu og sautján mínútum síðar tvöafaldaði Aran Nganpanya muninn.

Þá fékk Antonio Jose Espinosa Mossi nóg en þessu greinir Arnar Daði Arnarsson, fréttaritari fótbolti.net, frá á Twitter-síðu sinni. Tístið má sjá neðst í fréttinni.

„Toni Espinosa gekk af velli án þess að Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfyssinga tæki eftir því og settist á bekkinn. Gunnar reiddist í kjölfarið og setti þá Svavar Berg Jóhannson inn á,” segir svo í textalýsingu fótbolta.net.

Ekki oft sem það gerist í meistaraflokksbolta að menn gangi bara af velli, af fúsum og frálsum vilja í miðjum leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.