Íslenski boltinn

Selfyssingur gafst upp og fór sjálfviljugur af velli í miðjum leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar þurfti að gera skiptingu vegna þess að einn af hans leikmönnum gekk einfaldlega útaf í miðjum liek.
Gunnar þurfti að gera skiptingu vegna þess að einn af hans leikmönnum gekk einfaldlega útaf í miðjum liek. vísir/vilhelm
Athyglisvert atvik átti sér stað í leik Hauka og Selfyssinga í Inkasso-deild karla í knattspyrnu en þegar þetta er skrifað eru Haukarnir 4-0 yfir.

Haukarnir komust yfir með marki frá Gunnari Gunnarssyni á 20. mínútu og sautján mínútum síðar tvöafaldaði Aran Nganpanya muninn.

Þá fékk Antonio Jose Espinosa Mossi nóg en þessu greinir Arnar Daði Arnarsson, fréttaritari fótbolti.net, frá á Twitter-síðu sinni. Tístið má sjá neðst í fréttinni.

„Toni Espinosa gekk af velli án þess að Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfyssinga tæki eftir því og settist á bekkinn. Gunnar reiddist í kjölfarið og setti þá Svavar Berg Jóhannson inn á,” segir svo í textalýsingu fótbolta.net.

Ekki oft sem það gerist í meistaraflokksbolta að menn gangi bara af velli, af fúsum og frálsum vilja í miðjum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×