Trump stal senunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júní 2018 09:00 Angela Merkel ræðir við Trump, ef til vill um tollamálið. Vísir/AP Líkt og svo oft áður voru allra augu á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar hann mætti á fund leiðtoga G7-ríkjanna í bænum La Malbaie í Quebec í Kanada í gær. Undanfarnar vikur hafa Bandaríkin átt í útistöðum við Evrópusambandsríki, Mexíkó og Kanada vegna tolla sem Bandaríkin settu á ál og stál sem og mótvægisaðgerða fyrrnefndra ríkja. Á leið til fundar sagði Trump að hann myndi taka á „ósanngjörnum viðskiptaháttum“ Evrópusambandsins og Kanada. „Við munum ræða um þessa ósanngjörnu viðskiptahætti. Ef þú skoðar hvað Kanada, Mexíkó og Evrópusambandið hafa verið að gera okkur undanfarna áratugi. Við verðum að breyta því. Og þau skilja að það er að fara að gerast,“ sagði forsetinn. En tollamálin eru ekki eini ásteytingarsteinninn í samskiptum Bandaríkjanna og annarra stórvelda um þessar mundir. Langt er á milli Trumps og annarra leiðtoga G7-ríkjanna þegar kemur að kjarnorkusamningnum við Íran og loftslagsmálunum. Þá sagði Trump einnig að Rússar ættu að fá að koma aftur að borðinu. Rússum var vikið úr hópnum, sem þá kallaðist G8, árið 2014 eftir innlimun Krímskaga. Ríkin sem eftir standa eru Kanada, Bandaríkin, Ítalía, Frakkland, Japan, Þýskaland og Bretland. „Rússland ætti að vera á fundinum. Af hverju erum við að funda án Rússa? Þið vitið það, hvort sem ykkur líkar það betur eða verr, og það er kannski engin pólitísk rétthugsun fólgin í því, en við þurfum að stjórna þessari veröld. Og á vettvangi G7, sem var áður G8, hentu þau Rússum út. Þau ættu að leyfa Rússum að koma aftur inn. Rússar ættu að fá sæti við borðið,“ sagði Trump. Rússar virðast hins vegar ekki hafa eins mikinn áhuga og Trump. Dmítrí Peskov, fjölmiðlafulltrúi Rússlandsstjórnar, var áhugalítill þegar blaðamenn spurðu hann út í orð Trumps. „Við erum að einbeita okkur að öðru,“ sagði Peskov sem var í fylgd Vladímírs Pútín forseta í Kína. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Líkt og svo oft áður voru allra augu á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar hann mætti á fund leiðtoga G7-ríkjanna í bænum La Malbaie í Quebec í Kanada í gær. Undanfarnar vikur hafa Bandaríkin átt í útistöðum við Evrópusambandsríki, Mexíkó og Kanada vegna tolla sem Bandaríkin settu á ál og stál sem og mótvægisaðgerða fyrrnefndra ríkja. Á leið til fundar sagði Trump að hann myndi taka á „ósanngjörnum viðskiptaháttum“ Evrópusambandsins og Kanada. „Við munum ræða um þessa ósanngjörnu viðskiptahætti. Ef þú skoðar hvað Kanada, Mexíkó og Evrópusambandið hafa verið að gera okkur undanfarna áratugi. Við verðum að breyta því. Og þau skilja að það er að fara að gerast,“ sagði forsetinn. En tollamálin eru ekki eini ásteytingarsteinninn í samskiptum Bandaríkjanna og annarra stórvelda um þessar mundir. Langt er á milli Trumps og annarra leiðtoga G7-ríkjanna þegar kemur að kjarnorkusamningnum við Íran og loftslagsmálunum. Þá sagði Trump einnig að Rússar ættu að fá að koma aftur að borðinu. Rússum var vikið úr hópnum, sem þá kallaðist G8, árið 2014 eftir innlimun Krímskaga. Ríkin sem eftir standa eru Kanada, Bandaríkin, Ítalía, Frakkland, Japan, Þýskaland og Bretland. „Rússland ætti að vera á fundinum. Af hverju erum við að funda án Rússa? Þið vitið það, hvort sem ykkur líkar það betur eða verr, og það er kannski engin pólitísk rétthugsun fólgin í því, en við þurfum að stjórna þessari veröld. Og á vettvangi G7, sem var áður G8, hentu þau Rússum út. Þau ættu að leyfa Rússum að koma aftur inn. Rússar ættu að fá sæti við borðið,“ sagði Trump. Rússar virðast hins vegar ekki hafa eins mikinn áhuga og Trump. Dmítrí Peskov, fjölmiðlafulltrúi Rússlandsstjórnar, var áhugalítill þegar blaðamenn spurðu hann út í orð Trumps. „Við erum að einbeita okkur að öðru,“ sagði Peskov sem var í fylgd Vladímírs Pútín forseta í Kína.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira