Vísbendingar um spennu milli Assad-liða Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2018 09:45 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. Vísir/AP Flutningur rússneskra hermanna nærri landamærum Sýrlands og Líbanon hefur varpað ljósi á mögulega spennu milli bandamanna Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Hermennirnir settu upp þrjár eftirlitsstöðvar nærri landamærunum á yfirráðasvæði Hezbollah hryðjuverkasamtakanna sem studd eru af Íran. Rússarnir yfirgáfu svæðið einunis einum degi eftir að hafa komið sér fyrir þar. Hezbollah og stjórnarher Sýrlands hafa haldið bænum Qusair frá árinu 2013, þegar Hezbollah opinberaði aðkomu sína að styrjöldinni í Sýrlandi og tók bæinn af uppreisnarmönnum. Í samtali við AP fréttaveituna segir einn af yfirmönnum „Axis of Resistance“ hópanna svokölluðu að Rússar hafi sent hermennina þangað án þess að láta vita af því. Axis of Resistance hóparnir eru leiddir af Íran og innihalda Hezbollah, Íranska hermenn, stjórnarherinn og aðra vígahópa sem berjast fyrir Assad. „Það væri betra ef þeir myndu ekki snúa aftur. Þeir hafa ekkert að gera hér. Íslamska ríkið er ekki hérna eða aðrir hryðjuverkahópar. Með hverju vildu þeir fylgjast?“ Aðspurður hvort spenna hefði myndast á milli Hezbollah og Rússa neitaði hann að svara. Ísraelsher hefur verið að gera loftárásir gegn Íran og Hezbollah á svæðinu en Ísrael og Íran eru miklir andstæðingar. Á sama tíma er samband Ísrael og Rússlands mjög gott. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heimsótt Rússlands margsinnis á undanförnum tveimur árum og nú síðast í síðasta mánuði. Rússar munu hafa reynt að miðla á milli Ísrael annars vegar og Íran og Hezbollah hins vegar til að fá þá til að yfigefa svæðið nærri landamærum Ísrael. Líbanon Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Úranauðgun, kjarnorkugarðyrkja og óttinn við íranskt sveppaský Kjarnorkuáætlun Írans er aftur í fréttum en hver er saga kjarnorkuvopna og hver eru tengsl Írana við þá sögu? Það var jú upphaflega hugmynd Eisenhower Bandaríkjaforseta að kjarnorkuvæða Íran. 6. júní 2018 10:00 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Hvað er auðgað úran og hvernig gæti Íran breytt því í atómsprengju? Oft er talað um auðgað úran og skilvindur í fréttum af kjarnorkuáætlun Írans, án þess að það sé skýrt frekar. Hér er stutt og einfölduð samantekt á því hvernig auðgun úrans tengist þróun kjarnavopna. 7. júní 2018 12:30 Segir Assad ekki lengur ónæman fyrir árásum Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað. 7. júní 2018 16:45 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Flutningur rússneskra hermanna nærri landamærum Sýrlands og Líbanon hefur varpað ljósi á mögulega spennu milli bandamanna Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Hermennirnir settu upp þrjár eftirlitsstöðvar nærri landamærunum á yfirráðasvæði Hezbollah hryðjuverkasamtakanna sem studd eru af Íran. Rússarnir yfirgáfu svæðið einunis einum degi eftir að hafa komið sér fyrir þar. Hezbollah og stjórnarher Sýrlands hafa haldið bænum Qusair frá árinu 2013, þegar Hezbollah opinberaði aðkomu sína að styrjöldinni í Sýrlandi og tók bæinn af uppreisnarmönnum. Í samtali við AP fréttaveituna segir einn af yfirmönnum „Axis of Resistance“ hópanna svokölluðu að Rússar hafi sent hermennina þangað án þess að láta vita af því. Axis of Resistance hóparnir eru leiddir af Íran og innihalda Hezbollah, Íranska hermenn, stjórnarherinn og aðra vígahópa sem berjast fyrir Assad. „Það væri betra ef þeir myndu ekki snúa aftur. Þeir hafa ekkert að gera hér. Íslamska ríkið er ekki hérna eða aðrir hryðjuverkahópar. Með hverju vildu þeir fylgjast?“ Aðspurður hvort spenna hefði myndast á milli Hezbollah og Rússa neitaði hann að svara. Ísraelsher hefur verið að gera loftárásir gegn Íran og Hezbollah á svæðinu en Ísrael og Íran eru miklir andstæðingar. Á sama tíma er samband Ísrael og Rússlands mjög gott. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heimsótt Rússlands margsinnis á undanförnum tveimur árum og nú síðast í síðasta mánuði. Rússar munu hafa reynt að miðla á milli Ísrael annars vegar og Íran og Hezbollah hins vegar til að fá þá til að yfigefa svæðið nærri landamærum Ísrael.
Líbanon Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Úranauðgun, kjarnorkugarðyrkja og óttinn við íranskt sveppaský Kjarnorkuáætlun Írans er aftur í fréttum en hver er saga kjarnorkuvopna og hver eru tengsl Írana við þá sögu? Það var jú upphaflega hugmynd Eisenhower Bandaríkjaforseta að kjarnorkuvæða Íran. 6. júní 2018 10:00 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Hvað er auðgað úran og hvernig gæti Íran breytt því í atómsprengju? Oft er talað um auðgað úran og skilvindur í fréttum af kjarnorkuáætlun Írans, án þess að það sé skýrt frekar. Hér er stutt og einfölduð samantekt á því hvernig auðgun úrans tengist þróun kjarnavopna. 7. júní 2018 12:30 Segir Assad ekki lengur ónæman fyrir árásum Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað. 7. júní 2018 16:45 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Úranauðgun, kjarnorkugarðyrkja og óttinn við íranskt sveppaský Kjarnorkuáætlun Írans er aftur í fréttum en hver er saga kjarnorkuvopna og hver eru tengsl Írana við þá sögu? Það var jú upphaflega hugmynd Eisenhower Bandaríkjaforseta að kjarnorkuvæða Íran. 6. júní 2018 10:00
Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00
Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47
Hvað er auðgað úran og hvernig gæti Íran breytt því í atómsprengju? Oft er talað um auðgað úran og skilvindur í fréttum af kjarnorkuáætlun Írans, án þess að það sé skýrt frekar. Hér er stutt og einfölduð samantekt á því hvernig auðgun úrans tengist þróun kjarnavopna. 7. júní 2018 12:30
Segir Assad ekki lengur ónæman fyrir árásum Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað. 7. júní 2018 16:45