Íslenski boltinn

Dregið í átta liða úrslitin í opinni dagskrá í Mjólkurbikarmörkunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mjólkurbikarinn.
Mjólkurbikarinn. Vísir/E. Stefán
Síðustu tveir leikirnir í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins fara fram í kvöld þegar að FH tekur á móti KA í Pepsi-deildarslag og Víkingur heimsækir 2. deildar lið Kára á Akranesi.

Leikur FH og KA hefst klukkan 18.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en kl. 21.15 verða svo allir leikir 16 liða úrslitanna gerðir upp í Mjólkurbikarmörkunum.

Í lok Mjólkurbikarmarkanna verður dregið til átta liða úrslitanna í beinni útsendingu og verður drátturinn í opinni dagskrá en þátturinn opnast þegar að líða fer að drætti. Hann verður einnig í beinni á Vísi.

Óhætt er að mæla með þætti kvöldsins eftir úrslit gærkvöldsins þar sem boðið var upp á tvær framlengingar og eina vítaspyrnukeppi en Inkasso-lið Þórs lagði Pepsi-lið Fjölnis eftir vítaspyrnukeppni Grafarvoginum.

Það er svo vert að greina frá því að dregið verður í átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í beinni útsendingu á laugardaginn beint eftir útsendingu frá stórleik Þórs/KA og Stjörnunnar sem hefst klukkan 16.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×