Horfði á fréttir af eigin "morði“ úr líkhúsi Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2018 19:46 Arkady Babchenko á blaðamannafundi í dag. Vísir/AP Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko hélt blaðamannafund í dag þar sem hann varði aðgerðir leyniþjónustu Úkraínu varðandi sviðsetningu morðs hans. Fregnir bárust af því í fyrradag að Babchenko hefði verið skotinn í bakið í húsi sínu og hann hefði verið úrskurðaður látinn á leið á sjúkrahús. Degi seinna mætti hann á blaðamannafund þar sem yfirvöld Úkraínu sögðu morð hans hafa verið sviðsett til að laða þá sem ætluðu sér að koma honum fyrir kattarnef úr felum.Einn hefur verið handtekinn vegna málsins. Á blaðamannafundinum í dag sagði Babchenko að ógnin hefði svo sannarlega verið raunveruleg. Eftir að honum var tilkynnt að búið væri að leggja fé honum til höfuðs, voru hans fyrstu viðbrögð að flýja. „En síðan áttaði ég mig, hvar felur þú þig? Skripal reyndi einnig að fela sig,“ sagði Babchenko. Þess í stað ákvað hann að taka þátt í áætlun leyniþjónustu Úkraínu um að sviðsetja morð hans. Aðgerð þessi hefur verið harðlega gagnrýnd af blaðamönnum víða um heim og er hún sögð hafa dregið úr trausti á fjölmiðla og spilað upp í hendur gagnrýnenda. Hann sagði ákvörðun sína ekki hafa snúið að fölskum fréttum eða áróðri. Hann hafi eingöngu verið að hugsa um að lifa af. Á blaðamannafundinum lýsti Babchenko því hvernig sviðsetningin fór fram og sagðist hann meðal annars hafa fylgst með fréttum af „morði“ sínu frá líkhúsinu sem hann var fluttur á.Babchenko þjónaði á árum áður í her Rússlands og varð seinna einn af fremstu stríðsblaðamönnum Rússlands. Á undanförnum árum hafði hann verið mjög gagnrýninn á aðgerðir Rússlands í Úkraínu og Sýrlandi. Rússneski embættismenn höfðu fordæmt hann fyrir ummæli sín um loftárásir í Sýrlandi og árásir Rússa í garð Úkraínu. Babchenko skrifaði um hótanirnar í sinn garð í Guardian í fyrra. Þar segir hann að þingmenn hafi kallað eftir því að hann yrði fangelsaður og sviptur ríkisborgararétti sínum.Undrast gagnrýni Yfirvöld Úkraínu segja að Rússar hefðu ráðið Úkraínumann til að sjá um að Babchenko yrði ráðinn af dögum. Sá maður hefði meðal annars boðið fyrrverandi hermanni rúmar þrjár milljónir króna fyrir að myrða blaðamanninn. Hermaðurinn sá fór hins vegar til leyniþjónustu Úkraínu og lét vita af tilboðinu. Arsen Avakov, innanríkisráðherra Úkraínu, segir gagnrýnina sem beinst hafi af yfirvöldum Úkraínu koma sér verulega á óvart. „Yfirlýsingar fjölda alþjóðasamtaka, þar sem við erum sagðir hafa afvegaleitt samfélagið, koma okkur á óvart. Vilduð þið frekar að Babchenko hefði verið myrtur?“ hefur Guardian eftir Avakov.Hann sagðist telja að héðan af muni öryggisstofnanir Úkraínu ekki láta stýrast af almenningsáliti, heldur þess í stað þörfinni að tryggja frið og verja fólk gegn árásum. Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45 Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Lygileg atburðarás í Kænugarði Forsætisráðherra Úkraínu kenndi Rússum um morð á blaðamanni sem hefur gagnrýnt yfirvöld í Kreml. Rússar sögðust blásaklausir og reiddust grönnum sínum. Úkraínska leyniþjónustan sviðsetti hins vegar morðið og maðurinn birtist óvænt á blaðamannafundi. 31. maí 2018 06:00 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko hélt blaðamannafund í dag þar sem hann varði aðgerðir leyniþjónustu Úkraínu varðandi sviðsetningu morðs hans. Fregnir bárust af því í fyrradag að Babchenko hefði verið skotinn í bakið í húsi sínu og hann hefði verið úrskurðaður látinn á leið á sjúkrahús. Degi seinna mætti hann á blaðamannafund þar sem yfirvöld Úkraínu sögðu morð hans hafa verið sviðsett til að laða þá sem ætluðu sér að koma honum fyrir kattarnef úr felum.Einn hefur verið handtekinn vegna málsins. Á blaðamannafundinum í dag sagði Babchenko að ógnin hefði svo sannarlega verið raunveruleg. Eftir að honum var tilkynnt að búið væri að leggja fé honum til höfuðs, voru hans fyrstu viðbrögð að flýja. „En síðan áttaði ég mig, hvar felur þú þig? Skripal reyndi einnig að fela sig,“ sagði Babchenko. Þess í stað ákvað hann að taka þátt í áætlun leyniþjónustu Úkraínu um að sviðsetja morð hans. Aðgerð þessi hefur verið harðlega gagnrýnd af blaðamönnum víða um heim og er hún sögð hafa dregið úr trausti á fjölmiðla og spilað upp í hendur gagnrýnenda. Hann sagði ákvörðun sína ekki hafa snúið að fölskum fréttum eða áróðri. Hann hafi eingöngu verið að hugsa um að lifa af. Á blaðamannafundinum lýsti Babchenko því hvernig sviðsetningin fór fram og sagðist hann meðal annars hafa fylgst með fréttum af „morði“ sínu frá líkhúsinu sem hann var fluttur á.Babchenko þjónaði á árum áður í her Rússlands og varð seinna einn af fremstu stríðsblaðamönnum Rússlands. Á undanförnum árum hafði hann verið mjög gagnrýninn á aðgerðir Rússlands í Úkraínu og Sýrlandi. Rússneski embættismenn höfðu fordæmt hann fyrir ummæli sín um loftárásir í Sýrlandi og árásir Rússa í garð Úkraínu. Babchenko skrifaði um hótanirnar í sinn garð í Guardian í fyrra. Þar segir hann að þingmenn hafi kallað eftir því að hann yrði fangelsaður og sviptur ríkisborgararétti sínum.Undrast gagnrýni Yfirvöld Úkraínu segja að Rússar hefðu ráðið Úkraínumann til að sjá um að Babchenko yrði ráðinn af dögum. Sá maður hefði meðal annars boðið fyrrverandi hermanni rúmar þrjár milljónir króna fyrir að myrða blaðamanninn. Hermaðurinn sá fór hins vegar til leyniþjónustu Úkraínu og lét vita af tilboðinu. Arsen Avakov, innanríkisráðherra Úkraínu, segir gagnrýnina sem beinst hafi af yfirvöldum Úkraínu koma sér verulega á óvart. „Yfirlýsingar fjölda alþjóðasamtaka, þar sem við erum sagðir hafa afvegaleitt samfélagið, koma okkur á óvart. Vilduð þið frekar að Babchenko hefði verið myrtur?“ hefur Guardian eftir Avakov.Hann sagðist telja að héðan af muni öryggisstofnanir Úkraínu ekki láta stýrast af almenningsáliti, heldur þess í stað þörfinni að tryggja frið og verja fólk gegn árásum.
Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45 Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Lygileg atburðarás í Kænugarði Forsætisráðherra Úkraínu kenndi Rússum um morð á blaðamanni sem hefur gagnrýnt yfirvöld í Kreml. Rússar sögðust blásaklausir og reiddust grönnum sínum. Úkraínska leyniþjónustan sviðsetti hins vegar morðið og maðurinn birtist óvænt á blaðamannafundi. 31. maí 2018 06:00 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45
Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10
Lygileg atburðarás í Kænugarði Forsætisráðherra Úkraínu kenndi Rússum um morð á blaðamanni sem hefur gagnrýnt yfirvöld í Kreml. Rússar sögðust blásaklausir og reiddust grönnum sínum. Úkraínska leyniþjónustan sviðsetti hins vegar morðið og maðurinn birtist óvænt á blaðamannafundi. 31. maí 2018 06:00
Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05