Fjórðungur heimsbyggðarinnar of feitur árið 2045 Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. maí 2018 06:00 Offita verður æ algengari. Vísir/getty Haldi núverandi þróun í lýðheilsumálum áfram næstu árin mun tæplega fjórðungur mannkyns, eða um 22 prósent, glíma við offitu árið 2045. Það er aukning um 14 prósent frá árinu 2017. Þetta er meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sem kynnt var á ársþingi Evrópsku offitusamtakanna í gærkvöld. Rannsóknarhöfundarnir, þeir Alan Moses og Niels Lund hjá Novo Nordisk í Danmörku, benda jafnframt á að aukning sem þessi í hópi þeirra sem eru of feitir þýði að einn af hverjum átta, eða um 12 prósent heimsbyggðarinnar, muni þjást af sykursýki 2 innan þrjátíu ára. Til að koma í veg fyrir að algengi sykursýki 2 fari yfir 10 prósent árið 2045 þurfi þeim sem þjást af offitu að fækka um 25 prósent fyrir sama tíma. Rannsóknin byggir á gögnum frá öllum löndum sem skila upplýsingum í gagnagrunn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Moses og Lund horfðu til aldurs, BMI-stuðuls, algengi sykursýki 2 og báru saman við áætlanir Alþjóðasamtaka sykursjúkra. Moses og Lund benda á að átak gegn offitu og sykursýki muni litlu skila til skemmri tíma. Hér sé um langtímaverkefni að ræða. „Þessar tölur undirstrika þá yfirþyrmandi áskorun sem blasir við heimsbyggðinni með tilliti til offitu og sykursýki. Um leið og þetta fólk þarf að mæta miklum áskorunum vegna heilsu sinnar þá verður fjárhagsleg byrði fyrir heilbrigðiskerfi landanna gífurleg,“ segir Moses. Moses ítrekar að engin töfralausn sé til. Hvert og eitt land þarf að byggja aðgerðir sínar út frá félags-, umhverfis- og genaþáttum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Haldi núverandi þróun í lýðheilsumálum áfram næstu árin mun tæplega fjórðungur mannkyns, eða um 22 prósent, glíma við offitu árið 2045. Það er aukning um 14 prósent frá árinu 2017. Þetta er meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sem kynnt var á ársþingi Evrópsku offitusamtakanna í gærkvöld. Rannsóknarhöfundarnir, þeir Alan Moses og Niels Lund hjá Novo Nordisk í Danmörku, benda jafnframt á að aukning sem þessi í hópi þeirra sem eru of feitir þýði að einn af hverjum átta, eða um 12 prósent heimsbyggðarinnar, muni þjást af sykursýki 2 innan þrjátíu ára. Til að koma í veg fyrir að algengi sykursýki 2 fari yfir 10 prósent árið 2045 þurfi þeim sem þjást af offitu að fækka um 25 prósent fyrir sama tíma. Rannsóknin byggir á gögnum frá öllum löndum sem skila upplýsingum í gagnagrunn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Moses og Lund horfðu til aldurs, BMI-stuðuls, algengi sykursýki 2 og báru saman við áætlanir Alþjóðasamtaka sykursjúkra. Moses og Lund benda á að átak gegn offitu og sykursýki muni litlu skila til skemmri tíma. Hér sé um langtímaverkefni að ræða. „Þessar tölur undirstrika þá yfirþyrmandi áskorun sem blasir við heimsbyggðinni með tilliti til offitu og sykursýki. Um leið og þetta fólk þarf að mæta miklum áskorunum vegna heilsu sinnar þá verður fjárhagsleg byrði fyrir heilbrigðiskerfi landanna gífurleg,“ segir Moses. Moses ítrekar að engin töfralausn sé til. Hvert og eitt land þarf að byggja aðgerðir sínar út frá félags-, umhverfis- og genaþáttum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira