Yfirgnæfandi meirihluti Íra andvígur banni við fóstureyðingum Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2018 09:45 Niðurstaðan virðist afgerandi. Vísir/AP Fyrstu tölur í þjóðaratkvæðagreiðslunni um að fella niður bann gegn fóstureyðingum í Írlandi gefa í skyn að tillagan hafi verið samþykkt af miklum meirihluta Íra í gærkvöldi. Lög vegna fóstureyðinga í Írlandi hafa verið einhver þau ströngustu í Evrópu en útgönguspár í gærkvöldi voru flestar á þá leið að um tveir þriðju íbúa hefðu kosið að fella lögin úr gildi. Fyrstu tölur staðfesta það en talning hófst klukkan átta í morgun, að íslenskum tíma. Talsmaður þeirra sem börðust gegn niðurfellingu laganna, John McGuirk, hefur viðurkennt ósigur. Hann biður meirihlutann þó um að sýna góðvild og virðingu gagnvart fólki sem er ekki sátt við niðurstöðuna. Í yfirlýsingu frá samtökunum „Save the 8th“, sem vísar til áttunda ákvæðis stjórnarskrárinnar sem snýr að fóstureyðingum, segir að niðurstaðan sé einstaklega sorgleg og að samtökin muni berjast áfram gegn breyttum lögum um fóstureyðingar. „Það var rangt að fara í fóstureyðingu í gær og það er enn rangt í dag,“ segir í yfirlýsingunni. Sums staðar var hlutfallið þó mun hærra eins og í einu kjördæmi Dublin, þar sem fyrstu tölur voru á þá leið að 81,2 prósent kjósenda kusu að fella lögin úr gildi gegn 18,8 prósentum sem vildu það ekki. Útgönguspá Irish Times frá því í gærkvöldi benti til þess að 87 prósent fólks á aldrinum 18 til 24 ára vildi fella lögin niður. Í einu kjördæmi vildu 90 prósent kjósenda fella lögin niður eftir fyrstu talningu. Ef Írar hafa í raun kosið með breytingum er búist við því að fóstureyðingar verði gerðar frjálsar fram að 12. viku meðgöngu en með ákveðnum takmörkunum eftir þann tíma. Stjórnarskrárákvæðið umdeilda sem kveður á um bann við fóstureyðingum var tekið upp árið 1983 en síðan þá hafa verið gerðar ýmsar breytingar þar á. Ákvæðinu var til dæmis breytt árið 2013 í frelsisátt þannig að læknar hafa síðan þá getað framkvæmt fóstureyðingar ef líf móðurinnar var í hættu.'No' campaign spokesman accepts defeat in Ireland referendum which will allow liberalisation of abortion law https://t.co/urPAqRybLz pic.twitter.com/Sq6D6x1xNK— BBC Breaking News (@BBCBreaking) May 26, 2018 Tengdar fréttir Útlit fyrir að bann við fóstureyðingum verði afnumið Samkvæmt útgönguspám verður breytingin á stjórnarskrá landsins samþykkt með 69,4% atkvæða en 32,6% eru andvígir breytingunum. 25. maí 2018 23:38 Kjósa um breytingu sem myndi heimila fóstureyðingar Kjörstaðir loka klukkan tíu í kvöld. 25. maí 2018 21:00 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Sjá meira
Fyrstu tölur í þjóðaratkvæðagreiðslunni um að fella niður bann gegn fóstureyðingum í Írlandi gefa í skyn að tillagan hafi verið samþykkt af miklum meirihluta Íra í gærkvöldi. Lög vegna fóstureyðinga í Írlandi hafa verið einhver þau ströngustu í Evrópu en útgönguspár í gærkvöldi voru flestar á þá leið að um tveir þriðju íbúa hefðu kosið að fella lögin úr gildi. Fyrstu tölur staðfesta það en talning hófst klukkan átta í morgun, að íslenskum tíma. Talsmaður þeirra sem börðust gegn niðurfellingu laganna, John McGuirk, hefur viðurkennt ósigur. Hann biður meirihlutann þó um að sýna góðvild og virðingu gagnvart fólki sem er ekki sátt við niðurstöðuna. Í yfirlýsingu frá samtökunum „Save the 8th“, sem vísar til áttunda ákvæðis stjórnarskrárinnar sem snýr að fóstureyðingum, segir að niðurstaðan sé einstaklega sorgleg og að samtökin muni berjast áfram gegn breyttum lögum um fóstureyðingar. „Það var rangt að fara í fóstureyðingu í gær og það er enn rangt í dag,“ segir í yfirlýsingunni. Sums staðar var hlutfallið þó mun hærra eins og í einu kjördæmi Dublin, þar sem fyrstu tölur voru á þá leið að 81,2 prósent kjósenda kusu að fella lögin úr gildi gegn 18,8 prósentum sem vildu það ekki. Útgönguspá Irish Times frá því í gærkvöldi benti til þess að 87 prósent fólks á aldrinum 18 til 24 ára vildi fella lögin niður. Í einu kjördæmi vildu 90 prósent kjósenda fella lögin niður eftir fyrstu talningu. Ef Írar hafa í raun kosið með breytingum er búist við því að fóstureyðingar verði gerðar frjálsar fram að 12. viku meðgöngu en með ákveðnum takmörkunum eftir þann tíma. Stjórnarskrárákvæðið umdeilda sem kveður á um bann við fóstureyðingum var tekið upp árið 1983 en síðan þá hafa verið gerðar ýmsar breytingar þar á. Ákvæðinu var til dæmis breytt árið 2013 í frelsisátt þannig að læknar hafa síðan þá getað framkvæmt fóstureyðingar ef líf móðurinnar var í hættu.'No' campaign spokesman accepts defeat in Ireland referendum which will allow liberalisation of abortion law https://t.co/urPAqRybLz pic.twitter.com/Sq6D6x1xNK— BBC Breaking News (@BBCBreaking) May 26, 2018
Tengdar fréttir Útlit fyrir að bann við fóstureyðingum verði afnumið Samkvæmt útgönguspám verður breytingin á stjórnarskrá landsins samþykkt með 69,4% atkvæða en 32,6% eru andvígir breytingunum. 25. maí 2018 23:38 Kjósa um breytingu sem myndi heimila fóstureyðingar Kjörstaðir loka klukkan tíu í kvöld. 25. maí 2018 21:00 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Sjá meira
Útlit fyrir að bann við fóstureyðingum verði afnumið Samkvæmt útgönguspám verður breytingin á stjórnarskrá landsins samþykkt með 69,4% atkvæða en 32,6% eru andvígir breytingunum. 25. maí 2018 23:38
Kjósa um breytingu sem myndi heimila fóstureyðingar Kjörstaðir loka klukkan tíu í kvöld. 25. maí 2018 21:00