Yfirgnæfandi meirihluti Íra andvígur banni við fóstureyðingum Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2018 09:45 Niðurstaðan virðist afgerandi. Vísir/AP Fyrstu tölur í þjóðaratkvæðagreiðslunni um að fella niður bann gegn fóstureyðingum í Írlandi gefa í skyn að tillagan hafi verið samþykkt af miklum meirihluta Íra í gærkvöldi. Lög vegna fóstureyðinga í Írlandi hafa verið einhver þau ströngustu í Evrópu en útgönguspár í gærkvöldi voru flestar á þá leið að um tveir þriðju íbúa hefðu kosið að fella lögin úr gildi. Fyrstu tölur staðfesta það en talning hófst klukkan átta í morgun, að íslenskum tíma. Talsmaður þeirra sem börðust gegn niðurfellingu laganna, John McGuirk, hefur viðurkennt ósigur. Hann biður meirihlutann þó um að sýna góðvild og virðingu gagnvart fólki sem er ekki sátt við niðurstöðuna. Í yfirlýsingu frá samtökunum „Save the 8th“, sem vísar til áttunda ákvæðis stjórnarskrárinnar sem snýr að fóstureyðingum, segir að niðurstaðan sé einstaklega sorgleg og að samtökin muni berjast áfram gegn breyttum lögum um fóstureyðingar. „Það var rangt að fara í fóstureyðingu í gær og það er enn rangt í dag,“ segir í yfirlýsingunni. Sums staðar var hlutfallið þó mun hærra eins og í einu kjördæmi Dublin, þar sem fyrstu tölur voru á þá leið að 81,2 prósent kjósenda kusu að fella lögin úr gildi gegn 18,8 prósentum sem vildu það ekki. Útgönguspá Irish Times frá því í gærkvöldi benti til þess að 87 prósent fólks á aldrinum 18 til 24 ára vildi fella lögin niður. Í einu kjördæmi vildu 90 prósent kjósenda fella lögin niður eftir fyrstu talningu. Ef Írar hafa í raun kosið með breytingum er búist við því að fóstureyðingar verði gerðar frjálsar fram að 12. viku meðgöngu en með ákveðnum takmörkunum eftir þann tíma. Stjórnarskrárákvæðið umdeilda sem kveður á um bann við fóstureyðingum var tekið upp árið 1983 en síðan þá hafa verið gerðar ýmsar breytingar þar á. Ákvæðinu var til dæmis breytt árið 2013 í frelsisátt þannig að læknar hafa síðan þá getað framkvæmt fóstureyðingar ef líf móðurinnar var í hættu.'No' campaign spokesman accepts defeat in Ireland referendum which will allow liberalisation of abortion law https://t.co/urPAqRybLz pic.twitter.com/Sq6D6x1xNK— BBC Breaking News (@BBCBreaking) May 26, 2018 Tengdar fréttir Útlit fyrir að bann við fóstureyðingum verði afnumið Samkvæmt útgönguspám verður breytingin á stjórnarskrá landsins samþykkt með 69,4% atkvæða en 32,6% eru andvígir breytingunum. 25. maí 2018 23:38 Kjósa um breytingu sem myndi heimila fóstureyðingar Kjörstaðir loka klukkan tíu í kvöld. 25. maí 2018 21:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira
Fyrstu tölur í þjóðaratkvæðagreiðslunni um að fella niður bann gegn fóstureyðingum í Írlandi gefa í skyn að tillagan hafi verið samþykkt af miklum meirihluta Íra í gærkvöldi. Lög vegna fóstureyðinga í Írlandi hafa verið einhver þau ströngustu í Evrópu en útgönguspár í gærkvöldi voru flestar á þá leið að um tveir þriðju íbúa hefðu kosið að fella lögin úr gildi. Fyrstu tölur staðfesta það en talning hófst klukkan átta í morgun, að íslenskum tíma. Talsmaður þeirra sem börðust gegn niðurfellingu laganna, John McGuirk, hefur viðurkennt ósigur. Hann biður meirihlutann þó um að sýna góðvild og virðingu gagnvart fólki sem er ekki sátt við niðurstöðuna. Í yfirlýsingu frá samtökunum „Save the 8th“, sem vísar til áttunda ákvæðis stjórnarskrárinnar sem snýr að fóstureyðingum, segir að niðurstaðan sé einstaklega sorgleg og að samtökin muni berjast áfram gegn breyttum lögum um fóstureyðingar. „Það var rangt að fara í fóstureyðingu í gær og það er enn rangt í dag,“ segir í yfirlýsingunni. Sums staðar var hlutfallið þó mun hærra eins og í einu kjördæmi Dublin, þar sem fyrstu tölur voru á þá leið að 81,2 prósent kjósenda kusu að fella lögin úr gildi gegn 18,8 prósentum sem vildu það ekki. Útgönguspá Irish Times frá því í gærkvöldi benti til þess að 87 prósent fólks á aldrinum 18 til 24 ára vildi fella lögin niður. Í einu kjördæmi vildu 90 prósent kjósenda fella lögin niður eftir fyrstu talningu. Ef Írar hafa í raun kosið með breytingum er búist við því að fóstureyðingar verði gerðar frjálsar fram að 12. viku meðgöngu en með ákveðnum takmörkunum eftir þann tíma. Stjórnarskrárákvæðið umdeilda sem kveður á um bann við fóstureyðingum var tekið upp árið 1983 en síðan þá hafa verið gerðar ýmsar breytingar þar á. Ákvæðinu var til dæmis breytt árið 2013 í frelsisátt þannig að læknar hafa síðan þá getað framkvæmt fóstureyðingar ef líf móðurinnar var í hættu.'No' campaign spokesman accepts defeat in Ireland referendum which will allow liberalisation of abortion law https://t.co/urPAqRybLz pic.twitter.com/Sq6D6x1xNK— BBC Breaking News (@BBCBreaking) May 26, 2018
Tengdar fréttir Útlit fyrir að bann við fóstureyðingum verði afnumið Samkvæmt útgönguspám verður breytingin á stjórnarskrá landsins samþykkt með 69,4% atkvæða en 32,6% eru andvígir breytingunum. 25. maí 2018 23:38 Kjósa um breytingu sem myndi heimila fóstureyðingar Kjörstaðir loka klukkan tíu í kvöld. 25. maí 2018 21:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira
Útlit fyrir að bann við fóstureyðingum verði afnumið Samkvæmt útgönguspám verður breytingin á stjórnarskrá landsins samþykkt með 69,4% atkvæða en 32,6% eru andvígir breytingunum. 25. maí 2018 23:38
Kjósa um breytingu sem myndi heimila fóstureyðingar Kjörstaðir loka klukkan tíu í kvöld. 25. maí 2018 21:00