Kjósa um breytingu sem myndi heimila fóstureyðingar Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 25. maí 2018 21:00 Það er mikið í húfi fyrir írskar konur. Vísir/afp Írar kjósa í dag hvort afnema skuli stjórnarskrárákvæði sem kveður á um bann við fóstureyðingum. Kosningaþátttaka er góð og Leo, Varadkar, forsætisráðherra Írlands er bjartsýnn á að breytingin verði samþykkt. Kjörstaðir loka klukkan tíu í kvöld. Talning hefst þá ekki fyrr en á morgun og úrslit því ekki ljóst fyrr en um helgina. Skoðanakannanir sýndu í fyrstu að þeir sem vilja leyfa fóstureyðingar væru með örugga forystu en bilið á milli hópanna tveggja hefur minnkað statt og stöðugt eftir því sem nær hefur dregið kosningunum. Nýjustu skoðanakannanir benda þó til þess að þeir sem vilji frjálsar fóstureyðingar hafi nauman meirihluta, Varadkar, forsætisráðherra, er á meðal þeirra. „Það hefur verið góð kosningaþátttaka fram að þessu úti um allt land og ég vona að niðurstaðan verði „já“ en ég hvet alla til að kjósa. Ég held að góð þátttaka komi já-sinnum til góða. Ávinningurinn af góðum sólardegi á Írlandi er að fólk kemur út og kýs en gallinn er að eftir vinnu gæti það ákveðið að kjósa ekki en vonandi verður góð kosningaþátttaka,“ segir Varadkar.Mannréttindasamtök hafa ítrekað bent á að bannið stríði gegn sjálfsákvörðunarrétti kvenna og geti stofnað lífi þeirra í hættu. Það var ekki fyrr en árið 2013 sem samþykkt var undanþága til að heimila fóstureyðingar ef meðganga ógnar lífi móður. Þá hefur það tíðkast að konur fari úr landi til að fara í fóstureyðingar og í örfáum tilfellum er það gert á hafi úti. Steinunn Rögnvaldsdóttir, kynjafræðingur og annar tveggja höfunda bókarinnar Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir, í samtali við Vísi, að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur. Hún segir bannið koma verst niður á jaðarsettum konum, eins og innflytjendum og fátækum konum sem eiga erfitt með að ferðast til annarra landa til fara í fóstureyðingu. Netverjar hafa verið duglegir við að tjá skoðun sína á kosningunum á Twitter. Undir myllumerkinu #hometovote hefur fólk lagt fram rök með og á móti og hvatt írska borgara til að nýta kosningaréttinn.No matter what the result is, Ireland's daughters returning from across the world, supported by other women, speaks volumes- we will no longer be silenced#repealthe8th #VoteYes #HometoVote #ImNotCryingYoureCrying— Anya Barton (@AnyaBartz) May 25, 2018 Tengdar fréttir Kjörstaðir opnir á Írlandi Kjörstaðir hafa nú verið opnaðir á Írlandi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fóstureyðingar í landinu. 25. maí 2018 07:17 Írar kjósa um afnám banns við fóstureyðingum á morgun: Lögin komi verst niður á jaðarsettum konum Steinunn Rögnvaldsdóttir segir að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur á morgun. 24. maí 2018 20:53 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Írar kjósa í dag hvort afnema skuli stjórnarskrárákvæði sem kveður á um bann við fóstureyðingum. Kosningaþátttaka er góð og Leo, Varadkar, forsætisráðherra Írlands er bjartsýnn á að breytingin verði samþykkt. Kjörstaðir loka klukkan tíu í kvöld. Talning hefst þá ekki fyrr en á morgun og úrslit því ekki ljóst fyrr en um helgina. Skoðanakannanir sýndu í fyrstu að þeir sem vilja leyfa fóstureyðingar væru með örugga forystu en bilið á milli hópanna tveggja hefur minnkað statt og stöðugt eftir því sem nær hefur dregið kosningunum. Nýjustu skoðanakannanir benda þó til þess að þeir sem vilji frjálsar fóstureyðingar hafi nauman meirihluta, Varadkar, forsætisráðherra, er á meðal þeirra. „Það hefur verið góð kosningaþátttaka fram að þessu úti um allt land og ég vona að niðurstaðan verði „já“ en ég hvet alla til að kjósa. Ég held að góð þátttaka komi já-sinnum til góða. Ávinningurinn af góðum sólardegi á Írlandi er að fólk kemur út og kýs en gallinn er að eftir vinnu gæti það ákveðið að kjósa ekki en vonandi verður góð kosningaþátttaka,“ segir Varadkar.Mannréttindasamtök hafa ítrekað bent á að bannið stríði gegn sjálfsákvörðunarrétti kvenna og geti stofnað lífi þeirra í hættu. Það var ekki fyrr en árið 2013 sem samþykkt var undanþága til að heimila fóstureyðingar ef meðganga ógnar lífi móður. Þá hefur það tíðkast að konur fari úr landi til að fara í fóstureyðingar og í örfáum tilfellum er það gert á hafi úti. Steinunn Rögnvaldsdóttir, kynjafræðingur og annar tveggja höfunda bókarinnar Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir, í samtali við Vísi, að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur. Hún segir bannið koma verst niður á jaðarsettum konum, eins og innflytjendum og fátækum konum sem eiga erfitt með að ferðast til annarra landa til fara í fóstureyðingu. Netverjar hafa verið duglegir við að tjá skoðun sína á kosningunum á Twitter. Undir myllumerkinu #hometovote hefur fólk lagt fram rök með og á móti og hvatt írska borgara til að nýta kosningaréttinn.No matter what the result is, Ireland's daughters returning from across the world, supported by other women, speaks volumes- we will no longer be silenced#repealthe8th #VoteYes #HometoVote #ImNotCryingYoureCrying— Anya Barton (@AnyaBartz) May 25, 2018
Tengdar fréttir Kjörstaðir opnir á Írlandi Kjörstaðir hafa nú verið opnaðir á Írlandi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fóstureyðingar í landinu. 25. maí 2018 07:17 Írar kjósa um afnám banns við fóstureyðingum á morgun: Lögin komi verst niður á jaðarsettum konum Steinunn Rögnvaldsdóttir segir að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur á morgun. 24. maí 2018 20:53 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Kjörstaðir opnir á Írlandi Kjörstaðir hafa nú verið opnaðir á Írlandi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fóstureyðingar í landinu. 25. maí 2018 07:17
Írar kjósa um afnám banns við fóstureyðingum á morgun: Lögin komi verst niður á jaðarsettum konum Steinunn Rögnvaldsdóttir segir að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur á morgun. 24. maí 2018 20:53