Kjósa um breytingu sem myndi heimila fóstureyðingar Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 25. maí 2018 21:00 Það er mikið í húfi fyrir írskar konur. Vísir/afp Írar kjósa í dag hvort afnema skuli stjórnarskrárákvæði sem kveður á um bann við fóstureyðingum. Kosningaþátttaka er góð og Leo, Varadkar, forsætisráðherra Írlands er bjartsýnn á að breytingin verði samþykkt. Kjörstaðir loka klukkan tíu í kvöld. Talning hefst þá ekki fyrr en á morgun og úrslit því ekki ljóst fyrr en um helgina. Skoðanakannanir sýndu í fyrstu að þeir sem vilja leyfa fóstureyðingar væru með örugga forystu en bilið á milli hópanna tveggja hefur minnkað statt og stöðugt eftir því sem nær hefur dregið kosningunum. Nýjustu skoðanakannanir benda þó til þess að þeir sem vilji frjálsar fóstureyðingar hafi nauman meirihluta, Varadkar, forsætisráðherra, er á meðal þeirra. „Það hefur verið góð kosningaþátttaka fram að þessu úti um allt land og ég vona að niðurstaðan verði „já“ en ég hvet alla til að kjósa. Ég held að góð þátttaka komi já-sinnum til góða. Ávinningurinn af góðum sólardegi á Írlandi er að fólk kemur út og kýs en gallinn er að eftir vinnu gæti það ákveðið að kjósa ekki en vonandi verður góð kosningaþátttaka,“ segir Varadkar.Mannréttindasamtök hafa ítrekað bent á að bannið stríði gegn sjálfsákvörðunarrétti kvenna og geti stofnað lífi þeirra í hættu. Það var ekki fyrr en árið 2013 sem samþykkt var undanþága til að heimila fóstureyðingar ef meðganga ógnar lífi móður. Þá hefur það tíðkast að konur fari úr landi til að fara í fóstureyðingar og í örfáum tilfellum er það gert á hafi úti. Steinunn Rögnvaldsdóttir, kynjafræðingur og annar tveggja höfunda bókarinnar Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir, í samtali við Vísi, að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur. Hún segir bannið koma verst niður á jaðarsettum konum, eins og innflytjendum og fátækum konum sem eiga erfitt með að ferðast til annarra landa til fara í fóstureyðingu. Netverjar hafa verið duglegir við að tjá skoðun sína á kosningunum á Twitter. Undir myllumerkinu #hometovote hefur fólk lagt fram rök með og á móti og hvatt írska borgara til að nýta kosningaréttinn.No matter what the result is, Ireland's daughters returning from across the world, supported by other women, speaks volumes- we will no longer be silenced#repealthe8th #VoteYes #HometoVote #ImNotCryingYoureCrying— Anya Barton (@AnyaBartz) May 25, 2018 Tengdar fréttir Kjörstaðir opnir á Írlandi Kjörstaðir hafa nú verið opnaðir á Írlandi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fóstureyðingar í landinu. 25. maí 2018 07:17 Írar kjósa um afnám banns við fóstureyðingum á morgun: Lögin komi verst niður á jaðarsettum konum Steinunn Rögnvaldsdóttir segir að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur á morgun. 24. maí 2018 20:53 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Írar kjósa í dag hvort afnema skuli stjórnarskrárákvæði sem kveður á um bann við fóstureyðingum. Kosningaþátttaka er góð og Leo, Varadkar, forsætisráðherra Írlands er bjartsýnn á að breytingin verði samþykkt. Kjörstaðir loka klukkan tíu í kvöld. Talning hefst þá ekki fyrr en á morgun og úrslit því ekki ljóst fyrr en um helgina. Skoðanakannanir sýndu í fyrstu að þeir sem vilja leyfa fóstureyðingar væru með örugga forystu en bilið á milli hópanna tveggja hefur minnkað statt og stöðugt eftir því sem nær hefur dregið kosningunum. Nýjustu skoðanakannanir benda þó til þess að þeir sem vilji frjálsar fóstureyðingar hafi nauman meirihluta, Varadkar, forsætisráðherra, er á meðal þeirra. „Það hefur verið góð kosningaþátttaka fram að þessu úti um allt land og ég vona að niðurstaðan verði „já“ en ég hvet alla til að kjósa. Ég held að góð þátttaka komi já-sinnum til góða. Ávinningurinn af góðum sólardegi á Írlandi er að fólk kemur út og kýs en gallinn er að eftir vinnu gæti það ákveðið að kjósa ekki en vonandi verður góð kosningaþátttaka,“ segir Varadkar.Mannréttindasamtök hafa ítrekað bent á að bannið stríði gegn sjálfsákvörðunarrétti kvenna og geti stofnað lífi þeirra í hættu. Það var ekki fyrr en árið 2013 sem samþykkt var undanþága til að heimila fóstureyðingar ef meðganga ógnar lífi móður. Þá hefur það tíðkast að konur fari úr landi til að fara í fóstureyðingar og í örfáum tilfellum er það gert á hafi úti. Steinunn Rögnvaldsdóttir, kynjafræðingur og annar tveggja höfunda bókarinnar Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir, í samtali við Vísi, að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur. Hún segir bannið koma verst niður á jaðarsettum konum, eins og innflytjendum og fátækum konum sem eiga erfitt með að ferðast til annarra landa til fara í fóstureyðingu. Netverjar hafa verið duglegir við að tjá skoðun sína á kosningunum á Twitter. Undir myllumerkinu #hometovote hefur fólk lagt fram rök með og á móti og hvatt írska borgara til að nýta kosningaréttinn.No matter what the result is, Ireland's daughters returning from across the world, supported by other women, speaks volumes- we will no longer be silenced#repealthe8th #VoteYes #HometoVote #ImNotCryingYoureCrying— Anya Barton (@AnyaBartz) May 25, 2018
Tengdar fréttir Kjörstaðir opnir á Írlandi Kjörstaðir hafa nú verið opnaðir á Írlandi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fóstureyðingar í landinu. 25. maí 2018 07:17 Írar kjósa um afnám banns við fóstureyðingum á morgun: Lögin komi verst niður á jaðarsettum konum Steinunn Rögnvaldsdóttir segir að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur á morgun. 24. maí 2018 20:53 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Kjörstaðir opnir á Írlandi Kjörstaðir hafa nú verið opnaðir á Írlandi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fóstureyðingar í landinu. 25. maí 2018 07:17
Írar kjósa um afnám banns við fóstureyðingum á morgun: Lögin komi verst niður á jaðarsettum konum Steinunn Rögnvaldsdóttir segir að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur á morgun. 24. maí 2018 20:53