Íslenski boltinn

Ólafur Ingi: Heima er alltaf best

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafur Ingi Skúlason mun ganga til liðs við Fylki að loknu HM í Rússlandi en tilkynnt var um félagskiptin í gær með stórskemmtilegu myndbandi. Myndbandið var unnið í samvinnu við Björn Braga Arnarsson.

„Ræddum þetta aðeins, hvernig við ættum að gera þetta, og fannst það vera í anda Árbæinga að gera þetta með smá glensi. Hann var höfuðið á bakvið þetta,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakka kvöldsins í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Ég er fyrst og fremst spenntur núna fyrir HM og er 100 prósent einbeittur á það. Það er aðal atriðið í mínu lífi akkúrat núna. Ég er ekkert farinn að huga að Fylki ennþá en það er gott að vera búinn að leysa framtíðina.“

Fylkir er nýliði í Pepsi deild karla og hefur byrjað mótið mjög vel. Liðið er í 7. sæti að loknum sex umferðum með átta stig.

Ólafur Ingi hefur komið víða við á atvinnumannaferli sínum, nú síðast var hann í Tyrklandi. Er ekki betra að vera í sólinni þar heldur en rokinu í Árbænum?

„Tyrkland er fallegt og gott land, en heima er alltaf best,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×