Melania aftur sökuð um ritstuld Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. maí 2018 06:54 Melania Trump kynnti í gær herferð sína fyrir auknu netöryggi barna. Vísir/getty Bæklingur, sem er hluti af nýrri herferð Melaniu Trump um öryggi barna á netinu, þykir grunsamlega líkur bæklingi sem gefinn var út í stjórnartíð Baracks Obama. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir eiginkonu Bandaríkjaforseta - ekki síst vegna þess að hún hefur áður verið gagnrýnd fyrir ritstuld. Ræða sem hún flutti á landsþingi Repúblikanaflokksins árið 2016 var að hluta tekin orðrétt upp úr sambærilegri ræðu, sem forsetafrúin Michelle Obama flutti árið 2008.Herferð Melaniu ber nafnið Verið best, (e. Be best) og var henni ýtt úr vör í gær. Á heimasíðu Hvíta hússins er hlekkur á vefsetur herferðarinnar. Við hlekkinn stendur: „Foreldrar, smellið hér til að lesa Samtöl við börn um nethegðun, bæklingur eftir Melaniu Trump og alríkisráð viðskiptamála."Fun fact: The White House trumpets “Talking with Kids about Being Online" as "a booklet by First Lady Melania Trump and the Federal Trade Commission." Except for an intro, it's exactly the same thing Obama's FTC put out. pic.twitter.com/AEf6F0gBbt— The Rude Pundit (@rudepundit) May 7, 2018 Síðar, eftir að netverjar bentu á að bæklingurinn væri nákvæmlega eins og sambærilegur bæklingur sem gefinn var út árið 2014, var orðalaginu breytt. Hann er nú sagður vera „Bæklingur alríkisráðs viðskiptamála, kynntur af Melaniu Trump." Talsmaður Hvíta hússins staðfestir að orðalaginu hafi verið breytt. Hann segir það hafa verið gert vegna þess „misskilnings“ sem var uppi um eðli bæklingsins.Sjá einnig: Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Þeim sem smella á hlekkinn á vef Hvíta hússins er vísað á bækling á pdf-formi. Kápan á bæklingi Melaniu er nær alfarið eins og kápan á fyrri bæklingnum, að frátöldum myndunum af farsímum. Þær hafa verið uppfærðar svo að þær líkist meira iPhone-snjallsímum. Þá er orðalagið í bæklingunum nánast algjörlega eins. Aðstoðarmaður Melaniu, Meredith McIver, sagðist bera ábyrgð á líkindum fyrrnefndar ræðu, sem forsetafrúin flutti árið 2016. McIver sagði að Melania hafi lesið brot úr ræðu Michelle Obama fyrir sig í gegnum síma í aðdraganda þingsins og að hún hafi fyrir mistök bætt brotunum við ræðu Melaniu. Bandaríkin Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Bæklingur, sem er hluti af nýrri herferð Melaniu Trump um öryggi barna á netinu, þykir grunsamlega líkur bæklingi sem gefinn var út í stjórnartíð Baracks Obama. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir eiginkonu Bandaríkjaforseta - ekki síst vegna þess að hún hefur áður verið gagnrýnd fyrir ritstuld. Ræða sem hún flutti á landsþingi Repúblikanaflokksins árið 2016 var að hluta tekin orðrétt upp úr sambærilegri ræðu, sem forsetafrúin Michelle Obama flutti árið 2008.Herferð Melaniu ber nafnið Verið best, (e. Be best) og var henni ýtt úr vör í gær. Á heimasíðu Hvíta hússins er hlekkur á vefsetur herferðarinnar. Við hlekkinn stendur: „Foreldrar, smellið hér til að lesa Samtöl við börn um nethegðun, bæklingur eftir Melaniu Trump og alríkisráð viðskiptamála."Fun fact: The White House trumpets “Talking with Kids about Being Online" as "a booklet by First Lady Melania Trump and the Federal Trade Commission." Except for an intro, it's exactly the same thing Obama's FTC put out. pic.twitter.com/AEf6F0gBbt— The Rude Pundit (@rudepundit) May 7, 2018 Síðar, eftir að netverjar bentu á að bæklingurinn væri nákvæmlega eins og sambærilegur bæklingur sem gefinn var út árið 2014, var orðalaginu breytt. Hann er nú sagður vera „Bæklingur alríkisráðs viðskiptamála, kynntur af Melaniu Trump." Talsmaður Hvíta hússins staðfestir að orðalaginu hafi verið breytt. Hann segir það hafa verið gert vegna þess „misskilnings“ sem var uppi um eðli bæklingsins.Sjá einnig: Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Þeim sem smella á hlekkinn á vef Hvíta hússins er vísað á bækling á pdf-formi. Kápan á bæklingi Melaniu er nær alfarið eins og kápan á fyrri bæklingnum, að frátöldum myndunum af farsímum. Þær hafa verið uppfærðar svo að þær líkist meira iPhone-snjallsímum. Þá er orðalagið í bæklingunum nánast algjörlega eins. Aðstoðarmaður Melaniu, Meredith McIver, sagðist bera ábyrgð á líkindum fyrrnefndar ræðu, sem forsetafrúin flutti árið 2016. McIver sagði að Melania hafi lesið brot úr ræðu Michelle Obama fyrir sig í gegnum síma í aðdraganda þingsins og að hún hafi fyrir mistök bætt brotunum við ræðu Melaniu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12