Melania aftur sökuð um ritstuld Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. maí 2018 06:54 Melania Trump kynnti í gær herferð sína fyrir auknu netöryggi barna. Vísir/getty Bæklingur, sem er hluti af nýrri herferð Melaniu Trump um öryggi barna á netinu, þykir grunsamlega líkur bæklingi sem gefinn var út í stjórnartíð Baracks Obama. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir eiginkonu Bandaríkjaforseta - ekki síst vegna þess að hún hefur áður verið gagnrýnd fyrir ritstuld. Ræða sem hún flutti á landsþingi Repúblikanaflokksins árið 2016 var að hluta tekin orðrétt upp úr sambærilegri ræðu, sem forsetafrúin Michelle Obama flutti árið 2008.Herferð Melaniu ber nafnið Verið best, (e. Be best) og var henni ýtt úr vör í gær. Á heimasíðu Hvíta hússins er hlekkur á vefsetur herferðarinnar. Við hlekkinn stendur: „Foreldrar, smellið hér til að lesa Samtöl við börn um nethegðun, bæklingur eftir Melaniu Trump og alríkisráð viðskiptamála."Fun fact: The White House trumpets “Talking with Kids about Being Online" as "a booklet by First Lady Melania Trump and the Federal Trade Commission." Except for an intro, it's exactly the same thing Obama's FTC put out. pic.twitter.com/AEf6F0gBbt— The Rude Pundit (@rudepundit) May 7, 2018 Síðar, eftir að netverjar bentu á að bæklingurinn væri nákvæmlega eins og sambærilegur bæklingur sem gefinn var út árið 2014, var orðalaginu breytt. Hann er nú sagður vera „Bæklingur alríkisráðs viðskiptamála, kynntur af Melaniu Trump." Talsmaður Hvíta hússins staðfestir að orðalaginu hafi verið breytt. Hann segir það hafa verið gert vegna þess „misskilnings“ sem var uppi um eðli bæklingsins.Sjá einnig: Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Þeim sem smella á hlekkinn á vef Hvíta hússins er vísað á bækling á pdf-formi. Kápan á bæklingi Melaniu er nær alfarið eins og kápan á fyrri bæklingnum, að frátöldum myndunum af farsímum. Þær hafa verið uppfærðar svo að þær líkist meira iPhone-snjallsímum. Þá er orðalagið í bæklingunum nánast algjörlega eins. Aðstoðarmaður Melaniu, Meredith McIver, sagðist bera ábyrgð á líkindum fyrrnefndar ræðu, sem forsetafrúin flutti árið 2016. McIver sagði að Melania hafi lesið brot úr ræðu Michelle Obama fyrir sig í gegnum síma í aðdraganda þingsins og að hún hafi fyrir mistök bætt brotunum við ræðu Melaniu. Bandaríkin Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Sjá meira
Bæklingur, sem er hluti af nýrri herferð Melaniu Trump um öryggi barna á netinu, þykir grunsamlega líkur bæklingi sem gefinn var út í stjórnartíð Baracks Obama. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir eiginkonu Bandaríkjaforseta - ekki síst vegna þess að hún hefur áður verið gagnrýnd fyrir ritstuld. Ræða sem hún flutti á landsþingi Repúblikanaflokksins árið 2016 var að hluta tekin orðrétt upp úr sambærilegri ræðu, sem forsetafrúin Michelle Obama flutti árið 2008.Herferð Melaniu ber nafnið Verið best, (e. Be best) og var henni ýtt úr vör í gær. Á heimasíðu Hvíta hússins er hlekkur á vefsetur herferðarinnar. Við hlekkinn stendur: „Foreldrar, smellið hér til að lesa Samtöl við börn um nethegðun, bæklingur eftir Melaniu Trump og alríkisráð viðskiptamála."Fun fact: The White House trumpets “Talking with Kids about Being Online" as "a booklet by First Lady Melania Trump and the Federal Trade Commission." Except for an intro, it's exactly the same thing Obama's FTC put out. pic.twitter.com/AEf6F0gBbt— The Rude Pundit (@rudepundit) May 7, 2018 Síðar, eftir að netverjar bentu á að bæklingurinn væri nákvæmlega eins og sambærilegur bæklingur sem gefinn var út árið 2014, var orðalaginu breytt. Hann er nú sagður vera „Bæklingur alríkisráðs viðskiptamála, kynntur af Melaniu Trump." Talsmaður Hvíta hússins staðfestir að orðalaginu hafi verið breytt. Hann segir það hafa verið gert vegna þess „misskilnings“ sem var uppi um eðli bæklingsins.Sjá einnig: Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Þeim sem smella á hlekkinn á vef Hvíta hússins er vísað á bækling á pdf-formi. Kápan á bæklingi Melaniu er nær alfarið eins og kápan á fyrri bæklingnum, að frátöldum myndunum af farsímum. Þær hafa verið uppfærðar svo að þær líkist meira iPhone-snjallsímum. Þá er orðalagið í bæklingunum nánast algjörlega eins. Aðstoðarmaður Melaniu, Meredith McIver, sagðist bera ábyrgð á líkindum fyrrnefndar ræðu, sem forsetafrúin flutti árið 2016. McIver sagði að Melania hafi lesið brot úr ræðu Michelle Obama fyrir sig í gegnum síma í aðdraganda þingsins og að hún hafi fyrir mistök bætt brotunum við ræðu Melaniu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Sjá meira
Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12