Hann kallaði brandara Kimmel vera „hrottalegan“ og sagði ensku vera eitt af fimm tungumálum sem Melania tali. Því næst beindi Hannity þeirri spurningu að Kimmel hve mörg tungumál hann talaði.
Kimmel virðist ekki hafa verið sáttur við þessar skammir. Áður en hann svaraði Hannity velti hann því þó fyrir sér hvað „rassa-trúður“ væri eiginlega og af hverju Hannity væri að tala um rassa og trúða.
Því næst veittist Kimmel hart að Hannity.
„Þetta er maðurinn sem varði margsakaða barnaníðinginn Roy Moore og ég er fyrirlitleg smán. Ég er rassa-trúðurinn. Ef ég er rassa-trúðurinn, og ég er það mögulega, þá ert þú Sean allur rassa-sirkusinn.“
Kimmel sagðist þó vera ánægður með að Hannity væri allt í einu kominn með áhyggjur af þjáningum innflytjenda í Bandaríkjunum.
„Vitið þið hvað mér finnst vera vanvirðing við forsetafrúna? Að halda fram hjá henni með klámmyndaleikkonu skömmu eftir að hún eignast barn. Af hverju röflar þú ekki um það Sean Hannity?“