Viðbrögð Ísraela við mótmælum sögð í engu samræmi við tilefnið Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2018 12:24 Palestínumaður notar handslöngvu til að varpa steini að ísraelskum hermönnum. Hermennirnir skutu tugi mótmælendanna til bana. Vísir/AFP Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að viðbrögð Ísraela við mótmælum við landamæri þar sem hundrað Palestínumenn hafa verið drepnir hafi ekki verið í neinu samræmi við tilefnið. Íbúar Gasastrandarinnar séu í reynd „fangelsaðir í eitruðu hreysi“. Sextíu Palestínumenn voru skotnir til bana í mótmælum við landamæragirðingu á mánudag þegar ísraelsk og bandarísk stjórnvöld fögnuðu því að bandaríska sendiráðið hefði verið flutt til Jerúsalem. Þetta var mesta mannfall á einum degi á Gasaströndinni frá því í stríði Ísraelshers og herskárra Palestínumanna árið 2014. Tugir til viðbótar hafa verið drepnir í mótmælum sem hafa geisað á Gasa síðustu sjö vikurnar í tilefni af því að sjötíu ár eru liðin frá stofnun Ísraelsríkis og Palestínumenn voru hraktir af landsvæðum sínum. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) íhuga nú að hefja óháða rannsókn á drápunum. Ísraelsk stjórnvöld fullyrða að Hamas-samtökin hafi vísvitandi stefnt fólki í hættu með mótmælunum.Zeid Raad al-Hussein líkti Gasaströndinni við eitrað búr. Krafðist hann þess að Ísraelar hættu hernámi sínu þar.Vísir/AFPGæti talist brot á GenfarsáttmálanumAð sögn breska ríkisútvarpsins BBC krafðist Zeid Raad al-Hussein, mannréttindastjóri SÞ, þess á neyðarfundi um ástandið í Gasa í Genf í dag að Ísraelar byndu enda á hernám sitt á svæðinu. Sá mikli munur sem væri á mannskaða á milli fylkinganna sýndi að viðbrögð Ísraela hefðu verið úr öllu samræmi við tilefnið. Þannig hafi ísraelskur hermaður særst lítillega þegar hann varð fyrir steini í mótmælunum á mánudag. Ísraelskir hermenn hefðu aftur á móti drepið 43 Palestínumenn á mótmælastaðnum og sautján til viðbótar utan þeirra. Fáar vísbendingar væru um að Ísraelar hafi reynt að takmarka mannfall. Aðgerðir Ísraela gætu talið „viljandi dráp“ sem væri þá alvarlegt brot á Genfarsáttmálanum sem á að tryggja réttindi fólks á hernumdum svæðum. Aviva Raz Schechter, sendirherra Ísraels, hafnaði því algerlega og staðhæfði að Ísraelar hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að forðast að særa óbreytta borgara. Sakaði hún mannréttindaráð SÞ um að þjást af „verstu gerð af andísraelskri þráhyggju“. Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00 Hamas vilja ekki lofa eldflaugaárásum þrátt fyrir kröfu stuðningsmanna Hamas samtökin eru í erfiðri stöðu og virðast klofin varðandi næstu skref eftir blóðbaðið á Gaza í fyrradag. Stuðningsmenn samtakanna krefjast eldflaugaárása í hefndarskyni en fréttaskýrendur efast um að leiðtogar þeirra sjái sér hag í að stigmagna átökin. 16. maí 2018 08:02 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að viðbrögð Ísraela við mótmælum við landamæri þar sem hundrað Palestínumenn hafa verið drepnir hafi ekki verið í neinu samræmi við tilefnið. Íbúar Gasastrandarinnar séu í reynd „fangelsaðir í eitruðu hreysi“. Sextíu Palestínumenn voru skotnir til bana í mótmælum við landamæragirðingu á mánudag þegar ísraelsk og bandarísk stjórnvöld fögnuðu því að bandaríska sendiráðið hefði verið flutt til Jerúsalem. Þetta var mesta mannfall á einum degi á Gasaströndinni frá því í stríði Ísraelshers og herskárra Palestínumanna árið 2014. Tugir til viðbótar hafa verið drepnir í mótmælum sem hafa geisað á Gasa síðustu sjö vikurnar í tilefni af því að sjötíu ár eru liðin frá stofnun Ísraelsríkis og Palestínumenn voru hraktir af landsvæðum sínum. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) íhuga nú að hefja óháða rannsókn á drápunum. Ísraelsk stjórnvöld fullyrða að Hamas-samtökin hafi vísvitandi stefnt fólki í hættu með mótmælunum.Zeid Raad al-Hussein líkti Gasaströndinni við eitrað búr. Krafðist hann þess að Ísraelar hættu hernámi sínu þar.Vísir/AFPGæti talist brot á GenfarsáttmálanumAð sögn breska ríkisútvarpsins BBC krafðist Zeid Raad al-Hussein, mannréttindastjóri SÞ, þess á neyðarfundi um ástandið í Gasa í Genf í dag að Ísraelar byndu enda á hernám sitt á svæðinu. Sá mikli munur sem væri á mannskaða á milli fylkinganna sýndi að viðbrögð Ísraela hefðu verið úr öllu samræmi við tilefnið. Þannig hafi ísraelskur hermaður særst lítillega þegar hann varð fyrir steini í mótmælunum á mánudag. Ísraelskir hermenn hefðu aftur á móti drepið 43 Palestínumenn á mótmælastaðnum og sautján til viðbótar utan þeirra. Fáar vísbendingar væru um að Ísraelar hafi reynt að takmarka mannfall. Aðgerðir Ísraela gætu talið „viljandi dráp“ sem væri þá alvarlegt brot á Genfarsáttmálanum sem á að tryggja réttindi fólks á hernumdum svæðum. Aviva Raz Schechter, sendirherra Ísraels, hafnaði því algerlega og staðhæfði að Ísraelar hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að forðast að særa óbreytta borgara. Sakaði hún mannréttindaráð SÞ um að þjást af „verstu gerð af andísraelskri þráhyggju“.
Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00 Hamas vilja ekki lofa eldflaugaárásum þrátt fyrir kröfu stuðningsmanna Hamas samtökin eru í erfiðri stöðu og virðast klofin varðandi næstu skref eftir blóðbaðið á Gaza í fyrradag. Stuðningsmenn samtakanna krefjast eldflaugaárása í hefndarskyni en fréttaskýrendur efast um að leiðtogar þeirra sjái sér hag í að stigmagna átökin. 16. maí 2018 08:02 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40
Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00
Hamas vilja ekki lofa eldflaugaárásum þrátt fyrir kröfu stuðningsmanna Hamas samtökin eru í erfiðri stöðu og virðast klofin varðandi næstu skref eftir blóðbaðið á Gaza í fyrradag. Stuðningsmenn samtakanna krefjast eldflaugaárása í hefndarskyni en fréttaskýrendur efast um að leiðtogar þeirra sjái sér hag í að stigmagna átökin. 16. maí 2018 08:02
Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24
Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24
Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33