Ný þróunarmiðstöð eflir heilsugæsluna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. maí 2018 20:30 Heilbrigðisráðherra segir að ný þróunarmiðstöð heilsugæslu á landsvísu muni jafna aðgengi landsmanna að þjónustunni, efla gæði hennar og stuðla að nýjungum. Hún kynnti verkefnið í dag. Forstjóri heilbrigðisstofnunar Vesturlands telur miðstöðina verða lyftistöng fyrir heilsugæsluna í landinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um að opnuð verði Þróunarmiðstöð heilsugæslu á landsvísu á blaðamannafundi í Velferðarráðuneytinu. Miðstöðin á að leiða faglega þróun allra heilsugæsluþjónustu í landinu en hún verður byggð á grunni Þróunarstofu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Árlegur rekstrarkostnaður er áætlaður 230 milljónir króna og verða stöðugildi um 13 talsins. „Þarna erum við að safna saman þekkingu, þróa og síðan miðla henni út til þeirra sem eru að veita hana. Þannig að ég hef miklar væntingar um að þetta efli heilbrigðisþjónustuna okkar og efli heilsugæsluhlutann,“ segir Svandís. Fram hefur komið í fréttum að gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku Landspítalans síðustu misseri. Svandís segir að miðstöðin muni dreifa álaginu betur. „Hluti af markmiðinu er að létta á bráðamóttökunni og við vitum það að allar stórar ákvarðanir sem eru teknar í heilbrigðisþjónustunni hafa áhrif á aðra þætti kerfisins og þetta er eitt af því, “ segir Svandís. Á fundinum voru staddir allir forstjórar heilbrigðisstofnanna á landinu sem lýstu yfir ánægju með verkefnið meðal þeirra var forstjóri heilbrigðisstofnunar Vesturlands Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir„Við fögnum þessu, ég held að þetta geti verið lyftistöng fyrir heilsugæsluna í landinu að fá svona sameiginlegan vettvang,“ segir Jóhanna. Reglugerð um starfsemi heilsugæslunnar verður birt í Stjórnartíðindum á næstu dögum. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir að ný þróunarmiðstöð heilsugæslu á landsvísu muni jafna aðgengi landsmanna að þjónustunni, efla gæði hennar og stuðla að nýjungum. Hún kynnti verkefnið í dag. Forstjóri heilbrigðisstofnunar Vesturlands telur miðstöðina verða lyftistöng fyrir heilsugæsluna í landinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um að opnuð verði Þróunarmiðstöð heilsugæslu á landsvísu á blaðamannafundi í Velferðarráðuneytinu. Miðstöðin á að leiða faglega þróun allra heilsugæsluþjónustu í landinu en hún verður byggð á grunni Þróunarstofu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Árlegur rekstrarkostnaður er áætlaður 230 milljónir króna og verða stöðugildi um 13 talsins. „Þarna erum við að safna saman þekkingu, þróa og síðan miðla henni út til þeirra sem eru að veita hana. Þannig að ég hef miklar væntingar um að þetta efli heilbrigðisþjónustuna okkar og efli heilsugæsluhlutann,“ segir Svandís. Fram hefur komið í fréttum að gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku Landspítalans síðustu misseri. Svandís segir að miðstöðin muni dreifa álaginu betur. „Hluti af markmiðinu er að létta á bráðamóttökunni og við vitum það að allar stórar ákvarðanir sem eru teknar í heilbrigðisþjónustunni hafa áhrif á aðra þætti kerfisins og þetta er eitt af því, “ segir Svandís. Á fundinum voru staddir allir forstjórar heilbrigðisstofnanna á landinu sem lýstu yfir ánægju með verkefnið meðal þeirra var forstjóri heilbrigðisstofnunar Vesturlands Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir„Við fögnum þessu, ég held að þetta geti verið lyftistöng fyrir heilsugæsluna í landinu að fá svona sameiginlegan vettvang,“ segir Jóhanna. Reglugerð um starfsemi heilsugæslunnar verður birt í Stjórnartíðindum á næstu dögum.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Sjá meira