Erlent

Íbúar flýja eldgos á Hawaii

Gunnar Reynir Valþórsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Gos er hafið í eldfjallinu Kilauea.
Gos er hafið í eldfjallinu Kilauea. vÍSIR/ePA

Yfirvöld á Hawaii hafa lýst yfir neyðarástandi eftir að gos hófst í eldfjallinu Kilauea.  Fjallið er á stærstu eyju eyjaklasans og mikil íbúðabyggð er í nágrenninu. Að minnsta kosti sautjánhundruð manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Fólk á svæðinu segir mikla brennisteinslykt auk þess sem kjarreldar hafa kviknað þar sem glóandi hraunmolarnir sem fjallið þeytir upp í loft falla til jarðar.

Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparmiðstöð á svæðin en gosið kemur í kjölfar mikillar skjálftahrinu síðustu daga. Stærsti skjálftinn var um 5,0 að stærð. Búist er við að mun fleiri þurfi að yfirgefa heimili sín og hefur þjóðvarðliðið á Hawaii verið virkjað.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.