Óvænt sorg Kim Jong-un Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2018 05:59 Leiðtoginn sést hér heimsækja slasaða. Vísir/AFp Ríkissjónvarp Norður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi ríkisins, sé í sárum vegna rútuslyss sem varð í landinu á sunnudag. Í rútunni voru kínverskir ferðamenn í bland við heimamenn. Alls biðu 37 bana þegar rútan ók fram af brú í suðurhluta landsins. Það telst til stórtíðinda þegar fjölmiðlar Norður-Kóreu flytja neikvæðar innlendar fréttir - og það að sjálfur leiðtogi ríkisins tjái sig um slíkar fregnir er enn fátíðara. „[Kim] segir að þetta óvænta slys hafi fyllt hjarta hans af djúpri sorg,“ er haft eftir fréttaþul KNCA, norður-kóreska ríkissjónvarpsins, á vef BBC. „Hann gat ekki haldið aftur af sorg sinni þegar hann hugsaði til syrgjandi fjölskyldanna sem misstu ættingja sína.“ Á myndskeiði sem birtist í ríkissjónvarpinu mátti sjá Kim heimsækja eftirlifendur á sjúkrahúsi og sagði fréttamaðurinn að leiðtoginn hafi viljað kynna sér hvernig meðferð þeirra gengi. Þá heimsótti Kim einnig kínverska sendiráðið í Pjongjang þar sem hann vottaði sendiherra landsins samúð norður-kóresku þjóðarinnar. Ætla má að þessa óvæntu, djúpstæðu sorg leiðtogans megi rekja til þess að 33 kínverskir ferðamenn létu lífið í slysinu. Kínverjar virðast vera einu opinberu stuðningsmenn norður-kóreskra stjórnvalda á þessum umbrotatímum í utanríkismálum hins einangraða ríkisins. Þá eru Kínverjar um 80% allra ferðamanna sem sækja Norður-Kóreu heim. Því telja fréttaskýrendur að fréttaflutningurinn af slysinu og sorg leiðtogans sé tilraun Kim til að verja ímynd Norður-Kóreu í augum Kínverja. Fyrsta opinbera heimsókn Kim var jafnframt til Kína, sem hann sótti heim fyrr á þessu ári. Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong-un djúpt snortinn yfir suður-kóreskum söngatriðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, var í áhorfendasalnum þegar söngvarar frá Suður-Kóreu stigu á svið í Pyongyang. Þetta er í fyrsta skipti sem leiðtogi norðursins mætir á viðburð sem haldinn er af suður-kóreskum listamönnum. 2. apríl 2018 11:17 Kim heitir afvopnun í Kínaheimsókn Fyrsta heimsókn einræðisherra Norður-Kóreu var til Kína. Kim sagði ástandið á Kóreuskaga fara batnandi. Sagður koma sér fyrir undir verndarvæng Kínverja. Kínverjar segja fundinn marka kaflaskil. 29. mars 2018 10:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Ríkissjónvarp Norður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi ríkisins, sé í sárum vegna rútuslyss sem varð í landinu á sunnudag. Í rútunni voru kínverskir ferðamenn í bland við heimamenn. Alls biðu 37 bana þegar rútan ók fram af brú í suðurhluta landsins. Það telst til stórtíðinda þegar fjölmiðlar Norður-Kóreu flytja neikvæðar innlendar fréttir - og það að sjálfur leiðtogi ríkisins tjái sig um slíkar fregnir er enn fátíðara. „[Kim] segir að þetta óvænta slys hafi fyllt hjarta hans af djúpri sorg,“ er haft eftir fréttaþul KNCA, norður-kóreska ríkissjónvarpsins, á vef BBC. „Hann gat ekki haldið aftur af sorg sinni þegar hann hugsaði til syrgjandi fjölskyldanna sem misstu ættingja sína.“ Á myndskeiði sem birtist í ríkissjónvarpinu mátti sjá Kim heimsækja eftirlifendur á sjúkrahúsi og sagði fréttamaðurinn að leiðtoginn hafi viljað kynna sér hvernig meðferð þeirra gengi. Þá heimsótti Kim einnig kínverska sendiráðið í Pjongjang þar sem hann vottaði sendiherra landsins samúð norður-kóresku þjóðarinnar. Ætla má að þessa óvæntu, djúpstæðu sorg leiðtogans megi rekja til þess að 33 kínverskir ferðamenn létu lífið í slysinu. Kínverjar virðast vera einu opinberu stuðningsmenn norður-kóreskra stjórnvalda á þessum umbrotatímum í utanríkismálum hins einangraða ríkisins. Þá eru Kínverjar um 80% allra ferðamanna sem sækja Norður-Kóreu heim. Því telja fréttaskýrendur að fréttaflutningurinn af slysinu og sorg leiðtogans sé tilraun Kim til að verja ímynd Norður-Kóreu í augum Kínverja. Fyrsta opinbera heimsókn Kim var jafnframt til Kína, sem hann sótti heim fyrr á þessu ári.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong-un djúpt snortinn yfir suður-kóreskum söngatriðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, var í áhorfendasalnum þegar söngvarar frá Suður-Kóreu stigu á svið í Pyongyang. Þetta er í fyrsta skipti sem leiðtogi norðursins mætir á viðburð sem haldinn er af suður-kóreskum listamönnum. 2. apríl 2018 11:17 Kim heitir afvopnun í Kínaheimsókn Fyrsta heimsókn einræðisherra Norður-Kóreu var til Kína. Kim sagði ástandið á Kóreuskaga fara batnandi. Sagður koma sér fyrir undir verndarvæng Kínverja. Kínverjar segja fundinn marka kaflaskil. 29. mars 2018 10:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Kim Jong-un djúpt snortinn yfir suður-kóreskum söngatriðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, var í áhorfendasalnum þegar söngvarar frá Suður-Kóreu stigu á svið í Pyongyang. Þetta er í fyrsta skipti sem leiðtogi norðursins mætir á viðburð sem haldinn er af suður-kóreskum listamönnum. 2. apríl 2018 11:17
Kim heitir afvopnun í Kínaheimsókn Fyrsta heimsókn einræðisherra Norður-Kóreu var til Kína. Kim sagði ástandið á Kóreuskaga fara batnandi. Sagður koma sér fyrir undir verndarvæng Kínverja. Kínverjar segja fundinn marka kaflaskil. 29. mars 2018 10:00