Trump talaði um að þurrka flösu af öxl Macron Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2018 15:49 Trump fylgdi eftir fullyrðingu sinni um að Macron væri með flösu með því að rífa í hönd hans eins og hans er háttur. Vísir/AFP Furðulegt atviki sem átti sér stað þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti og Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddu við fréttamenn í Hvíta húsinu í dag hefur vakið mikla athygli. Trump þurrkaði þá það sem hann sagði að væri flasa af jakkafötum Macron með þeim orðum að „Við verðum að gera hann fullkominn“. Ólíkt mörgum öðrum leiðtogum hefðbundinna bandalagsríkja Bandaríkjanna hefur Macron virst ná að mynda gott samband við Trump. Bandaríkjaforseti var í miðju kafi að lofa þetta sérstaka samband þeirra þegar hann greip fram í fyrir sjálfum sér. „Við eigum mjög sérstakt samband. Reyndar skal ég ná þessari litlu flösu af,“ sagði forsetinn og þurrkaði af öxl Macron. „Við verðum að gera hann fullkominn. Hann er fullkominn,“ sagði Bandaríkjaforseti á meðan Macron stóð hjá hlæjandi. Macron er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum þar sem hann reynir meðal annars að tala Trump ofan af því að rifta kjarnorkusamningi sem heimsveldin gerðu við stjórnvöld í Íran. Hann virðist eiga á brattann að sækja því Trump talaði um Íranssamninginn sem „geðveiki“ og „fáránlegan“ þegar þeir ræddu saman við fréttamenn.President Trump picked a piece of dandruff off of French President Macron during a joint press briefing: “We have to make him perfect,” Trump said. pic.twitter.com/tmqIz3D7tn— POLITICO (@politico) April 24, 2018 Samskipti Trump við leiðtoga annarra þjóða hafa áður vakið athygli. Þannig þótti nítján sekúndna langt handaband hans við Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, sérlega eftirminnilegt. Donald Trump Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Furðulegt atviki sem átti sér stað þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti og Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddu við fréttamenn í Hvíta húsinu í dag hefur vakið mikla athygli. Trump þurrkaði þá það sem hann sagði að væri flasa af jakkafötum Macron með þeim orðum að „Við verðum að gera hann fullkominn“. Ólíkt mörgum öðrum leiðtogum hefðbundinna bandalagsríkja Bandaríkjanna hefur Macron virst ná að mynda gott samband við Trump. Bandaríkjaforseti var í miðju kafi að lofa þetta sérstaka samband þeirra þegar hann greip fram í fyrir sjálfum sér. „Við eigum mjög sérstakt samband. Reyndar skal ég ná þessari litlu flösu af,“ sagði forsetinn og þurrkaði af öxl Macron. „Við verðum að gera hann fullkominn. Hann er fullkominn,“ sagði Bandaríkjaforseti á meðan Macron stóð hjá hlæjandi. Macron er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum þar sem hann reynir meðal annars að tala Trump ofan af því að rifta kjarnorkusamningi sem heimsveldin gerðu við stjórnvöld í Íran. Hann virðist eiga á brattann að sækja því Trump talaði um Íranssamninginn sem „geðveiki“ og „fáránlegan“ þegar þeir ræddu saman við fréttamenn.President Trump picked a piece of dandruff off of French President Macron during a joint press briefing: “We have to make him perfect,” Trump said. pic.twitter.com/tmqIz3D7tn— POLITICO (@politico) April 24, 2018 Samskipti Trump við leiðtoga annarra þjóða hafa áður vakið athygli. Þannig þótti nítján sekúndna langt handaband hans við Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, sérlega eftirminnilegt.
Donald Trump Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02
Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27