Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2018 20:42 Kim Jong-un og Moon Jae-in stíga yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu. Vísir/AFP Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu fagnar „sögulegum“ fundi Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í gær. KCNA segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann og var ákvörðun leiðtoganna að af-kjarnorkuvæða svæðið tekið fagnandi. Þrátt fyrir að KCNA hafi undanfarna mánuði ítrekað sagt að Norður-Kórea myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sína af hendi.Kim Jong-un varð fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu til að stíga fæti í Suður-Kóreu frá því að ríkin gerðu vopnahlé árið 1953. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að ekki verði létt á þvingunum og refsiaðgerðum í garð Norður-Kóreu í aðdraganda fundar hans með Kim Jong-un. Ekki liggur fyrir hvenær sá fundur á að eiga sér stað né hvar. Samkvæmt Reuters er þó verið að íhuga að halda hann í Singapore.Í yfirlýsingu sem leiðtogarnir sendu út eftir fundinn sögðu Moon og Kim að fjandsamlegum aðgerðum ríkjanna í garð hvors annars yrði hætt, hlutlausa beltinu á landamærum ríkjanna yrði breytt í „friðarsvæði“ með því að hætta linnulausum áróðursútsendingum þar og bæði ríki fækkuðu í herafla sínum á svæðinu.Sjá einnig: Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fundÞrátt fyrir að fundurinn hafi leitt af sér háleit markmið hefur lítið sem ekkert komið fram um hvernig ná á þessum markmiðum. Þjóðarleiðtogar víða um heiminn hafa tekið fregnunum af varkárni. Sérfræðingar sem BBC ræddi við efast um vilja yfirvalda Norður-Kóreu til að fórna kjarnorkuvopnum sínum. Fyrri samkomulög ríkjanna hafa ekki borið árangur vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu og í kjölfar kosninga í Suður-Kóreu þar sem breytingar urðu á ríkisstjórnum. Hér má sjá sjónvarpsfrétt KCNA um fund leiðtoganna. Norður-Kórea Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu fagnar „sögulegum“ fundi Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í gær. KCNA segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann og var ákvörðun leiðtoganna að af-kjarnorkuvæða svæðið tekið fagnandi. Þrátt fyrir að KCNA hafi undanfarna mánuði ítrekað sagt að Norður-Kórea myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sína af hendi.Kim Jong-un varð fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu til að stíga fæti í Suður-Kóreu frá því að ríkin gerðu vopnahlé árið 1953. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að ekki verði létt á þvingunum og refsiaðgerðum í garð Norður-Kóreu í aðdraganda fundar hans með Kim Jong-un. Ekki liggur fyrir hvenær sá fundur á að eiga sér stað né hvar. Samkvæmt Reuters er þó verið að íhuga að halda hann í Singapore.Í yfirlýsingu sem leiðtogarnir sendu út eftir fundinn sögðu Moon og Kim að fjandsamlegum aðgerðum ríkjanna í garð hvors annars yrði hætt, hlutlausa beltinu á landamærum ríkjanna yrði breytt í „friðarsvæði“ með því að hætta linnulausum áróðursútsendingum þar og bæði ríki fækkuðu í herafla sínum á svæðinu.Sjá einnig: Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fundÞrátt fyrir að fundurinn hafi leitt af sér háleit markmið hefur lítið sem ekkert komið fram um hvernig ná á þessum markmiðum. Þjóðarleiðtogar víða um heiminn hafa tekið fregnunum af varkárni. Sérfræðingar sem BBC ræddi við efast um vilja yfirvalda Norður-Kóreu til að fórna kjarnorkuvopnum sínum. Fyrri samkomulög ríkjanna hafa ekki borið árangur vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu og í kjölfar kosninga í Suður-Kóreu þar sem breytingar urðu á ríkisstjórnum. Hér má sjá sjónvarpsfrétt KCNA um fund leiðtoganna.
Norður-Kórea Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira