Íslenski boltinn

Sjáðu mörk dagsins í Pepsi | Ellefu marka laugardagur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sveinn Aron er markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar eftir fyrstu umferðina
Sveinn Aron er markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar eftir fyrstu umferðina vísir/eyþór
Pepsi-deild karla hófst um helgina og í dag lauk 1.umferðinni með fjórum leikjum þar sem ellefu mörk litu dagsins ljós. Öll mörk dagsins má sjá hér.

Breiðablik 4-1 ÍBV


Breiðablik vann öruggan þriggja marka sigur á ÍBV. Leiknum lauk með 4-1 sigri Breiðabliks sem leiddi leikinn með einu marki í hálfleik, 1-0.Grindavík 0-1 FHFH sótti þrjú stig til Grindavíkur þegar þeir unnu 1-0 sigur. Steven Lennon skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik og FH hefur Íslandsmótið því á sigri.

Fjölnir 2-2 KAFjölnir og KA skildu jöfn í leik liðanna í Egilshöll fyrr í

dag. Fyrri hálfleikur var mjög fjörlegur, en öll fjögur mörk leiksins voru skoruð fyrsta

hálftímann. Leikurinn datt aðeins niður í seinni hálfleik og náðu hvorugt lið að skapa sér

afgerandi marktækifæri þar.

Víkingur 1-0 FylkirVíkingur og Fylkir mættust á Víkingsvellinum í lokaleik umferðarinnar. Víkingsvöllurinn var vægast sagt í lélegu ásigkomulagi og því var í raun ómögulegt að spila fallega knattspyrnu. Því fengum við leik sem var ekki mikið fyrir augað og þá er vægt til orða tekið.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur 1-0 Fylkir | Engin fagurfræði í sigri Víkinga

Víkingur og Fylkir mættust á Víkingsvellinum í lokaleik 1. umferðar Pepsi deildarinnar. Víkingsvöllurinn var vægast sagt í lélegu ásigkomulagi og því var í raun ómögulegt að spila fallega knattspyrnu. Því fengum við leik sem var ekki mikið fyrir augað og þá er vægt til orða tekið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×