Íslenski boltinn

Sjáðu mörk dagsins í Pepsi | Ellefu marka laugardagur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sveinn Aron er markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar eftir fyrstu umferðina
Sveinn Aron er markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar eftir fyrstu umferðina vísir/eyþór

Pepsi-deild karla hófst um helgina og í dag lauk 1.umferðinni með fjórum leikjum þar sem ellefu mörk litu dagsins ljós. Öll mörk dagsins má sjá hér.

Breiðablik 4-1 ÍBV

Breiðablik vann öruggan þriggja marka sigur á ÍBV. Leiknum lauk með 4-1 sigri Breiðabliks sem leiddi leikinn með einu marki í hálfleik, 1-0.


Grindavík 0-1 FH

FH sótti þrjú stig til Grindavíkur þegar þeir unnu 1-0 sigur. Steven Lennon skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik og FH hefur Íslandsmótið því á sigri.

Fjölnir 2-2 KA

Fjölnir og KA skildu jöfn í leik liðanna í Egilshöll fyrr í
dag. Fyrri hálfleikur var mjög fjörlegur, en öll fjögur mörk leiksins voru skoruð fyrsta
hálftímann. Leikurinn datt aðeins niður í seinni hálfleik og náðu hvorugt lið að skapa sér
afgerandi marktækifæri þar.

Víkingur 1-0 Fylkir

Víkingur og Fylkir mættust á Víkingsvellinum í lokaleik umferðarinnar. Víkingsvöllurinn var vægast sagt í lélegu ásigkomulagi og því var í raun ómögulegt að spila fallega knattspyrnu. Því fengum við leik sem var ekki mikið fyrir augað og þá er vægt til orða tekið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.