Fölsk játning gerði hann gráhærðan Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. apríl 2018 06:43 Um 99% allra sem dregnir eru fyrir dóm í Kína eru að lokum dæmdir. Flest málanna byggja á játningum. Guardian Hið minnsta 45 kínverskir fangar hafa verið neyddir til að játa á sig brot fyrir framan sjónvarpsmyndavélar frá árinu 2013. Að mati mannréttindasamtakanna Safeguard Defenders verða kínversk stjórnvöld að hætta þessari iðju sinni og biðla samtökin til alþjóðasamfélagsins að bregðast við. Í skýrslu samtakanna, sem reifuð er á vef Guardian, kemur fram að kínverskir lögreglumenn hafi látið tugi fanga fá í hendurnar handrit sem þeim er gert að leggja á minnið. Ekki aðeins þurfa fangarnir að læra textann heldur skal hann fluttur á sannfærandi máta. Lögreglumenn segja því föngunum hvar skuli taka pásur, horfa í myndavélina og jafnvel gráta. Þá séu fangarnir einnig klæddir upp af lögreglumönnunum og jafnvel farðaðir í einhverju tifellum. Einn fanganna lýsir því hvernig allt ferlið hafi tekið um sjö klukkustundir, frá því að hann fékk handritið í hendurnar og þangað til lögregluleikstjórinn slökkti á vélinni. Lokaafurðin hafi verið nokkurra mínútna, samanklippt myndskeið. Aðrir fangar lýsa fjölmörgum tökum eftir að lögreglumenn höfðu lýst yfir óánægju sína með flutning fanganna á handritinu. „Lögreglan hótaði því að ef ég væri ekki samvinnuþýður myndi ég fá langan fangelsisdóm. Ég myndi missa vinnuna, fjölskyldan myndi yfirgefa mig og ég myndi glata orðspori mínu fyrir lífstíð. Ég var aðeins 39 ára gamall, hin gríðarlega pressa og þjáningin sem þessu fylgdi gerði mig gráhærðan,“ er haft eftir einum fanganna í skýrslunni sem kallaður er Li. Flestar játningarnar fara fram í fangelsum, jafnvel á bak við lás og slá og er fanginn þá oftar en ekki klæddur í appelsínugulan fangabúning. Í nær öllum tilfellum er játningunum sjónvarpað áður en fanginn hefur verið leiddur fyrir dómara, sem brýtur gegn hugmyndinni um að allir séu saklaus þangað til sekt er sönnuð. Kínverskir dómstólar eru með 99% sakfellingarhlutfall og byggja flestar sakfellingar á játningum sakborninga. Fimm fanganna sem skýrslan fjallar um hafa nú dregið játningu sína til baka. Síðan Xi Jinping tók við forsetataumunum í Kína hefur verið herjað á baráttufólk fyrir mannréttindum í landinu, sem og lögmenn þeirra. Handtökur þeirra hlaupa á þúsundum frá árinu 2012. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Hið minnsta 45 kínverskir fangar hafa verið neyddir til að játa á sig brot fyrir framan sjónvarpsmyndavélar frá árinu 2013. Að mati mannréttindasamtakanna Safeguard Defenders verða kínversk stjórnvöld að hætta þessari iðju sinni og biðla samtökin til alþjóðasamfélagsins að bregðast við. Í skýrslu samtakanna, sem reifuð er á vef Guardian, kemur fram að kínverskir lögreglumenn hafi látið tugi fanga fá í hendurnar handrit sem þeim er gert að leggja á minnið. Ekki aðeins þurfa fangarnir að læra textann heldur skal hann fluttur á sannfærandi máta. Lögreglumenn segja því föngunum hvar skuli taka pásur, horfa í myndavélina og jafnvel gráta. Þá séu fangarnir einnig klæddir upp af lögreglumönnunum og jafnvel farðaðir í einhverju tifellum. Einn fanganna lýsir því hvernig allt ferlið hafi tekið um sjö klukkustundir, frá því að hann fékk handritið í hendurnar og þangað til lögregluleikstjórinn slökkti á vélinni. Lokaafurðin hafi verið nokkurra mínútna, samanklippt myndskeið. Aðrir fangar lýsa fjölmörgum tökum eftir að lögreglumenn höfðu lýst yfir óánægju sína með flutning fanganna á handritinu. „Lögreglan hótaði því að ef ég væri ekki samvinnuþýður myndi ég fá langan fangelsisdóm. Ég myndi missa vinnuna, fjölskyldan myndi yfirgefa mig og ég myndi glata orðspori mínu fyrir lífstíð. Ég var aðeins 39 ára gamall, hin gríðarlega pressa og þjáningin sem þessu fylgdi gerði mig gráhærðan,“ er haft eftir einum fanganna í skýrslunni sem kallaður er Li. Flestar játningarnar fara fram í fangelsum, jafnvel á bak við lás og slá og er fanginn þá oftar en ekki klæddur í appelsínugulan fangabúning. Í nær öllum tilfellum er játningunum sjónvarpað áður en fanginn hefur verið leiddur fyrir dómara, sem brýtur gegn hugmyndinni um að allir séu saklaus þangað til sekt er sönnuð. Kínverskir dómstólar eru með 99% sakfellingarhlutfall og byggja flestar sakfellingar á játningum sakborninga. Fimm fanganna sem skýrslan fjallar um hafa nú dregið játningu sína til baka. Síðan Xi Jinping tók við forsetataumunum í Kína hefur verið herjað á baráttufólk fyrir mannréttindum í landinu, sem og lögmenn þeirra. Handtökur þeirra hlaupa á þúsundum frá árinu 2012.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira