Guðni um nýjan Laugardalsvöll: „Mikilvægt að geta lokað þakinu“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. apríl 2018 18:15 Niðurstöður starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar voru kynntar í dag og undirbúningsfélag um mögulega framkvæmd hefur verið stofnað. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir bjartsýnustu menn sjá flautað til leiks á nýjum velli árið 2020. Nýstofnuð Þjóðardeild UEFA og nýtt skipulag undankeppni komandi Evrópumóta gera ráð fyrir keppnisleikjum í nóvember og mars. Næsta ómögulegt er að spila leiki á Laugardalsvelli á þeim tíma eins og hann er í dag og því er ein helsta ástæða þess að grípa þurfi til framkvæmda eins fljótt og hægt er að Ísland geti spilað heimaleiki í þessum gluggum. „Hreyfanlegt þak er held ég það sem knattspyrnan vill einna helst því það gefur okkur möguleikan á því að spila á vellinum allan ársins hring,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við erum með skilgreindan vetrarvettvang, okkar leikvang, svo við getum ekki spilað okkar heimaleiki í mars og nóvember, sem gerir það að verkum að við getum ekki byrjað eða endað riðlakeppni og það er ekki nógu gott. Því teljum við mjög mikilvægt að fá leikvang þar sem hægt er að loka þakinu.“ Lokaður leikvangur býður upp á meiri fjölbreytni í notkun, hægt er að setja upp tónleika og aðra viðburði á vellinum, sem og mögulega útbúa hann þannig að aðrar íþróttagreinar geti einnig nýtt hann sem þjóðarleikvang. Hlaupabrautin og aðstaða fyrir frjálsar íþróttir mun þó þurfa að víkja. „Eins og þetta er lagt upp þá verður hlaupabrautin tekin, hvort sem það verður opinn leikvangur eða með færanlegu þaki. Það er uppleggið í þessum plönum og þá fái frjálsar íþróttir sinn leikvang annars staðar.“ Hið nýja undirbúningsfélag mun ekki tefja framkvæmdir neitt að mati Guðna og á að liggja fyrir ákvörðun um uppbyggingu Laugardalsvallar fyrir lok árs 2018. Aðspurður hvenar flautað verði til leiks á nýjum þjóðarleikvangi sagði Guðni bjartsýnustu menn segja 2020 en raunhæft markmið sé snemma árs 2021. Viðtalið við Guðna í heild sinni má heyra í sjónvarpsglugganum hér að ofan. Íslenski boltinn Skipulag Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Niðurstöður starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar voru kynntar í dag og undirbúningsfélag um mögulega framkvæmd hefur verið stofnað. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir bjartsýnustu menn sjá flautað til leiks á nýjum velli árið 2020. Nýstofnuð Þjóðardeild UEFA og nýtt skipulag undankeppni komandi Evrópumóta gera ráð fyrir keppnisleikjum í nóvember og mars. Næsta ómögulegt er að spila leiki á Laugardalsvelli á þeim tíma eins og hann er í dag og því er ein helsta ástæða þess að grípa þurfi til framkvæmda eins fljótt og hægt er að Ísland geti spilað heimaleiki í þessum gluggum. „Hreyfanlegt þak er held ég það sem knattspyrnan vill einna helst því það gefur okkur möguleikan á því að spila á vellinum allan ársins hring,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við erum með skilgreindan vetrarvettvang, okkar leikvang, svo við getum ekki spilað okkar heimaleiki í mars og nóvember, sem gerir það að verkum að við getum ekki byrjað eða endað riðlakeppni og það er ekki nógu gott. Því teljum við mjög mikilvægt að fá leikvang þar sem hægt er að loka þakinu.“ Lokaður leikvangur býður upp á meiri fjölbreytni í notkun, hægt er að setja upp tónleika og aðra viðburði á vellinum, sem og mögulega útbúa hann þannig að aðrar íþróttagreinar geti einnig nýtt hann sem þjóðarleikvang. Hlaupabrautin og aðstaða fyrir frjálsar íþróttir mun þó þurfa að víkja. „Eins og þetta er lagt upp þá verður hlaupabrautin tekin, hvort sem það verður opinn leikvangur eða með færanlegu þaki. Það er uppleggið í þessum plönum og þá fái frjálsar íþróttir sinn leikvang annars staðar.“ Hið nýja undirbúningsfélag mun ekki tefja framkvæmdir neitt að mati Guðna og á að liggja fyrir ákvörðun um uppbyggingu Laugardalsvallar fyrir lok árs 2018. Aðspurður hvenar flautað verði til leiks á nýjum þjóðarleikvangi sagði Guðni bjartsýnustu menn segja 2020 en raunhæft markmið sé snemma árs 2021. Viðtalið við Guðna í heild sinni má heyra í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
Íslenski boltinn Skipulag Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó