Samstarfið trompar stefnu VG Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. apríl 2018 07:00 Þingflokkur Vinstri grænna fundaði í þinghúsinu í gær og ræddi meðal annars viðbrögð stjórnvalda við loftárásum vesturveldanna. Vísir/ernir Loftárásirnar um liðna helgi og viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru til umræðu á fundi þingflokks Vinstri grænna í gær og þrátt fyrir afstöðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur herma heimildir blaðsins að góð samstaða hafi verið á fundinum. Ástandið í heimsmálunum virðist ætla að koma illa heim og saman við stefnu VG í öryggis- og varnarmálum. Ekki nóg með að Ísland, sem aðili að NATO, hafi ásamt öðrum ríkjum bandalagsins lýst stuðningi við loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi, heldur má ætla að umsvif NATO verði töluverð á næstu misserum og fleiri tilvik komi upp þar sem afstöðu eða aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur verði krafist. Þannig stendur til að mynda stór heræfing NATO-ríkja fyrir dyrum í Noregi í haust og þó að þátttaka Íslendinga verði takmörkuð verður í aðdraganda hennar haldin minni æfing hér á landi með einhverri þátttöku íslenskra stofnana. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu liggur ekki enn fyrir með hvaða hætti Ísland tekur þátt í þeirri æfingu.Sjá einnig: Stefna VG verði að koma skýrar framÍ friðarstefnu VG er tekin skýr afstaða gegn heræfingum hér á landi. Raunar er VG eini flokkur landsins sem haft hefur í hávegum þá friðarstefnu íslenskra vinstrimanna sem mótaðist í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar fyrir um 70 árum. Hornsteinar hennar hafa verið úrsögn úr NATO og herinn burt. Þótt flestir hafi talið að síðarnefnda baráttumálinu væri lokið með fullnaðarsigri hafa kólnandi samskipti Vesturlanda og Rússlands haft þau áhrif að Bandaríkjaher hefur fengið nokkurn áhuga á aðstöðu á Keflavíkurvelli á ný. Þessu heldur Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands bæði í Moskvu og Washington, fram í ritgerð á vefsvæði sínu. Albert segir þann áhuga þó ekki lúta að fastri viðveru heldur tímabundinni staðsetningu kafbátaleitarflugvéla, annars vegar til æfinga og hins vegar til að leita að og veita rússneskum kafbátum eftirför, sjáist þeir á kreiki nálægt landinu. En þingmenn flokksins standa keikir. Valið stendur milli friðarstefnunnar og þátttöku í ríkisstjórn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Eiturgas da Vincis og Churchills - blóðug saga efnavopnahernaðar Loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi hafa vakið sterk viðbrögð um allan heim en yfirlýstur tilgangur þeirra var að bregðast við efnavopnaárás stjórnarhersins. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að efnavopnum hafi verið beitt minnst 85 sinnum síðan borgarastríð braust út í Sýrlandi árið 2011. Í flestum tilvikum voru árásirnar á yfirráðasvæði uppreisnarmanna en þær hafa einnig beinst gegn stjórnarhermönnum. 16. apríl 2018 13:30 Stefna VG verði að koma skýrar fram Titringur er innan VG vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar um stuðning við aðgerðir í Sýrlandi 16. apríl 2018 06:00 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Loftárásirnar um liðna helgi og viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru til umræðu á fundi þingflokks Vinstri grænna í gær og þrátt fyrir afstöðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur herma heimildir blaðsins að góð samstaða hafi verið á fundinum. Ástandið í heimsmálunum virðist ætla að koma illa heim og saman við stefnu VG í öryggis- og varnarmálum. Ekki nóg með að Ísland, sem aðili að NATO, hafi ásamt öðrum ríkjum bandalagsins lýst stuðningi við loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi, heldur má ætla að umsvif NATO verði töluverð á næstu misserum og fleiri tilvik komi upp þar sem afstöðu eða aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur verði krafist. Þannig stendur til að mynda stór heræfing NATO-ríkja fyrir dyrum í Noregi í haust og þó að þátttaka Íslendinga verði takmörkuð verður í aðdraganda hennar haldin minni æfing hér á landi með einhverri þátttöku íslenskra stofnana. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu liggur ekki enn fyrir með hvaða hætti Ísland tekur þátt í þeirri æfingu.Sjá einnig: Stefna VG verði að koma skýrar framÍ friðarstefnu VG er tekin skýr afstaða gegn heræfingum hér á landi. Raunar er VG eini flokkur landsins sem haft hefur í hávegum þá friðarstefnu íslenskra vinstrimanna sem mótaðist í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar fyrir um 70 árum. Hornsteinar hennar hafa verið úrsögn úr NATO og herinn burt. Þótt flestir hafi talið að síðarnefnda baráttumálinu væri lokið með fullnaðarsigri hafa kólnandi samskipti Vesturlanda og Rússlands haft þau áhrif að Bandaríkjaher hefur fengið nokkurn áhuga á aðstöðu á Keflavíkurvelli á ný. Þessu heldur Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands bæði í Moskvu og Washington, fram í ritgerð á vefsvæði sínu. Albert segir þann áhuga þó ekki lúta að fastri viðveru heldur tímabundinni staðsetningu kafbátaleitarflugvéla, annars vegar til æfinga og hins vegar til að leita að og veita rússneskum kafbátum eftirför, sjáist þeir á kreiki nálægt landinu. En þingmenn flokksins standa keikir. Valið stendur milli friðarstefnunnar og þátttöku í ríkisstjórn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Eiturgas da Vincis og Churchills - blóðug saga efnavopnahernaðar Loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi hafa vakið sterk viðbrögð um allan heim en yfirlýstur tilgangur þeirra var að bregðast við efnavopnaárás stjórnarhersins. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að efnavopnum hafi verið beitt minnst 85 sinnum síðan borgarastríð braust út í Sýrlandi árið 2011. Í flestum tilvikum voru árásirnar á yfirráðasvæði uppreisnarmanna en þær hafa einnig beinst gegn stjórnarhermönnum. 16. apríl 2018 13:30 Stefna VG verði að koma skýrar fram Titringur er innan VG vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar um stuðning við aðgerðir í Sýrlandi 16. apríl 2018 06:00 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Eiturgas da Vincis og Churchills - blóðug saga efnavopnahernaðar Loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi hafa vakið sterk viðbrögð um allan heim en yfirlýstur tilgangur þeirra var að bregðast við efnavopnaárás stjórnarhersins. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að efnavopnum hafi verið beitt minnst 85 sinnum síðan borgarastríð braust út í Sýrlandi árið 2011. Í flestum tilvikum voru árásirnar á yfirráðasvæði uppreisnarmanna en þær hafa einnig beinst gegn stjórnarhermönnum. 16. apríl 2018 13:30
Stefna VG verði að koma skýrar fram Titringur er innan VG vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar um stuðning við aðgerðir í Sýrlandi 16. apríl 2018 06:00
Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25