Innlent

Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum

Kjartan Kjartansson skrifar
Árásir þriggja vestrænna ríkja beindust að getu Sýrlandsstjórnar til að beita efnavopnum.
Árásir þriggja vestrænna ríkja beindust að getu Sýrlandsstjórnar til að beita efnavopnum. Vísir/AFP
Loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi grafa undan alþjóðastofnunum sem eiga að leysa úr deilumálum og takmarka útbreiðslu vopna, að mati Samtaka hernaðarandstæðinga. Þau vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum.Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar gerðu loftárásir sem beindust að skotmörkum sem þeir telja tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar á aðfaranótt laugardags. Tilefni árásanna var efnavopnaárás í bænum Douma sem hefur verið á valdi uppreisnarmanna og vestræn ríki saka Sýrlandsstjórn um að hafa staðið að.Í ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga segir að árásirnar hafi verið gerðar án samþykkis Sameinuðu þjóðanna og áður en eftirlitsmenn frá Efnavopnastofnuninni í Haag (OPCW) hafi komið til Douma til að rannsaka fullyrðinga um beitingu efnavopna.Loftárásirnar telja hernaðarandstæðingar aldrei geta orðið til þess að koma á friði heldur auki þær hættuna á átökum við Rússa með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þá telja samtökin það þversögn að hefna fyrir mannfall óbreyttra borgara með sprengjuárásum sem valdi aðeins frekari dauða og eyðileggingu.„Samtök hernaðarandstæðinga mælast til þess að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum aðildarríkja NATÓ á Sýrland og taki þátt í því að fá stríðsaðila að samningaborðinu og binda þannig enda á styrjöldina með friðsamlegum hætti," segir í ályktuninni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.