Stefna VG verði að koma skýrar fram Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. apríl 2018 06:00 Myndin er tekin rétt áður en fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst klukkan 20 í gærkvöldi. VÍSIR/EGILL „Hernaðaraðgerðir koma ekki á friði. Pólitískar viðræður og diplómatískar lausnir koma á friði,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Guðlaugur Þór Þórðarson ræddi málefni Sýrlands á fundi utanríkismálanefndar í gærkvöldi og fór yfir viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna loftárása Bandaríkjamanna, Breta og Frakka um helgina. Rósa segir fundinn hafa verið mjög upplýsandi en hann hafi þó ekki breytt afstöðu sinni. „Ég er enn andsnúin þessum aðgerðum og hef ekkert breytt afstöðu minni þrátt fyrir fundinn,“ segir Rósa og bætir við: „Stefna VG verður að koma fram með skýrari hætti í utanríkisstefnu Íslands, það er mín skoðun og ég mun ekki hvika frá henni.“ Rósa segist hafa fengið mikið af skilaboðum frá flokksfélögum og kjósendum vegna málsins. „Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi við þau sjónarmið sem ég hef haldið á lofti.“Sjá einnig: Ekki rætt hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaraðgerða „Það væri miklu betri bragur á því að VG færi að viðurkenna að með ríkisstjórnarsetu sinni eru þau að styðja aðgerðir NATO. Það er langbest að segja það hreint út. Það skaðar utanríkisstefnu okkar að vera með einhverja hálfvelgju,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd. Hún segir yfirlýsingar forystufólks ríkisstjórnarinnar hafa verið misvísandi. „Það þekkja allir ólíka stefnu flokkanna í þessum efnum, en stjórnarsáttmálinn er skýr,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra aðspurður um samstöðu um málið innan ríkisstjórnarinnar og afstöðu til loftárásanna. Hann segir engan titring í ríkisstjórninni vegna málsins. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36 Þingflokkur Pírata fordæmir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Segja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa brugðist Sýrlandi. 15. apríl 2018 22:30 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Sjá meira
„Hernaðaraðgerðir koma ekki á friði. Pólitískar viðræður og diplómatískar lausnir koma á friði,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Guðlaugur Þór Þórðarson ræddi málefni Sýrlands á fundi utanríkismálanefndar í gærkvöldi og fór yfir viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna loftárása Bandaríkjamanna, Breta og Frakka um helgina. Rósa segir fundinn hafa verið mjög upplýsandi en hann hafi þó ekki breytt afstöðu sinni. „Ég er enn andsnúin þessum aðgerðum og hef ekkert breytt afstöðu minni þrátt fyrir fundinn,“ segir Rósa og bætir við: „Stefna VG verður að koma fram með skýrari hætti í utanríkisstefnu Íslands, það er mín skoðun og ég mun ekki hvika frá henni.“ Rósa segist hafa fengið mikið af skilaboðum frá flokksfélögum og kjósendum vegna málsins. „Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi við þau sjónarmið sem ég hef haldið á lofti.“Sjá einnig: Ekki rætt hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaraðgerða „Það væri miklu betri bragur á því að VG færi að viðurkenna að með ríkisstjórnarsetu sinni eru þau að styðja aðgerðir NATO. Það er langbest að segja það hreint út. Það skaðar utanríkisstefnu okkar að vera með einhverja hálfvelgju,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd. Hún segir yfirlýsingar forystufólks ríkisstjórnarinnar hafa verið misvísandi. „Það þekkja allir ólíka stefnu flokkanna í þessum efnum, en stjórnarsáttmálinn er skýr,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra aðspurður um samstöðu um málið innan ríkisstjórnarinnar og afstöðu til loftárásanna. Hann segir engan titring í ríkisstjórninni vegna málsins.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36 Þingflokkur Pírata fordæmir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Segja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa brugðist Sýrlandi. 15. apríl 2018 22:30 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Sjá meira
Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36
Þingflokkur Pírata fordæmir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Segja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa brugðist Sýrlandi. 15. apríl 2018 22:30