Fulltrúar Efnavopnastofnunar vonast til að komast til Douma Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. apríl 2018 06:00 Víða um heim, þar á meðal á Filippseyjum, er hernaðaríhlutun vestrænna ríkja í Sýrlandi mótmælt. Vísir/Epa Sýrland Efnavopnastofnunin, sem vinnur að banni á efnavopnum, fær heimild til þess að skoða í dag svæðið nærri Douma í Sýrlandi þar sem grunur leikur á að efnavopnum hafi verið beitt fyrr í mánuðinum. Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar komu til Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, á laugardaginn, en hafa hingað til ekki haft heimild til þess að skoða umrætt svæði. Þau segja að rússnesk og sýrlensk stjórnvöld hafi bannað það vegna öryggissjónarmiða. Aðgerðasinnar úr röðum stjórnarandstöðunnar, læknasamtök og björgunarsveitamenn segja að fleiri en 40 manns hafi farist þegar flugvél varpaði tunnusprengju með eiturefnum á bæinn þegar uppreisnarmenn höfðu bæinn á valdi sínu. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar segja að opinber gögn og upplýsingar frá leyniþjónustum þeirra bendi til að klór og hugsanlega taugagas hafi verið notað í árásunum. Flugherir þessara ríkja gerðu á laugardaginn loftárásir á þrjú skotmörk sem sögð eru tengjast efnavopnaframleiðslu Sýrlandsstjórnar. Stofnunin segir að rússnesk og sýrlensk stjórnvöld fullyrði að af öryggisástæðum sé ekki hægt að hleypa samtökunum inn á svæðið þar sem efnavopnaárásirnar eru sagðar hafa verið gerðar. Sýrlensk stjórnvöld hafi í staðinn boðið rannsakendum að taka viðtal við 22 manneskjur sem þau segja að hafi verið á staðnum þegar meint árás á að hafa verið gerð. Sýrlensk stjórnvöld hafi boðist til þess að flytja fólkið til Damaskus þannig að hægt sé að ræða við það.Í dag eru ellefu dagar frá því að árásin var gerð. Ef rannsakendur komast til Douma í dag er búist við að þeir safni jarðefni og öðrum sýnum til að bera kennsl á efni sem kunna að hafa verið notuð við árásina. Utanríkisráðuneyti Frakklands sagði í yfirlýsingu í gær að það væri mjög líklegt að verið væri að eyðileggja sönnunargögn á svæðinu. Utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, harðneitar því að Rússar taki þátt í slíku athæfi. „Ég get fullyrt að Rússar hafa ekki spillt neinu á þessu svæði,“ sagði Lavrov við fréttastöðina BBC. Hann sagði að ásakanir um efnavopnaárásir væru byggðar á fullyrðingum fjölmiðla og fullyrðingum á samfélagsmiðlum. Árásin hefði verið sett á svið. Sýrlensk yfirvöld neita því að þau hafi nokkurn tímann notað efnavopn. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna og samtakanna hafa hins vegar lýst fjórum tilfellum þar sem efnavopnaárásir hafi verið gerðar í borgarastríðinu í Sýrlandi. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Sýrland Efnavopnastofnunin, sem vinnur að banni á efnavopnum, fær heimild til þess að skoða í dag svæðið nærri Douma í Sýrlandi þar sem grunur leikur á að efnavopnum hafi verið beitt fyrr í mánuðinum. Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar komu til Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, á laugardaginn, en hafa hingað til ekki haft heimild til þess að skoða umrætt svæði. Þau segja að rússnesk og sýrlensk stjórnvöld hafi bannað það vegna öryggissjónarmiða. Aðgerðasinnar úr röðum stjórnarandstöðunnar, læknasamtök og björgunarsveitamenn segja að fleiri en 40 manns hafi farist þegar flugvél varpaði tunnusprengju með eiturefnum á bæinn þegar uppreisnarmenn höfðu bæinn á valdi sínu. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar segja að opinber gögn og upplýsingar frá leyniþjónustum þeirra bendi til að klór og hugsanlega taugagas hafi verið notað í árásunum. Flugherir þessara ríkja gerðu á laugardaginn loftárásir á þrjú skotmörk sem sögð eru tengjast efnavopnaframleiðslu Sýrlandsstjórnar. Stofnunin segir að rússnesk og sýrlensk stjórnvöld fullyrði að af öryggisástæðum sé ekki hægt að hleypa samtökunum inn á svæðið þar sem efnavopnaárásirnar eru sagðar hafa verið gerðar. Sýrlensk stjórnvöld hafi í staðinn boðið rannsakendum að taka viðtal við 22 manneskjur sem þau segja að hafi verið á staðnum þegar meint árás á að hafa verið gerð. Sýrlensk stjórnvöld hafi boðist til þess að flytja fólkið til Damaskus þannig að hægt sé að ræða við það.Í dag eru ellefu dagar frá því að árásin var gerð. Ef rannsakendur komast til Douma í dag er búist við að þeir safni jarðefni og öðrum sýnum til að bera kennsl á efni sem kunna að hafa verið notuð við árásina. Utanríkisráðuneyti Frakklands sagði í yfirlýsingu í gær að það væri mjög líklegt að verið væri að eyðileggja sönnunargögn á svæðinu. Utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, harðneitar því að Rússar taki þátt í slíku athæfi. „Ég get fullyrt að Rússar hafa ekki spillt neinu á þessu svæði,“ sagði Lavrov við fréttastöðina BBC. Hann sagði að ásakanir um efnavopnaárásir væru byggðar á fullyrðingum fjölmiðla og fullyrðingum á samfélagsmiðlum. Árásin hefði verið sett á svið. Sýrlensk yfirvöld neita því að þau hafi nokkurn tímann notað efnavopn. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna og samtakanna hafa hins vegar lýst fjórum tilfellum þar sem efnavopnaárásir hafi verið gerðar í borgarastríðinu í Sýrlandi.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56
Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05