Tíu daga gömul stúlka brýtur blað í sögu öldungadeildarþingsins Þórdís Valsdóttir skrifar 19. apríl 2018 23:38 Duckworth kom með tíu daga gamla dóttur sína er hún greiddi atkvæði á þinginu. Hin tíu daga gamla Maile Pearl Bowlsbey braut blað í sögu öldungadeildar bandaríkjaþings í dag þegar hún var fyrsta barnið sem kemur inn í þingsal öldungadeildarinnar frá upphafi. BBC greinir frá. Móðir hennar, öldungadeildarþingmaðurinn Tammy Duckworth, lagði fram þingsályktunartillögu á miðvikudag sem var samþykkt einróma, um að leyfa börn í sal þingsins. Degi síðar kom hún með tíu daga gamla dóttur sína með sér þegar hún greiddi atkvæði á þinginu. Duckworth hefur lengi verið talsmaður aukinna réttinda kvenna á vinnumarkaði. Tillaga Duckworth kvað á um að þingmenn megi koma með börn yngri en eins árs með inn á þingið. Hún rökstuddi tillögu sína með því að fjölskylduvæn breyting sem þessi gæti sýnt gott fordæmi fyrir þjóðina. Með fæðingu Maile Pearl varð Duckworth fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn í sögu þingsins sem eignast barn á þingsetu sinni. „Ég vil þakka samstarfsfélögum mínum, frá báðum hliðum, fyrir að hjálpa mér við að koma öldungadeildarþinginu á 21. öldina með því að taka til greina að nýbakaðir foreldrar geti stundum þurft að sinna starfsskyldum sínum,“ sagði Duckworth í yfirlýsingu. Duckworth deildi mynd af klæðnaði dóttur sinnar á Twitter og sló á létta strengi. „Ég gæti þurft að greiða atkvæði í dag svo klæðnaður Maile er tilbúinn. Ég passaði að hún væri í jakka svo hún brjóti ekki reglur þingsins um klæðaburð (sem gerir kröfu um jakka). Ég er ekki viss hvernig reglurnar eru varðandi heilgalla með öndum á, en ég held að við séum klárar,“ sagði Duckworth. Duckworth sem er 51 árs gömul á eina dóttur fyrir, en þegar hún fæddist árið 2014 varð Duckworth fyrsta þingkona fulltrúadeildar bandaríska þingsins sem eignast barn á þingsetu sinni.I may have to vote today, so Maile's outfit is prepped. I made sure she has a jacket so she doesn't violate the Senate floor dress code (which requires blazers). I'm not sure what the policy is on duckling onesies, but I think we're ready pic.twitter.com/SsNHEuSVnY— Tammy Duckworth (@SenDuckworth) April 19, 2018 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Hin tíu daga gamla Maile Pearl Bowlsbey braut blað í sögu öldungadeildar bandaríkjaþings í dag þegar hún var fyrsta barnið sem kemur inn í þingsal öldungadeildarinnar frá upphafi. BBC greinir frá. Móðir hennar, öldungadeildarþingmaðurinn Tammy Duckworth, lagði fram þingsályktunartillögu á miðvikudag sem var samþykkt einróma, um að leyfa börn í sal þingsins. Degi síðar kom hún með tíu daga gamla dóttur sína með sér þegar hún greiddi atkvæði á þinginu. Duckworth hefur lengi verið talsmaður aukinna réttinda kvenna á vinnumarkaði. Tillaga Duckworth kvað á um að þingmenn megi koma með börn yngri en eins árs með inn á þingið. Hún rökstuddi tillögu sína með því að fjölskylduvæn breyting sem þessi gæti sýnt gott fordæmi fyrir þjóðina. Með fæðingu Maile Pearl varð Duckworth fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn í sögu þingsins sem eignast barn á þingsetu sinni. „Ég vil þakka samstarfsfélögum mínum, frá báðum hliðum, fyrir að hjálpa mér við að koma öldungadeildarþinginu á 21. öldina með því að taka til greina að nýbakaðir foreldrar geti stundum þurft að sinna starfsskyldum sínum,“ sagði Duckworth í yfirlýsingu. Duckworth deildi mynd af klæðnaði dóttur sinnar á Twitter og sló á létta strengi. „Ég gæti þurft að greiða atkvæði í dag svo klæðnaður Maile er tilbúinn. Ég passaði að hún væri í jakka svo hún brjóti ekki reglur þingsins um klæðaburð (sem gerir kröfu um jakka). Ég er ekki viss hvernig reglurnar eru varðandi heilgalla með öndum á, en ég held að við séum klárar,“ sagði Duckworth. Duckworth sem er 51 árs gömul á eina dóttur fyrir, en þegar hún fæddist árið 2014 varð Duckworth fyrsta þingkona fulltrúadeildar bandaríska þingsins sem eignast barn á þingsetu sinni.I may have to vote today, so Maile's outfit is prepped. I made sure she has a jacket so she doesn't violate the Senate floor dress code (which requires blazers). I'm not sure what the policy is on duckling onesies, but I think we're ready pic.twitter.com/SsNHEuSVnY— Tammy Duckworth (@SenDuckworth) April 19, 2018
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira