Tíu daga gömul stúlka brýtur blað í sögu öldungadeildarþingsins Þórdís Valsdóttir skrifar 19. apríl 2018 23:38 Duckworth kom með tíu daga gamla dóttur sína er hún greiddi atkvæði á þinginu. Hin tíu daga gamla Maile Pearl Bowlsbey braut blað í sögu öldungadeildar bandaríkjaþings í dag þegar hún var fyrsta barnið sem kemur inn í þingsal öldungadeildarinnar frá upphafi. BBC greinir frá. Móðir hennar, öldungadeildarþingmaðurinn Tammy Duckworth, lagði fram þingsályktunartillögu á miðvikudag sem var samþykkt einróma, um að leyfa börn í sal þingsins. Degi síðar kom hún með tíu daga gamla dóttur sína með sér þegar hún greiddi atkvæði á þinginu. Duckworth hefur lengi verið talsmaður aukinna réttinda kvenna á vinnumarkaði. Tillaga Duckworth kvað á um að þingmenn megi koma með börn yngri en eins árs með inn á þingið. Hún rökstuddi tillögu sína með því að fjölskylduvæn breyting sem þessi gæti sýnt gott fordæmi fyrir þjóðina. Með fæðingu Maile Pearl varð Duckworth fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn í sögu þingsins sem eignast barn á þingsetu sinni. „Ég vil þakka samstarfsfélögum mínum, frá báðum hliðum, fyrir að hjálpa mér við að koma öldungadeildarþinginu á 21. öldina með því að taka til greina að nýbakaðir foreldrar geti stundum þurft að sinna starfsskyldum sínum,“ sagði Duckworth í yfirlýsingu. Duckworth deildi mynd af klæðnaði dóttur sinnar á Twitter og sló á létta strengi. „Ég gæti þurft að greiða atkvæði í dag svo klæðnaður Maile er tilbúinn. Ég passaði að hún væri í jakka svo hún brjóti ekki reglur þingsins um klæðaburð (sem gerir kröfu um jakka). Ég er ekki viss hvernig reglurnar eru varðandi heilgalla með öndum á, en ég held að við séum klárar,“ sagði Duckworth. Duckworth sem er 51 árs gömul á eina dóttur fyrir, en þegar hún fæddist árið 2014 varð Duckworth fyrsta þingkona fulltrúadeildar bandaríska þingsins sem eignast barn á þingsetu sinni.I may have to vote today, so Maile's outfit is prepped. I made sure she has a jacket so she doesn't violate the Senate floor dress code (which requires blazers). I'm not sure what the policy is on duckling onesies, but I think we're ready pic.twitter.com/SsNHEuSVnY— Tammy Duckworth (@SenDuckworth) April 19, 2018 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Hin tíu daga gamla Maile Pearl Bowlsbey braut blað í sögu öldungadeildar bandaríkjaþings í dag þegar hún var fyrsta barnið sem kemur inn í þingsal öldungadeildarinnar frá upphafi. BBC greinir frá. Móðir hennar, öldungadeildarþingmaðurinn Tammy Duckworth, lagði fram þingsályktunartillögu á miðvikudag sem var samþykkt einróma, um að leyfa börn í sal þingsins. Degi síðar kom hún með tíu daga gamla dóttur sína með sér þegar hún greiddi atkvæði á þinginu. Duckworth hefur lengi verið talsmaður aukinna réttinda kvenna á vinnumarkaði. Tillaga Duckworth kvað á um að þingmenn megi koma með börn yngri en eins árs með inn á þingið. Hún rökstuddi tillögu sína með því að fjölskylduvæn breyting sem þessi gæti sýnt gott fordæmi fyrir þjóðina. Með fæðingu Maile Pearl varð Duckworth fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn í sögu þingsins sem eignast barn á þingsetu sinni. „Ég vil þakka samstarfsfélögum mínum, frá báðum hliðum, fyrir að hjálpa mér við að koma öldungadeildarþinginu á 21. öldina með því að taka til greina að nýbakaðir foreldrar geti stundum þurft að sinna starfsskyldum sínum,“ sagði Duckworth í yfirlýsingu. Duckworth deildi mynd af klæðnaði dóttur sinnar á Twitter og sló á létta strengi. „Ég gæti þurft að greiða atkvæði í dag svo klæðnaður Maile er tilbúinn. Ég passaði að hún væri í jakka svo hún brjóti ekki reglur þingsins um klæðaburð (sem gerir kröfu um jakka). Ég er ekki viss hvernig reglurnar eru varðandi heilgalla með öndum á, en ég held að við séum klárar,“ sagði Duckworth. Duckworth sem er 51 árs gömul á eina dóttur fyrir, en þegar hún fæddist árið 2014 varð Duckworth fyrsta þingkona fulltrúadeildar bandaríska þingsins sem eignast barn á þingsetu sinni.I may have to vote today, so Maile's outfit is prepped. I made sure she has a jacket so she doesn't violate the Senate floor dress code (which requires blazers). I'm not sure what the policy is on duckling onesies, but I think we're ready pic.twitter.com/SsNHEuSVnY— Tammy Duckworth (@SenDuckworth) April 19, 2018
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira