Páfinn fordæmir "blóðbaðið“ í Sýrlandi í páskaávarpi Þórdís Valsdóttir skrifar 1. apríl 2018 16:01 „Í dag grátbiðjum við um frið um allan heim og byrjum áhinu ástkæra Sýrlandi sem þjáðst hefur lengi og þar sem fólk er dauðþreytt á því sem virðist vera endalaust stríð,“ sagði Frans páfi í sérstöku hátíðarávarpi sínu í tilefni páska. Þá biðlaði hann einnig til Guðs að græða sár í Suður Súdan og Lýðveldinu Kongó og hvatti til samræðna á Kóreuskaga. Frans páfi hefur frá upphafi ferils síns fordæmt átökin í Sýrlandi. BBC greinir frá. Páfinn ávarpaði tugi þúsunda manna af svölum basilíkunnar við Sankti-Péturstorgi í Vatíkaninu í dag þar sem öryggisgæsla var verulega hert. Allir þeir sem hugðust hlýða á páfann þurftu að fara í gegnum málmleitartæki og þá var einnig leitað í töskum allra sem fóru inn á torgið. Frans páfi sagðist í ávarpi sínu vona að „ljós hins upprisna Jesú Krists lýsi á samvisku allra stjórnmála- og hernaðarleiðtoga svo að skjótur endir fáist á blóðbaðinu sem hefur átt sér stað og að mannréttindalög verði virt“. Þá sagðist hann einnig vonast eftir því að ráðstafanir verði gerðar til þess að auðvelda aðgengi að aðstoð. Páfinn hefur lengi talað fyrir réttindum þeirra sem flúið hafa heimili sín. „Megi samhugur ríkja meðal allra þeirra sem neyðst hafa til þess að fara frá heimalöndum sínum og skorta lífsnauðsynjar,“ sagði páfinn í dag. Hann sagði einnig að heimurinn mætti ekki gleyma fórnarlömbum átaka, sérstaklega börnum. Þá hvatti hann einnig til sátta í Ísrael eftir að sextán palestínskir mótmælendur létu lífið og fjórtán hundrað særðust í einni blóðugustu árás á mótmælendur á Gaza-svæðinu á síðari árum. Palestína Páfagarður Sýrland Tengdar fréttir Þjóðarsorg í Palestínu Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. 31. mars 2018 13:18 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
„Í dag grátbiðjum við um frið um allan heim og byrjum áhinu ástkæra Sýrlandi sem þjáðst hefur lengi og þar sem fólk er dauðþreytt á því sem virðist vera endalaust stríð,“ sagði Frans páfi í sérstöku hátíðarávarpi sínu í tilefni páska. Þá biðlaði hann einnig til Guðs að græða sár í Suður Súdan og Lýðveldinu Kongó og hvatti til samræðna á Kóreuskaga. Frans páfi hefur frá upphafi ferils síns fordæmt átökin í Sýrlandi. BBC greinir frá. Páfinn ávarpaði tugi þúsunda manna af svölum basilíkunnar við Sankti-Péturstorgi í Vatíkaninu í dag þar sem öryggisgæsla var verulega hert. Allir þeir sem hugðust hlýða á páfann þurftu að fara í gegnum málmleitartæki og þá var einnig leitað í töskum allra sem fóru inn á torgið. Frans páfi sagðist í ávarpi sínu vona að „ljós hins upprisna Jesú Krists lýsi á samvisku allra stjórnmála- og hernaðarleiðtoga svo að skjótur endir fáist á blóðbaðinu sem hefur átt sér stað og að mannréttindalög verði virt“. Þá sagðist hann einnig vonast eftir því að ráðstafanir verði gerðar til þess að auðvelda aðgengi að aðstoð. Páfinn hefur lengi talað fyrir réttindum þeirra sem flúið hafa heimili sín. „Megi samhugur ríkja meðal allra þeirra sem neyðst hafa til þess að fara frá heimalöndum sínum og skorta lífsnauðsynjar,“ sagði páfinn í dag. Hann sagði einnig að heimurinn mætti ekki gleyma fórnarlömbum átaka, sérstaklega börnum. Þá hvatti hann einnig til sátta í Ísrael eftir að sextán palestínskir mótmælendur létu lífið og fjórtán hundrað særðust í einni blóðugustu árás á mótmælendur á Gaza-svæðinu á síðari árum.
Palestína Páfagarður Sýrland Tengdar fréttir Þjóðarsorg í Palestínu Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. 31. mars 2018 13:18 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Þjóðarsorg í Palestínu Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. 31. mars 2018 13:18