Enski boltinn

Gefur ekki lengur kost á sér í landsliðið en hefur aldrei leikið landsleik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Farsælum landsliðsferli lokið
Farsælum landsliðsferli lokið
David Wheater er hættur að gefa kost á sér í enska landsliðið og kemur því ekki til greina fyrir lokahópinn á HM í Rússlandi næsta sumar. Hann greindi frá þessu á Instagram reikning sínum fyrr í dag.

Það sem er kannski áhugaverðast við yfirlýsingu Wheater er að hann hefur aldrei leikið A-landsleik fyrir England og var líklegast langt frá því að vera í myndinni hjá Gareth Southgate, núverandi landsliðsþjálfara Englands.

Wheater hefur leikið fyrir öll yngri landslið Englands. Hann var meira að segja viðloðandi A-landsliðið þegar hann var á hátindi ferilsins og lék með Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni árið 2008. Nú leikur hann hins vegar fyrir B-deildarlið Bolton Wanderers.

Augljóslega er um grín að ræða hjá þessum 31 árs gamla varnarmanni í tilefni 1. apríl og hefur grínið hlotið vægast sagt góð viðbrögð á samfélagsmiðlum.

Færsluna má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×