Enski boltinn

Pardew farinn frá WBA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pardew stýrir ekki fleiri WBA-leikjum.
Pardew stýrir ekki fleiri WBA-leikjum. vísir/afp
West Bromwich Albion og Alan Pardew hafa komist að þeirri samkomulagi um að slíta samstarfi þeirra á milli en Pardew hefur verið stjóri liðsins frá því í lok nóvermber.

Ekki hefur gengið né rekið hjá Pardew og WBA. Liðið er á botni deildarinnar með 20 stig en tíu stig eru í öruggt sæti er sex leikir eru eftir af úrvalsdeildinni.

John Carver, aðstoðarþjálfari Pardew, mun einnig yfirgefa félagið en einn af þjálfurum aðalliðsins, Darren Moore, mun taka við liðinu tímabundið þangað til annar þjálfari verður fundinn.

WBA hefur tapað átta deildarleikjum í röð og útlit er fyrir að þeir leiki í B-deildinni á næstu leiktíð en þetta er annar stjórinn sem WBA rekur á tímabilinu. Sá fyrri var Tony Pulis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×