Enski boltinn

De Bruyne: Ég á skilið að vera leikmaður ársins

Kevin De Bruyne hefur spilað mjög vel.
Kevin De Bruyne hefur spilað mjög vel. vísir/getty
Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, telur sig verðugan sigurvegara þegar kemur að verðlaunum fyrir leikmann ársins í ensku úrvalsdeildinni en hann getur orðið meistari með City-liðinu um næstu helgi.

Belginn verður klárlega ofarlega í hugum leikmanna þegar að þeir kjósa þann besta en hann hefur skorað sjö mörk og lagt upp fjórtán fyrir verðandi meistara City.

Hann mun þó fá mikla samkeppni frá Egyptanum Mohamed Salah sem er búinn að skora 29 mörk og leggja upp tíu fyrir Liverpool-liðið en Salah hefur verið gjörsamlega óstöðvandi á leiktíðinni og tryggði Liverpool sigur gegn Crystal Palace um helgina.

„Það væri gaman að fá þessi verðlaun, bæði fyrir mig og mitt lið. Mér finnst ég líka eiga skilið að vera kjörinn leikmaður ársins því ég hef verið mjög stöðugur í mínum leik,“ segir De Bruyne, en Sky Sports greinir frá.

„Ég er mjög ánægður með sjálfan mig og hvernig ég hef spilað. Ég bjóst ekki alveg við því að vera svona góður áður en leiktíð in hófst.“

„Það er varla einn leikur þar sem ég hef verið eitthvað slakur ef ég á að vera heiðarlegur. Ég er ánægður með hversu miklu stöðugleika ég hef haldið miðað við hvað ég hef spilað margar mínútur,“ segir Kevin De Bruyne.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×