Enski boltinn

Nú þarf Klopp að treysta á Dejan Lovren út tímabilið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joel Matip og Dejan Lovren ræða við dómara.
Joel Matip og Dejan Lovren ræða við dómara. Vísir/Getty
Kamerúnmaðurinn Joel Matip þarf að fara í aðgerð og hefur því væntanlega leikið sinn síðasta leik með Liverpool liðinu á þessu tímabili.

Joel Matip meiddist í sigri Liverpool á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Matip kláraði reyndar leikinn en þessi meiðsli í læri kalla á skurðaðgerð.





Matip missir því að komandi leikjum við Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn er á Anfield á morgun en sá seinni fer fram strax í næstu viku. Á milli leikjanna er síðan nágrannaslagur á móti Everton.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þarf því að treysta á Króatann Dejan Lovren við hlið Virgil van Dijk í miðri Liverpool vörninni út þetta tímabil.

Klopp gæti líka notað Ragnar Klavan og þá helst í leiknum á móti Everton um komandi helgi.

Dejan Lovren spilaði á móti Manchester City fyrr á tímabilinu þegar Liverpool vann 4-3 sigur í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×