Vargöld í Lundúnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. apríl 2018 06:16 Stúlkan sem skotin var til bana í Tottenham á mánudagskvöld hét Tanesha Melbourne-Blake. PA Þingmenn og baráttusamtök í Bretlandi segja að stjórnvöld þar í landi ráði ekki við ofbeldisölduna sem nú ríður yfir höfuðborgina Lundúnir. Tveir unglingar voru skotnir til bana á mánudagskvöld og enn annar liggur alvarlega særður eftir stunguárás.Vísir greindi frá árásunum í gærmorgun. Sautján ára stúlka var skotin er hún gekk um götur Tottenham-hverfisins í norðurhluta Lundúna og 16 ára strákur lést eftir að hafa verið skotinn skömmu síðar í einu af austari hverfum borgarinnar. Lögreglan rannsakar málin en ekki er vitað hvort þau tengist á þessari stundu. Bretar óttast að glæpatíðnin í höfuðborginni sé að verða sú hæsta í rúman áratug en fyrrnefndu morðin eru númer 47 og 48 sem framin eru í Lundúnum á þessu ári. David Lammy, þingmaður Verkamannaflokksins, segist aldrei hafa séð annað eins ástand í borginni. Hann segir að rætur vandans liggi í undirheimunum og þá ekki síst meðal fíkniefnasala og notenda. Til að bæta gráu ofan á svart hafa stjórnvöld, undir forystu Íhaldsflokksins, skorið niður í velferðarmálum og er því félagsþjónusta af skornum skammti í mörgum þessara hverfa.Sjá einnig: Unglingsstúlka myrt í LundúnumBorgarstjóri Lundúna, Sadiq Kahn, tekur í sama streng og segir að skýringanna sé að leita í niðurskurðarkröfu stjórnvalda. „Niðurskurður ríkisstjórnarinnar hefur lamað þjónustu við unga Lundúnarbúa,“ skrifaði Kahn á Twitter-síðu sína og kallaði jafnframt eftir auknum fjárframlögum til lögreglunnar svo hún gæti sinnt störfum sínum. Borgarstjórinn hefur þó ekki sloppið við gagnrýni úr hinni áttinni. Talsmaður forsætisráðherrans Theresu May segir að Kahn beri sjálfur ábyrgð á því hvernig komið er fyrir löggæslunni í borginni, enda fer hann formlega með æðstu stjórn Lundúnarlögreglunnar. Morðum hefur fjölgað jafnt og þétt í höfuðborginni það sem af er ári. Átta morð voru framin í Lundúnum í janúar, 15 í febrúar og svo 22 í mars síðastliðnum. Þrjú morð hafa ratað inn á borð Lundúnarlögreglunnar á þeim fjóru dögum sem liðnir eru af apríl. Ef fer sem horfir verða morðin orðin 180 talsins í lok árs. Fleiri morð hafa verið framin í Lundúnum á þessu ári en í New York. Tengdar fréttir Unglingsstúlka myrt í Lundúnum Sautján ára stúlka var skotin til bana í norðurhluta Lundúna í gærkvöldi. 3. apríl 2018 05:36 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Sjá meira
Þingmenn og baráttusamtök í Bretlandi segja að stjórnvöld þar í landi ráði ekki við ofbeldisölduna sem nú ríður yfir höfuðborgina Lundúnir. Tveir unglingar voru skotnir til bana á mánudagskvöld og enn annar liggur alvarlega særður eftir stunguárás.Vísir greindi frá árásunum í gærmorgun. Sautján ára stúlka var skotin er hún gekk um götur Tottenham-hverfisins í norðurhluta Lundúna og 16 ára strákur lést eftir að hafa verið skotinn skömmu síðar í einu af austari hverfum borgarinnar. Lögreglan rannsakar málin en ekki er vitað hvort þau tengist á þessari stundu. Bretar óttast að glæpatíðnin í höfuðborginni sé að verða sú hæsta í rúman áratug en fyrrnefndu morðin eru númer 47 og 48 sem framin eru í Lundúnum á þessu ári. David Lammy, þingmaður Verkamannaflokksins, segist aldrei hafa séð annað eins ástand í borginni. Hann segir að rætur vandans liggi í undirheimunum og þá ekki síst meðal fíkniefnasala og notenda. Til að bæta gráu ofan á svart hafa stjórnvöld, undir forystu Íhaldsflokksins, skorið niður í velferðarmálum og er því félagsþjónusta af skornum skammti í mörgum þessara hverfa.Sjá einnig: Unglingsstúlka myrt í LundúnumBorgarstjóri Lundúna, Sadiq Kahn, tekur í sama streng og segir að skýringanna sé að leita í niðurskurðarkröfu stjórnvalda. „Niðurskurður ríkisstjórnarinnar hefur lamað þjónustu við unga Lundúnarbúa,“ skrifaði Kahn á Twitter-síðu sína og kallaði jafnframt eftir auknum fjárframlögum til lögreglunnar svo hún gæti sinnt störfum sínum. Borgarstjórinn hefur þó ekki sloppið við gagnrýni úr hinni áttinni. Talsmaður forsætisráðherrans Theresu May segir að Kahn beri sjálfur ábyrgð á því hvernig komið er fyrir löggæslunni í borginni, enda fer hann formlega með æðstu stjórn Lundúnarlögreglunnar. Morðum hefur fjölgað jafnt og þétt í höfuðborginni það sem af er ári. Átta morð voru framin í Lundúnum í janúar, 15 í febrúar og svo 22 í mars síðastliðnum. Þrjú morð hafa ratað inn á borð Lundúnarlögreglunnar á þeim fjóru dögum sem liðnir eru af apríl. Ef fer sem horfir verða morðin orðin 180 talsins í lok árs. Fleiri morð hafa verið framin í Lundúnum á þessu ári en í New York.
Tengdar fréttir Unglingsstúlka myrt í Lundúnum Sautján ára stúlka var skotin til bana í norðurhluta Lundúna í gærkvöldi. 3. apríl 2018 05:36 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Sjá meira
Unglingsstúlka myrt í Lundúnum Sautján ára stúlka var skotin til bana í norðurhluta Lundúna í gærkvöldi. 3. apríl 2018 05:36
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent