Byssumaðurinn hafði horn í síðu Youtube Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. apríl 2018 06:50 Nasim Aghdam sagði myndbandavefsíðuna hafa ritskoðað sig. NASIM AGHDAM Lögreglan í Kaliforníu hefur nú staðfest að konan sem særði þrjá í og við höfuðstöðvar Youtube í gærkvöldi hafi framið sjálfsvíg. Konan er sögð hafa heitið Nasim Aghdam og á að hafa verið 39 ára gömul. Lögreglan rannsakar enn hvað vakti fyrir henni en ekkert bendir til þess á þessari stundu að hún hafi þekkt fórnarlömb sín. Karlmaður á fertugsaldri er sagður vera alvarlega slasaður en tvær konur um þrítugt eru taldar hafa sloppið með smávægileg meiðsl. Á vefsíðu sinni hafði Aghdam gagnrýnt Youtube nokkuð harðlega fyrir ritskoðunartilburði. Þannig hafi hún reynt að hlaða upp myndböndum sem ýmist voru tekin út eða lokað fyrir þau með einhverjum hætti. Að hennar sögn gerði Youtube upp á milli notenda sinna sem hefðu ekki allir jafna möguleika á frægð og frama á myndbandavefsíðunni. Youtube hefur nú eytt aðgangi hennar á síðunni. Öðrum samfélagsmiðlareikningum hennar hefur einnig verið lokað.Sjá einnig: Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube Upphaflega var greint frá því að Aghdam hafi skotið kærastann sinn í gærkvöldi en þær fregnir voru fljótt dregnar til baka. Árásin átti sér stað um hádegisbil að staðartíma og voru fjölmargir starfsmenn Youtube að snæða hádegisverð þegar Aghdam hóf skothríðina. Sérstaka athygli vekur að árásarmaður gærdagsins hafi verið kvenkyns. Rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á 160 skotárásum sem þessum á árunum 2000 til 2013 bendir til þess að aðeins 6 byssumannanna hafi verið konur. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkaði lögreglumönnum fyrir vel unnin störf á Twitter-síðu sinni eftir árásina.Was just briefed on the shooting at YouTube's HQ in San Bruno, California. Our thoughts and prayers are with everybody involved. Thank you to our phenomenal Law Enforcement Officers and First Responders that are currently on the scene.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 3, 2018 Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube Fjórir eru særðir og kona sem hóf skothríð virðist hafa framið sjálfsmorð. 3. apríl 2018 20:23 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Lögreglan í Kaliforníu hefur nú staðfest að konan sem særði þrjá í og við höfuðstöðvar Youtube í gærkvöldi hafi framið sjálfsvíg. Konan er sögð hafa heitið Nasim Aghdam og á að hafa verið 39 ára gömul. Lögreglan rannsakar enn hvað vakti fyrir henni en ekkert bendir til þess á þessari stundu að hún hafi þekkt fórnarlömb sín. Karlmaður á fertugsaldri er sagður vera alvarlega slasaður en tvær konur um þrítugt eru taldar hafa sloppið með smávægileg meiðsl. Á vefsíðu sinni hafði Aghdam gagnrýnt Youtube nokkuð harðlega fyrir ritskoðunartilburði. Þannig hafi hún reynt að hlaða upp myndböndum sem ýmist voru tekin út eða lokað fyrir þau með einhverjum hætti. Að hennar sögn gerði Youtube upp á milli notenda sinna sem hefðu ekki allir jafna möguleika á frægð og frama á myndbandavefsíðunni. Youtube hefur nú eytt aðgangi hennar á síðunni. Öðrum samfélagsmiðlareikningum hennar hefur einnig verið lokað.Sjá einnig: Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube Upphaflega var greint frá því að Aghdam hafi skotið kærastann sinn í gærkvöldi en þær fregnir voru fljótt dregnar til baka. Árásin átti sér stað um hádegisbil að staðartíma og voru fjölmargir starfsmenn Youtube að snæða hádegisverð þegar Aghdam hóf skothríðina. Sérstaka athygli vekur að árásarmaður gærdagsins hafi verið kvenkyns. Rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á 160 skotárásum sem þessum á árunum 2000 til 2013 bendir til þess að aðeins 6 byssumannanna hafi verið konur. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkaði lögreglumönnum fyrir vel unnin störf á Twitter-síðu sinni eftir árásina.Was just briefed on the shooting at YouTube's HQ in San Bruno, California. Our thoughts and prayers are with everybody involved. Thank you to our phenomenal Law Enforcement Officers and First Responders that are currently on the scene.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 3, 2018
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube Fjórir eru særðir og kona sem hóf skothríð virðist hafa framið sjálfsmorð. 3. apríl 2018 20:23 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube Fjórir eru særðir og kona sem hóf skothríð virðist hafa framið sjálfsmorð. 3. apríl 2018 20:23