Enski boltinn

Manchester City og Tinder í samstarf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Loftbelgur Tinder og Manchester City.
Loftbelgur Tinder og Manchester City. Twitter/@Tinder
Kannski ekki besti dagurinn til að tilkynna samstarf við Manchester City en forráðamenn Tinder létu samt vaða í morgun.

Manchester City og Tinder tilkynntu í dag um samstarf þeirra á milli en City-liðið mun auglýsa stefnumótavefinn Tinder á næsta tímabili.

Tinder fagnaði þessu nýja samstarfi með því að láta vel merktan og risastóran loftbelg svífa yfir Manchester borg. Loftbelgurinn var ljósblár eins og búning City og vel merktur Tinder eins og sjá má hér fyrir neðan.





Manchester City fær milljónir punda frá Tinder fyrir þennan samning en nýja slagorðið er „perfectmatch“ eða fullkomið samband.

Tinder notaði líka tækifærið til að hvetja stuðningsmenn sína til að fletta til hægri á Manchester City.

Manchester City tapaði 3-0 á móti Liverpool í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en getur tryggt sér enska meistaratitilinn á mettíma með því að vinna nágranna sína í Manchester United um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×