Þróunarríki í hættu vegna hlýnunar íhugi að loka á sólarljós Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2018 11:36 Ein hugmynd til að berjast gegn loftslagsbreytingum er að loka á sólarljós með því að dreifa brennisteinsögnum hátt í lofthjúpnum. Áhrif slíkra aðgerða væru hins vegar ófyrirsjáanleg og óvíst hvort að heildaráhrif yrðu gagnleg eða skaðleg. Vísir/AFP Tólf vísindamenn frá þróunarríkjum segja að þau verði að taka við keflinu í rannsóknum á leiðum til að vinna gegn hnattrænni hlýnun, þar á meðal umdeildri hugmynd um að dæla rykögnum út í andrúmsloftið til að loka á sólarljós. Sérfræðingar hafa varað við því að ríki heims hafi náð svo litlum árangri í að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun að menn verði að reiða sig á nýja tækni til þess að soga koltvísýring úr andrúmsloftinu ef ætlunin er að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnuninni innan við 1,5-2°C. Slík tækni er hins vegar skammt á veg komin og alls óljóst hvort hún geti nokkurn tímann orðið hluti af raunverulegri lausn á loftslagsvandanum. Enn umdeildari eru hins vegar hugmyndir um svonefnda umhverfisstýringu [e. geoengineering], stórfelldar aðgerðir til að hafa áhrif á náttúruna til að vega á móti loftslagsbreytingum. Af þeim meiði eru hugmyndir um að dæla miklu magni rykagna út í andrúmsloftið sem myndu endurvarpa sólarljósi út í geim og draga þannig úr hlýnun við yfirborð jarðar líkt og gerist af völdum ösku frá eldgosum.Taki frumkvæðið að rannsóknum Um þessa aðferð skrifa tólf fræðimenn frá löndum eins og Bangladess, Brasilíu, Kína, Eþíópíu, Indlandi, Jamaíka og Taílandi í grein í vísindaritinu Nature sem birtist í vikunni. Þar segja þeir að fátæk ríki sé berskjölduðust fyrir loftslagsbreytingum og að þau ættu að taka virkari þátt í baráttunni gegn þeim. „Hugmyndin í heild er frekar klikkuð en hún er smám saman að ná fótfestu í fræðiheiminum,“ segir Atiq Rahman, yfirmaður Æðri rannsóknarmiðstöðvar Bangladess, við Reuters. Bangladess er eitt þeirra ríkja sem er í mestri hættu vegna hækkunar yfirborðs sjávar sem fylgir bráðnun jökla og hlýnun hafsins. Þannig vilja þeir að þróunarríki taki frumkvæðið að rannsóknum á verkfræðilegum leiðum til að draga úr styrk sólarljóss sem fram að þessu hafa aðallega farið fram í háskólum eins og Harvard og Oxford fram að þessu. Aðferðir þessar gætu hins vegar reynst tvíeggja sverð og þetta viðurkenna vísindamennirnir. Tæknin sé umdeild og of snemmt sé að segja til um hvort að heildaráhrifin yrðu jákvæð eða neikvæð.Reuters-fréttastofan segir að nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál lýsi efasemdum um sólarumhverfisstýringu í skýrslu sem kemur út í október. Tæknin gæti verið „efnahagslega, félagslega og stofnanalega óframkvæmanleg“. Á meðal skaðlegra áhrifa sólarumhverfisstýringar gæti verið röskun á veðurkerfum, erfitt gæti reynst að stöðva breytingarnar eftir að þeim er hrundið af stað og þá gæti tæknin dregið úr vilja ríkja til að færa sig úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Tólf vísindamenn frá þróunarríkjum segja að þau verði að taka við keflinu í rannsóknum á leiðum til að vinna gegn hnattrænni hlýnun, þar á meðal umdeildri hugmynd um að dæla rykögnum út í andrúmsloftið til að loka á sólarljós. Sérfræðingar hafa varað við því að ríki heims hafi náð svo litlum árangri í að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun að menn verði að reiða sig á nýja tækni til þess að soga koltvísýring úr andrúmsloftinu ef ætlunin er að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnuninni innan við 1,5-2°C. Slík tækni er hins vegar skammt á veg komin og alls óljóst hvort hún geti nokkurn tímann orðið hluti af raunverulegri lausn á loftslagsvandanum. Enn umdeildari eru hins vegar hugmyndir um svonefnda umhverfisstýringu [e. geoengineering], stórfelldar aðgerðir til að hafa áhrif á náttúruna til að vega á móti loftslagsbreytingum. Af þeim meiði eru hugmyndir um að dæla miklu magni rykagna út í andrúmsloftið sem myndu endurvarpa sólarljósi út í geim og draga þannig úr hlýnun við yfirborð jarðar líkt og gerist af völdum ösku frá eldgosum.Taki frumkvæðið að rannsóknum Um þessa aðferð skrifa tólf fræðimenn frá löndum eins og Bangladess, Brasilíu, Kína, Eþíópíu, Indlandi, Jamaíka og Taílandi í grein í vísindaritinu Nature sem birtist í vikunni. Þar segja þeir að fátæk ríki sé berskjölduðust fyrir loftslagsbreytingum og að þau ættu að taka virkari þátt í baráttunni gegn þeim. „Hugmyndin í heild er frekar klikkuð en hún er smám saman að ná fótfestu í fræðiheiminum,“ segir Atiq Rahman, yfirmaður Æðri rannsóknarmiðstöðvar Bangladess, við Reuters. Bangladess er eitt þeirra ríkja sem er í mestri hættu vegna hækkunar yfirborðs sjávar sem fylgir bráðnun jökla og hlýnun hafsins. Þannig vilja þeir að þróunarríki taki frumkvæðið að rannsóknum á verkfræðilegum leiðum til að draga úr styrk sólarljóss sem fram að þessu hafa aðallega farið fram í háskólum eins og Harvard og Oxford fram að þessu. Aðferðir þessar gætu hins vegar reynst tvíeggja sverð og þetta viðurkenna vísindamennirnir. Tæknin sé umdeild og of snemmt sé að segja til um hvort að heildaráhrifin yrðu jákvæð eða neikvæð.Reuters-fréttastofan segir að nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál lýsi efasemdum um sólarumhverfisstýringu í skýrslu sem kemur út í október. Tæknin gæti verið „efnahagslega, félagslega og stofnanalega óframkvæmanleg“. Á meðal skaðlegra áhrifa sólarumhverfisstýringar gæti verið röskun á veðurkerfum, erfitt gæti reynst að stöðva breytingarnar eftir að þeim er hrundið af stað og þá gæti tæknin dregið úr vilja ríkja til að færa sig úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30
Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03
Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02
Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45