Enski boltinn

Wenger: Welbeck á allt gott skilið

Dagur Lárusson skrifar
Danny Welbeck fagnar.
Danny Welbeck fagnar. vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, fór fögrum orðum um framherja sinn Danny Welbeck á blaðamannafundi eftir 3-2 sigur Arsenal á Southampton í dag.

 

Danny Welbeck skoraði tvö mörk í leiknum auk þess sem hann hefur verið á skotskónum fyrir Arsenal í Evrópudeildinni og telur Wenger að Welbeck sé loksins að sýna sitt rétta andlit eftir erfið meiðsli.

 

„Welbeck er farinn að spila betur vegna þess að hann er nú búinn að ná sér almennilega af meiðslum sínum.“

 

„Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd vegna þess að hann hefur gengið í gegnum erfiða tíma síðan hann kom til félagsins. Hann á allt gott skilið því hann leggur svo hart að sér. Hann hefði alltaf getað gefist upp byrjað að vorkenna sjálfum sér en hann gerði það aldrei.“

 

„Það var svo mikið af fólki sem efaðist um hann. Það erfiðasta sem þú gengur í gegnum sem íþróttamaður eru erfið meiðsli og hann hefur staðið sig frábærlega í því að ná sér af þeim.“

 

Danny Welbeck er einn af þeim framherjum sem Gareth Southgate getur tekið mér sér á HM í sumar en ljóst er að samkeppnin verður mikil.

 


Tengdar fréttir

Welbeck hetja Arsenal í dramatískum sigri

Danny Welbeck var allt í öllu í sigri Arsenal á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leikurinn leystist upp í vitleysu á loka mínútunum með tvö rauð spjöld í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×