Enski boltinn

Sjáðu Arsenal redda sér, klaufaskap Chelsea og öll flottustu mörk helgarinnar í enska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Wilshere, Granit Xhaka og Sead Kolasinac fagna Danny Welbeck.
Jack Wilshere, Granit Xhaka og Sead Kolasinac fagna Danny Welbeck. Vísir/Getty
Arsenal hélt sigurgöngu sinni áfram í gær en Chelsea missti frá sér dýrmæt stig í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Enska úrvalsdeildin bauð upp á margt skemmtilegt um helgina þar á meðal fimm mörk í leik helgarinnar og sjö mörk í tveimur leikjum sunnudagsins.

Manchester United kom í veg fyrir að Manchester City tryggði sér titilinn í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Liverpool tapaði stigum í nágrannaslagnum við Everton en það kom ekki að sök því Chelsea gerði það líka í gær.

Tottenham náði Liverpool að stigum með sigri á Stoke en Chelsea er tíu stigum frá fjórða sætinu eftir að hafa misst leikinn á móti West Ham niður í 1-1 jafntefli. Harry Kane heimtaði að fá sigurmarkið skráð á sig en hvort að hann fái það verður að koma í ljós seinna.

Það var nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina og eins og vanalega má sjá öll mörkin hér inn á Vísi.

Auk þess að sjá mörkin úr einstaka leikjum þá eru einnig komin inn samantektarmyndbönd frá helginni sem og að það er hægt að sjá myndband með flottustu mörkunum og flottustu markvörslunum.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leikjum sunnudagsins sem og öll samantektarmyndböndin.

Arsenal 3 - 2 Southampton
Chelsea 1 - 1 West Ham
Uppgjör sunnudagsins í ensku úrvalsdeildinni
Uppgjör helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni
Flottustu mörk helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni
Flottustu markvörslur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni
Stærsta stund helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×