Enski boltinn

Upphitun: Heldur Salah áfram að skora?

Dagur Lárusson skrifar
Enski boltinn snýr aftur eftir landsleikjahlé með hvorki meira né minna en átta leikjum í dag en Liverpool, Manchester United og Manchester city verða öll í eldlínunni.

 

Fyrsti leikur dagsins verður viðureign Crystal Palace og Liverpool á Selhurst Park. Síðasti leikur Liverpool endaði með 5-0 sigri á Watford þar sem Egyptinn Mohamed Salah fór enn og aftur á kostum í liði Liverpool og skoraði fjögur mörk.

 

Sigri Liverpool í dag kemst liðið upp fyrir Manchester United, í allaveganna stundarsakir, en United á leik seinna í dag. Crystal Palace náði sínum fyrsta sigri í langan tíma í síðustu umferð gegn Huddersfield en endurkoma Wilfried Zaha hefur gefið liðinu byr undir báða vængi. Crystal Palace þarf svo sannarlega á sigri að halda gegn Liverpool en liðið er í bullandi botnbaráttu.

 

Síðasti leikur Manchester United endaði með 2-1 sigri á Liverpool um miðjan mars en með þeim sigri náði United að auka forskot sitt á Liverpool. United tekur á móti Swansea í dag en Swansea er í mikilli botnbaráttu en þeirra síðasti sigur kom 4. mars gegn West Ham.

 

Manchester City getur komist einu skrefi nær titlinum gegn Everton í dag en eins og vitað er þá verður Everton án Gylfa Þórs sem meiddist gegn Brighton á dögnum. Everton er eitt af fáum liðum í deildinni sem hefur náð að taka stig af Manchester City en það gerðist í fyrri leik liðanna í ágúst en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli þar sem Raheem Sterling jafnaði metin á lokamínútunum.

 


Tengdar fréttir

Ince: Salah ætti að vera áfram

Paul Ince, fyrrum knattspyrnumaður og leikmaður Liverpool, segir að Mohamed Salah ætti að gerast goðsögn hjá Liverpool í stað þess að fara til Barcelona eða Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×