Enski boltinn

,,Ég lít á Wenger sem föður”

Dagur Lárusson skrifar
Maitland-Niles í baráttunni.
Maitland-Niles í baráttunni. vísir/getty
Ainsley Maitland-Niles, leikmaður Arsenal, segir að hann eigi Arsene Wenger mikið að þakka fyrir að gefa honum séns hjá Arsenal.

 

Maitland-Niles braust inn í aðallið Arsenal á þessu tímabili og hefur verið að standa sig vel upp á síðkastið.

 

,,Ég á honum mikið að þakka fyrir að hafa trú á mér og segja mér að vinna í ákveðnum hlutum svo ég gæti fengið tækifærið,” sagði Maitland-Niles.

 

,,Ég treysti honum fyrir öllu, hann hefur trú á öllum sínum leikmönnum og þegar þú vilt tala við hann þá er hann alltaf opinn fyrir því, þú getur alltaf gengið inn á skrifstofuna hans.”

 

,,Á æfingarsvæðinu sérstaklega þá fylgist hann með leikmönnunum og talar við þá á uppbyggilegan hátt hvernig þeir geta bæta sig og það hefur þeim aukið sjálfstraust.”

 

Maitland-Niles segir að hann líti á Wenger sem föður.

 

,,Þetta fer einnig eftir því hversu opinn þú ert fyrir því að tala við hann. Hann er í rauninni eins og pabbi þinn, nema hann er þjálfarinn þinn á sama tíma og styður þig þess vegna á báða vegu.”

 


Tengdar fréttir

Wenger ósáttur með aldursfordóma

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist þurfa að sitja undir aldursmismunun þegar enn einu sinni er efast um framtíð hans hjá Lundúnafélaginu.

Wenger pirrar sig á aldursfordómum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það sé erfitt að sætta sig við þegar gagnrýni á hann sem stjóra Arsenal beinast að því hversu lengi hann hefur verið hjá félaginu eða hversu gamall hann er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×